Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 22
Rafmagnsverkfræðideild
í stjórn RVFÍ starfsárið 2003-2004 voru Guðrún Rögnvaldardóttir formaður, Guðlaug
Sigurðardóttir stallari, Sveinbjörg Sveinsdóttir ritari og Auður Freyja Kjartansdóttir gjald-
keri. Starfsemi deildarinnar var að mestu með hefðbundnum hætti.
RVFÍ sótti Marel hf. heim í ný húsakynni fyrirtækisins í Garðabæ í mars 2003. Þar var
starfsemi Marels kynnt og húsakynni skoðuð.
Aðalfundur RVFÍ var haldinn í nýjum húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur í lok maí
2003. A undan fundinum fengu félagsmenn RVFÍ að skoða nýju vetnisstöðina við
Vesturlandsveg í fylgd starfsmanna Skeljungs. Að loknum aðalfundarstörfum sýndu
starfsmenn Orkuveitunnar fundarmönnum húsið og sögðu frá starfsemi Orkuveitunnar.
Vetrarstarf RVFÍ hófst í október með því að stjórn deildarinnar gerði skoðanakönnun
meðal félagsmanna um starf deildarinnar. Svörun var um 30% og er niðurstöður að finna
á heimasíðu RVFÍ. Stjórnin hefur haft niðurstöðurnar til hliðsjónar í störfum sínum.
í október var einnig farið í heimsókn til Og Vodafone þar sem starfsemi fyrirtækisins var
kynnt. Sagt var frá sameiningu Íslandssíma og Tals í Og Vodafone og framtíðaráherslur
í rekstri fyrirtækisins kynntar.
Fulltrúi RVFÍ átti sæti í undirbúningsnefnd ráðstefnu VFÍ og TFÍ um raforkumál sem
haldin var 20. nóvember.
I janúar 2004 var haldinn fundur í Verkfræðingahúsi þar sem fundarefnið var öryggi
raflagna og rafbúnaðar á skurðstofum og aðgerðastofum. Fyrirlesari var Friðrik
Alexandersson hjá Rafteikningu hf.
I mars var farið í heimsókn á Landspítala - Háskólasjúkrahús þar sem kynntur var og
skoðaður ýmis hátæknibúnaður sem notaður er til sjúkdómsgreininga og lækninga.
Stjórn RVFÍ fundaði í nóvember 2003 með stjórn IEEE á íslandi og aftur í febrúar 2004
með formanni félagsins, og samstarfi félaganna var komið í ákveðnari farveg en verið
hafði. Félögin skiptast nú á upplýsingum um þá viðburði sem þau standa fyrir og eru
þeir opnir félagsmönnum beggja félaga.
Rafmagnstæknifræðingum í TFÍ verið boðið að taka þátt í fundum og heimsóknum á
vegum RVFI og vill stjórnin með því leggja sitt af mörkum til að auka samstarf og
samvinnu rafmagnsfólks innan VFÍ og TFI.
Stjórn RVFÍ átti fund með Kristni Andersen,
forsvarsmanni upplýsingatæknihóps VFÍ, þar sem
rædd var hugsanleg starfsemi innan VFÍ á
upplýsingatæknisviðinu. Boðað var til opins fundar
innan VFI í lok febrúar 2004 og var þar ákveðið að
stjórn RVFÍ myndi taka að sér rekstur upplýsinga-
tæknihópsins, a.m.k. fyrst um sinn, enda margir raf-
magnsverkfræðingar sem starfa á upplýsinga-
tæknisviðinu. Áfram verður þess þó gætt að hafa
hópinn opinn öllum sem áhuga hafa á upplýsinga-
tækni.
Heimasíða deildarinnar hefur verið endurbætt og
þar er nú að finna ýmis gögn um störf hennar, um
Orðanefnd RVFÍ, tengla á Raftækniorðasafn og IEEE
á íslandi, auk fundargerða deildarinnar. Stjórnin
telur að æskilegt væri að útgáfa Verktækni og
uppfærslur vefsíðna VFÍ væru betur samþætt.
Stórn RVFl 2003-2004.
F.v. Guðlaug Sigurðardóttir, Auður Freyja
Kjartansdóttir, Sveinbjörg Sveinsdóttir og
Guðrún Rögnvaldsdóttir formaður.
(Ljósm.Logi Kristjánsson)
2 01 Arbók VFl/TFl 2004