Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Síða 35
1.3.2 Skýrslur sameiginlegra fastanefnda VFÍ/TFÍ
starfsárið 2003-2004
Viðskiptanefnd - afslættir til félagsmanna VFÍ/TFÍ
Viðskiptanefnd var skipuð eftirtöldum: Gísli Þórður Elíasson, TFÍ, formaður, Ársæll
Aðalsteinsson, VFÍ, Arna Guðmundsdóttir, VFÍ og Þorsteinn Birgisson, TFÍ. Nefndin kom
alloft saman á starfsárinu og fór í gegnum þau mál sem að henni snúa. Samningar um
afslátt á vöru og þjónustu voru endurnýjaðir og nýir samningar gerðir eins og sjá má á
heimasíðu félaganna.
Otgáfunefnd VFÍ og TFÍ
VFÍ og TFÍ standa sameiginlega að útgáfunefnd félaganna. í útgáfunefnd voru á starfs-
árinu eftirtaldir, frá VFÍ Ólafur Pétur Pálsson formaður, Kristinn Andersen og Ragnar
Ragnarsson, ritstjóri Árbókar. Frá TFÍ voru Árni Þór Árnason og Óli Jón Hertervig. Blað-
nefnd Verktækni var skipuð nýjum fulltrúum að þessu sinni, en hana skipa þeir Ólafur
Pétur Pálsson, VFÍ, og Árni Þór Árnason, TFÍ, auk Sveinbjargar Sveinsdóttur frá Stéttar-
félagi verkfræðinga, en hún er formaður blaðnefndar. Þungamiðjan í útgáfumálum félag-
anna hefur síðastliðið ár, eins og undanfarin ár, verið útgáfa Verktækni og Árbók VFI/TFÍ.
Verktækni
Sigrún Hafstein hefur gegnt störfum ritstjóra Verktækni undanfarin ár og öfluga og
reglubundna útgáfustarfsemi blaðsins ber ekki síst að þakka henni. Blaðið var gefið út
mánaðarlega á árinu 2003, utan tveggja sumarmánaða. Mánaðarlegt upplag blaðsins var
um 3000 eintök og blaðinu var dreift endurgjaldslaust til félagsmanna, en að auki til
fjölmiðla, auglýsenda og ýmissa fyrirtækja og stofnana. Ritstjórn og rekstur blaðsins er í
góðum farvegi, fjármál Verktækni hafa í meginatriðum gengið eftir áætlunum á árinu og
eru reikningar blaðsins endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda.
Árbók VFÍ/TFÍ
Ragnar Ragnarsson hefur ritstýrt Árbók VFÍ/TFÍ og útgáfa hennar hefur verið með mikl-
um ágætum. Við útgáfu Árbókar er fylgt fimm ára samningi sem gerður var við ritstjóra
fyrir um tveimur árum. Þær útlitsbreytingar sem gerðar voru á bókinni við síðustu út-
gáfu, bæði á kápu og innra skipulagi, hafa mælst vel fyrir, svo og að bókin skuli nú öll
vera pentuð í lit. Árbók 2003 kom út 1. desember 2003 og var hún að þessu sinni 338 síður.
Fjöldi eintaka var aukinn úr 2000 í 2050 vegna fjölgunar félagsmanna beggja félaga.
Upplýsingatæknihópur
Frá haustdögum 2000 hefur starfað hópur um upplýsingatækni með tiltölulega óform-
legum hætti, með þátttöku félaga úr VFÍ og TFÍ, auk einstaklinga sem standa utan félag-
anna og fást við upplýsingatæknimál.
Hópurinn hefur frá upphafi staðið fyrir tveimur ráðstefnum á sviði upplýsingatækni.
Kristinn Andersen hefur til þessa leitt starf hópsins, sem samtals telur um 30 manns.
3 3
Félagsmál Vfl/TFf