Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Blaðsíða 36
Starf hópsins hafði verið með minnsta móti og kominn var tími til að koma því í nýjan
farveg. Síðari hluta febrúar 2004 kom fram áhugi á að efla hann að nýju, bæði frá ein-
stökum félögum VFÍ og frá stjórn RVFÍ. í framhaldi af því var boðað til fundar 26. febrúar
2004 meðal allra félagsmanna VFÍ, TFÍ og þeirra sem myndað hafa hópinn.
Markmið fundarins var að:
1. Taka stöðuna á hópnum og kanna áhuga á að starfinu yrði haldið áfram.
2. Fara yfir viðfangsefni sem hópurinn gæti sinnt.
3. Finna hópnum eða viðfangsefnum hans farveg.
Allnokkrir boðuðu forföll en höfðu áhuga á að taka áfram þátt í hópnum en aðrir mættu.
Samtals sýndi því um 2030 manna hópur áhuga á viðfangsefninu í þessari atrennu.
Á fundinum kom fram að nauðsynlegt væri fyrir VFÍ, TFÍ og tengd félög að sinna faglegu
starfi um upplýsingatæknimál. Fram komu ábendingar um að leggja rækt við
framtíðarsýn í upplýsingatækni, t.d. í tengslum við nýja tækniþróun, svo sem örtækni, og
í tengslum við vaxandi þátt upplýsingatækni á nýjum sviðum og daglegu lífi. Þá var bent
á að sérhæfðum sviðum upplýsingatækni, t.d. sem snúa að verkfræðingum og tækni-
fræðingum, mætti sinna sérstaklega. Má í því sambandi nefna hugbúnað í rauntíma-
kerfum, stýringar og fjarskiptatækni, iðnstýringar, nýjungar í rafeindatækni og örtækni
o.fl. Ennfremur kom til umræðu að hugbúnaðarverkfræði væri nú kennd við HI og fram
kom áhugi á að þessi nýja verkfræðigrein yrði kynnt betur. Að öðru leyti voru fundar-
menn opnir fyrir öllum hugmyndum um áhugaverð viðfangsefni.
Varðandi framtíð hópsins var samþykkt að RVFÍ tæki við umsjón hans í þeim tilgangi að
gefa honum formlegan farveg og efla starfið. Jafnframt var samþykkt að hópurinn skyldi
áfram vera opinn eins og verið hefur, án tillits til félagsaðildar, enda hefur það styrkt starf
hans til þessa. Á fundinum kom fram áhugi meðal þátttakenda á að leggja stjórn RVFÍ lið
við að efla faglega umræðu um upplýsingatækni og standa því vonir til að þetta starf fari
vel af stað á næstunni.
Norðurlandsdeildir - NVFÍ og NTFÍ
Eins og undanfarin ár hefur verið góð samvinna á milli Norðurlandsdeilda verkfræðinga
og tæknifræðinga og hafa deildirnar staðið að flestum viðburðum saman og einnig hafa
stjórnir félaganna fundað sameiginlega eftir þörfum. f starfseminni hefur verið lögð
áhersla á fyrirtækjaheimsóknir, kynnisferðir, sameiginlegar skemmtanir, samlokufundi
og endurmenntunarmál félagsmanna.
Útsendingum á samlokufundum frá Engjateigi var framhaldið vorið 2003. Þær lögðust
síðan af um haustið sökum vandræða með aðstöðu á Akureyri. Þó var haldinn einn fund-
ur í fjarfundarstofu Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri.
27. september 2003 var farin dagsferð á framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka. Ferðin var
vel heppnuð og þátttaka góð. Sveinn Jónsson verkfræðingur á Egilsstöðum var leiðsögu-
maður í þessari ferð og stóð sig með prýði eins og árið áður.
NVFÍ ásamt NTFÍ styrkti og lagði nafn sitt í kynningu á fyrirlestrum þriggja arkitekta frá
EON í Reykjavík og AVFi ehf. á Akureyri. Fyrirlestrarnir voru 20. nóvember 2003 í safn-
aðarheimilinu á Akureyri.
13. febrúar 2004 var sameiginlegur fundur NVFÍ og NTFÍ með formönnum VFÍ, TFÍ og
SV og framkvæmdastjórum VFI, TFÍ og SV og fulltrúa úr stjórn KTFÍ í Gamla Lundi á
Akureyri. Aðalmálefni fundarins var skýrsla um sameiningu félaganna á landsvísu. í
framhaldi af fundinum var haldið síldarkvöld þar sem ræðumaður kvöldsins var Ingi
Björnsson, útibússtjóri íslandsbanka á Akureyri.
Arbók VFl/TFl 2004