Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 19
1.1.2 Skýrslur deilda, faghópa og nefnda VFÍ
starfsárið 2003-2004
Mikið starf er unnið af fjölmörgum verkfræðingum í deildum, faghópum og nefndum.
Menntamálanefnd
Menntamálanefnd VFÍ var á starfsárinu skipuð eftirtöldum mönnum: Steindór
Guðmundsson formaður, Gunnar Guðni Tómasson ritari, Björn Karlsson, Einar
Matthíasson, Pétur K. Maack, Ragnhildur Geirsdóttir, Sigurður M. Garðarsson og Þórður
Helgason. Sigurður M. Garðarsson er formaður ENSÍM-nefndar VFÍ, TFÍ og SV, og situr
hann jafnframt í menntamálanefndinni. Sigurður
situr einnig í stjórn Endurmenntunarstofnunar HI
sem fulltrúi VFI. Um hlutverk og verkefni mennta-
málanefndar er fjallað í 19. grein félagslaga VFÍ.
Menntamálanefnd hélt alls tíu fundi á starfsárinu,
og voru þeir fundir nr. 236-245. Venjulegur fundar-
tími er annar fimmtudagur hvers mánaðar.
Umsóknir til félagsins: Umsóknir á starfsárinu um
inngöngu í félagið og leyfi til að kalla sig verk-
fræðing voru eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Til
samanburðar eru umsóknir síðustu ára. Af 51
umsókn um inngöngu í félagið voru 46 umsóknir
samþykktar, tveim var hafnað og umfjöllun um
þrjár er ekki lokið. Tvær umsóknir um ungfélaga-
aðild voru samþykktar. Af 50 umsóknum um starfs-
heitið voru 42 umsóknir samþykktar, tveim var
hafnað og umfjöllun um sex er ekki lokið. Þeir ein-
staklingar sem mælt var með að
fái leyfi til að kalla sig verk-
fræðing og/eða fengu sam-
þykkta inngöngu í félagið voru
aíls 69 talsins. Heildarfjöldi
umsókna síðustu fjögur starfsár
hefur verið mun meiri en fjögur
næstu árin þar á undan.
Menntamálanefnd VFÍ.
Frá vinstri: Björn Karlsson, Gunnar Guðni
Tómasson, Steindór Guðmundsson, Pétur
Maack og Sigurður Magnús Guðmundsson.
Á myndina vantar Einar Matthíasson,
Ragnhildi Geirsdóttur og Þórð Helgason. Logi
Kristjánsson framkvæmdastjóri situr fundi
nefndarinnar. (Ljósm. Logi Kristjánsson)
Fjöldi umsókna á starfsárinu 2002-2003
Starfsár 03-04 02-03 01-02 00-01 99-00 98-99 97-98 96-97
Innganga 51 53 45 65 34 18 21 24
Starfsheiti 50 53 52 60 41 36 29 24
Ungfélagaaðild 2 1 1 0 0 1 0 1
Umsóknir alls 103 107 98 125 75 55 50 49
Fyrirspurnir um viðurkennda skóla og/eða námsbrautir: Auk þessara formlegu um-
sókna um inngöngu í félagið og leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur bárust
menntamálanefnd VFÍ allmargar fyrirspurnir um það hvort tiltekið nám myndi verða
viðurkennt sem fullnægjandi til þess að fá að nota þetta starfsheiti. í langflestum tilvikum
var um að ræða fólk í BS-námi í verkfræði við Háskóla íslands sem var að velta fyrir sér
framhaldsnámi í ýmsum löndum, en einnig bárust nokkrar fyrirspurnir frá öðrum. Alls
fjallaði nefndin formlega um ellefu slíkar fyrirspurnir á starfsárinu, en nokkrum fyrir-
spurnum til viðbótar sem ekki voru eins ítarlegar var svarað beint með tilvísun í aug-
lýstar reglur um starfsheitið.
1 7
Félagsmál V f ( / T F (