Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 57
FÉLÖG TENGD VFÍ OG TFÍ
1.8.1 Lífeyrissjóður verkfræðinga
Ársskýrsla stjórnar Lífeyrissjóðs verkfræðinga
stjórnartímabilið 22.maí 2003-29. apríl 2004
I þessari skýrslu um starfsemi sjóðsins á árinu 2003 er efninu skipt í þrjá meginhluta:
• Avöxtun fjármuna sjóðsins og fjármál hans að öðru leyti.
• Réttindi sjóðfélaga og stjórnunarmálefni.
• Rekstur sjóðsins og þjónustu við sjóðfélaga.
Ávöxtun sjóðsins og fjármál
Arið 2003 var með betri árum í sögu lífeyrissjóðsins hvað ávöxtun varðar. Fjárfestingar-
tekjur voru jákvæðar um 1.637 milljónir króna og raunávöxtun sjóðsins var jákvæð um
9,67%.
Þetta stafaði einkum af hækkun hlutabréfaverðs innanlands og á helstu mörkuðum
erlendis, en hins vegar varð styrking íslensku krónunnar til þess að draga úr ávinningi af
erlendum eignum. Nafnávöxtun íslenskra hlutabréfa í eigu sjóðsins var afar góð, 54,4%,
og var um 4% betri en vegin viðmiðunarvísitala safnsins. Nafnávöxtun erlendra hluta-
bréfa í eigu sjóðsins var jákvæð um 21,3% í krónum (37,7% í dollurum) og var um 7,1%
betri en vegin viðmiðunarvísitala erlenda safnsins.
Eignir sjóðsins í erlendum gjaldmiðlum námu í lok ársins 2003 alls 3.498 milljónum króna
og höfðu hækkað um 39,7% milli ára. Vægi þeirra í heildareignum sjóðsins var 23,7%, en
var 20,8% í lok ársins 2002.
Eins og á undanförnum árum hefur megnið af erlendum eignum verið í stýringu hjá
Morgan Stanley í London. Þar hafa skipst á skin og skúrir á liðnum árum. Á árunum
1997-1999 var ávöxtun mjög góð, á árunum 2000-2002 var hún neikvæð, en í fyrra fór
sólin aftur að skína. Hlutabréfasafnið hækkaði um 37% í dollurum á árinu, fór um 6,2%
ofar en viðmiðunarvísitalan. Var þetta í samræmi við fyrri reynslu af uppsveiflu. Safnið
ýkir hreyfingar hlutabréfavísitölunnar, bæði á uppleið og niðurleið. Breytanleg
5 5
Félagsmál VFl/TFl