Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Side 34
Samtaka atvinnulífsins. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum. í flokki fyrirtækja hlaut
Eimskip þau, í flokki fræðsluaðila var verðlaunahafinn Eftirmenntun vélstjóra og í
opnum flokki var það Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Átta manns skipa stjórn Menntar, tveir eru tilnefndir af ASÍ, tveir af Samtökum
atvinnulífsins, tveir af Iðnmennt (Sambandi iðnmenntaskóla), einn af Samstarfsnefnd
háskólastigsins og einn af Samstarfsnefnd um menntun í iðnaði. Núverandi formaður er
Garðar Vilhjálmsson, fulltrúi ASÍ (frá Eflingu).
Nýr framkvæmdastjóri Menntar, Aðalheiður Jónsdóttir, hóf störf á árinu. Skrifstofa sam-
takanna er á Grensásvegi 16a og starfsmenn eru fjórir auk framkvæmdastjóra. Vefsíða
MENNTAR er www.mennt.net. Þar má finna frekari upplýsingar um samtökin.
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd VFÍ, TFÍ, AV og SV
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd VFÍ, TFI, AV og SV (ENSÍM) starfar að endur-
menntunarmálum félaganna. Á vegum nefndarinnar eru starfandi þrír faghópar á eftir-
farandi sviðum: véla- og iðnaðarsviði, rafmagns- og tölvusviði og byggingar- og
umhverfissviði. Nefndin hefur einnig samstarf við arkitekta varðandi námskeiðahald.
ENSIM-nefndin og faghóparnir héldu nokkra fundi á starfsárinu.
Nefndin vinnur meðal annars með Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands (EHÍ) að
því að bjóða upp á endurmenntunarnámskeið í tæknigeiranum. Alls var boðið upp á um
tíu námskeið hjá EHÍ sem er nokkur fækkun frá árinu áður og endurspeglar það þann
vanda sem að ofan er rakinn.
islandsnefnd FEANI
VFI og TFÍ eru aðilar að FEANI, Evrópusamtökum verkfræðingafélaga og tækni-
fræðingafélaga. I hverju aðildarlandi starfa landsnefndir og standa VFÍ og TFÍ sameigin-
lega að Islandsnefnd FEANI. Félögin skiptast á um að hafa formennsku í nefndinni á
tveggja ára fresti og hefur fulltrúi TFI, Jóhannes Benediktsson, gegnt formennsku í
nefndinni síðastliðið starfsár. Nefndarmenn á starfsárinu voru Jóhannes Benediktsson,
Eiríkur Þorbjörnsson og Páll Á. Jónsson fyrir TFÍ og Steindór Guðmundsson, Guðleifur
M. Kristmundsson og Sigurður Brynjólfsson fyrir VFÍ. Jón Vilhjálmsson situr auk þess í
nefndinni sem formaður Eftirlitsnefndar FEANI á íslandi.
Aðalfundur FEANI er haldinn í september á hverju ári í einhverju aðildarlandanna, sem
voru 25 talsins fyrir aðalfundinn. Hafði þeim þá fækkað um tvö frá árinu áður, þar sem
Noregur og Frakkland hafa hætt þátttöku. íslandsnefndin hefur lagt áherslu á að senda
fulltrúa á aðalfundinn á hverju ári og er það að jafnaði formaður nefndarinnar sem hann
sækir. Nú átti formaðurinn hins vegar ekki heimangengt og sótti Steindór Guðmundsson
fundinn í hans stað.
FEANI starfar einkum í þremur málaflokkum og haldnir eru nokkrir fundi á ári þar sem
fulltrúar aðildarlandanna hittast og vinna að viðkomandi málaflokki. Þessir málaflokkar
eru í fyrsta lagi endur- og símenntunarmál (Continuing Professional Development,
CPD). I öðru lagi eru það menntamál, úttekt á námsbrautum og eftirlit með veitingu
Eur.Ing.-titilsins (European Monitoring Committee, EMC). I þriðja lagi eru svo
Evrópumálin, áhrif tæknimanna í Evrópu og samskipti við ESB.
3 2
Arbók VFl/TFl 2004