Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 9
FORMÁLAR
ÁVARP FORMANNS VFÍ
A árinu 2004 var starfsemi Verkfræðingafélags Islands með nokkuð
hefðbundnu sniði. Haldnir voru samlokufundir, ráðstefnur, málþing,
venjulegir fundir auk þess sem farið var í fyrirtækjaheimsóknir og
vettvangsferðir vítt um land.
Arshátíð félagsins var að venju haldin fyrsta laugardag í febrúar 2004
og var ágætlega sótt og fór vel fram. Hátíðarræðuna flutti Páll
Skúlason, rektor HI, en veislustjóri var Magnús Magnússon. Tveir
verkfræðingar voru sæmdir heiðursmerki félagsins, þeir Sverrir
Norland rafmagnsverkfræðingur og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Vegna fjarveru þeirra
á árshátíðinni fór athöfnin fram í apríl um leið og formaður veitti viðtöku þrjóstmynd af
Sigurði S. Thoroddsen verkfræðingi frá ættingjum hans.
Nýr kynningarbæklingur VFÍ var gefinn út undir árslok 2003 og var hann sendur út með
bréfi formanns til félagsmanna ásamt barmmerki o.fl. Einnig var völdum hópi verk-
fræðinga sem standa utan félagsins sendur bæklingurinn með bréfi frá formanni þar sem
þeir voru hvattir til að gerast félagar hvort sem það er að nýju eða í fyrsta sinn. Er þetta
liður í að fjölga enn frekar félögum og renna enn styrkari stoðum undir starfsemi
félagsins. A almanaksárinu 2003 gengu 47 verkfræðingar til liðs við félagið og var um
helmingur þeirra árangur útrásarinnar.
I árslok 2003 lauk samstarfsnefnd SV, TFÍ og VFÍ störfum sem falið var að fjalla um
hugsanlega sameiningu félaganna og var meginniðurstaða hennar að mæla með því að
stefna beri að fullri sameiningu félaganna. Formenn og varaformenn stjórna SV, TFÍ og
VFI hittust í framhaldinu til að bera saman bækur sínar og leggja á ráðin um framhaldið.
Kynningar- og umræðufundir voru haldnir hjá hverju félagi fyrir sig og var fundurinn
hjá VFI 28. janúar. I framhaldinu var ákveðið að fara út í gerð skoðanakönnunar um
afstöðu félagsmanna til hugmynda um að sameina VFI annars vegar SV og hins vegar
TFÍ. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að yfirgnæfandi fylgi er við sameiningu við SV
eða um 82% þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Meirihluti er einnig fyrir sameiningu við
TFI eða um 67%. I október 2004 skipuðu félögin þrjú hvert um sig tvo menn í nefnd til að
gera tillögu að skipulagi og uppbyggingu sameiginlegs félags.
Haustið 2003 var gengið frá eignaskiptasamningi vegna hússins að Engjateigi 7, en VFÍ
eignaðist 11% í húsinu í stað þeirra lóðaréttinda sem það hafði aflað sér og lagði ístaki til
á sínum tíma. Þann 11. mars 2004 var síðan undirritaður leigusamningur þar sem Istak
leigir hluta VFI í Engjateigi 7 til tíu ára. Að Engjateigi 9 var húsnæði á jarðhæð innréttað
til fundarhalda, lagt parket og gluggatjöld sett upp sem gera salinn mun vistlegri. Ný
lyfta var tekin í notkun síðsumars og er það mikið fagnaðarefni.
Fundur formanna og framkvæmdastjóra á Norðurlöndunum, NORDING, var haldinn
dagana 9.-11. september 2004 í Mölle í Svíþjóð á vegum sænsku félaganna. Ein af skrif-
Félagsmál VFl/TFl
7