Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Síða 58
skuldabréf komu einnig vel út á árinu,
hækkuðu um 18,4% í dollurum, tæpum 5%
meira en viðmiðunarvísitalan.
Sjóðurinn hefur ekki lagt nýja fjármuni til
eignastýringar hjá Morgan Stanley, heldur
leitast við að auka fjölbreytni og dreifa
áhættu með því að fjárfesta hjá öðrum
aðilum og í annars konar verðbréfasöfnum.
Þar er um smærri fjárhæðir að ræða í hverju
tilviki og er ekki ástæða til að telja það upp
hér. Þessi söfn og sjóðir hækkuðu almennt á
tímabilinu og var frammistaðan á líku róli og
viðmiðunarvísitölurnar, enginn skaraði veru-
lega fram úr og enginn dróst verulega aftur
úr. Með aukinni fjölbreytni er þess vænst að
sveiflur erlenda safnsins verði minni og þar
með fjárfestingaráhættan.
Eignir sjóðsins í íslenskum krónum námu í
lok ársins 2003 11.248 milljónum króna og
höfðu hækkað um 18,3% milli ára. Vægi
þeirra í heildareignum sjóðsins var 76,3%, en
var 79,2% í lok ársins 2002.
Þrjú fjármálafyrirtæki stýra innlendum
verðbréfasöfnum fyrir sjóðinn: Hlutabréfa-
safnið sem Kaupþing stýrir skilaði um 54,4%
nafnávöxtun eða 50,3% raunávöxtun. Var
það jafnframt hæsta raunávöxtun sem
undirflokkur verðbréfasafns sjóðsins skilaði
á síðasta ári. Islensk verðbréf á Akureyri
stýra eignasafni í ríkisverðbréfum, hús- og
húsnæðisbréfum og fyrirtækjaskuldabréfum,
sem skilaði um 12,2% nafnávöxtun eða 9,3%
raunávöxtun. SPRON stýrir eignasafni í
skammtímaverðbréfum. Nafnávöxtunin á
síðasta ári nam um 10% og raunávöxtunin
var 7,1%.
Aðrar eignir í íslenskum krónum eru í vörslu
lífeyrissjóðsins sjálfs. Ymis eldri skuldabréf,
einkum ríkisfyrirtækja og sveitarfélaga, og
nýleg fyrirtækjabréf bera yfirleitt á bilinu
6-8% raunávöxtun. Þessi hluti safnsins fer
minnkandi því að framboð á nýjum bréfum
með þessum vaxtakjörum er afar lítið. Sjóð-
félagalán, sem eru rúmur fjórðungur heildar-
eigna sjóðsins, bera 3,5% raunávöxtun.
Fjármunir sjóðsins skiptast á tvær deildir,
samtryggingardeild og séreignardeild.
Vöxtur samtryggingardeildar sjóðsins varð
verulegur á árinu. Iðgjöld jukust um 6,1%
milli ára en hækkun á hreinni eign deildar-
innar varð 21,8% eða 2.536 milljónir króna.