Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 27
1.2.2 Skýrslur deilda, faghópa og nefnda TFÍ
starfsárið 2003-2004
Menntunarnefnd TFÍ
Menntunarnefnd TFÍ var á starfsárinu skipuð eftirtöldum mönnum: Jóhannes
Benediktsson formaður, Einar H. Jónsson, Freyr Jóhannesson, Magnús Matthíasson,
Nicolai Jónasson og Sveinn Áki Sverrisson.
Frá aðalfundi 2003 hafa verið haldnir níu fundir í
menntunarnefnd og var á öllum fundum fjallað um
umsóknir um leyfi til að kalla sig tæknifræðing, eða
alls um 62 umsóknir, sem er með því mesta sem
hefur verið á liðnum árum. Af þessum 62 voru 41
samþykktir sem fullgildir nýir félagar í TFÍ. Nefndin
hittist að jafnaði fyrsta mánudag hvers mánaðar.
Auk afgreiðslu á umsóknum á fundum nefndar-
innar er ávallt fjallað um menntunarmál tækni-
fræðinga, inntökuskilyrði, námslengd, samsetningu námsins og atvinnuskilyrði tækni-
fræðinga að námi loknu. Aukin fjölbreytni í námi samhliða fjölgun námsbrauta í THI
hefur leitt af sér aukna aðsókn i tæknifræðinám. Við slíka breytingu er þó mikilvægt að
þess verði ávallt gætt að huga vel að undirstöðugreinum tæknifræðinnar svo að ekki
verði dregið úr námskröfum heldur gerðar auknar kröfur í þessum greinum.
Hvað varðar aðalverkefni nefndarinnar, sem er að standa vörð um gæði náms þeirra sem
mega kalla sig tæknifræðinga, þá hefur sú vinna aukist. Ástæður þess eru hugsanlega
þær að fólki þykir akkur í því að geta kallað sig tæknifræðing og leitast við að sækja inn
í félagið, þó svo það uppfylli ekki skilyrði fyrir inngöngu, og eins það að breidd náms-
framboðs er að aukast. Þetta kallar á aukna vinnu nefndarmanna, jafnvel þótt mat á námi
flestra sem eru samþykktir sé yfirleitt nokkuð einfalt. Þó eru alltaf nokkrar umsóknir sem
tekur lengri tíma að meta og á það ekki síst við þá sem að lokum er hafnað.
Fjöldi umsókna íTFÍ 2003-2004 Samþykkt Synjað'
Ósk um inngöngu og starfsheiti 36 5
Endurinnkoma 5
Ungfélagar sem sóttu um fullgilda félagsaðild 5
Innganga alls 46
Umsókn um starfsheiti 6
Umsóknir um ungfélagaaðild 10
Heildarfjöldi umsókna 62
Löggildingarnefnd TFÍ
í löggildingarnefnd sitja þeir Árni Guðni Einarsson rafmagnstæknifræðingur, Ragnar
Kristinsson véltæknifræðingur og Ragnar Georg Gunnarsson byggingartæknifræðingur,
formaður nefndarinnar.
Löggildingarnefndin hélt níu fundi og voru tekin fyrir sextán mál á starfsárinu, níu mál
frá byggingatæknifræðingum og sjö mál frá rafmagnstæknifræðingum. Voru níu mál
samþykkt, sex frestað og einu synjað.
Samþykktar umsóknir frá nefndinni voru fjórar frá byggingartæknifræðingum og fimm
frá rafmagnstæknifræðingum. Skýringar á fjölda umsækjenda er að erindi berast oftar en
einu sinni til nefndarinnar.
2 5
Félagsmál Vfí/TFÍ