Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 60
Um leið og verðtrygging var tekin upp árið 1990 var skilgreindur varasjóður til að halda
að lágmarki uppi tilteknu hlutfalli verðtryggingar. Með þessu var komið í veg fyrir að
elstu sjóðfélagarnir hefðu enn lægri lífeyrisrétt, jafnvel 50-60% af fullri verðtryggingu.
Lágmarkshlutfall verðtryggingar var 80% til að byrja með, eins og verið hafði fram að
því, en hlutfall þetta mátti samkvæmt samþykktunum hækka eða lækka eftir afkomu
varasjóðsins. Hlutfallið var síðar hækkað upp í 90%. Þetta var mögulegt m. a. af því að
eins og hagnaðarúthlutun var framkvæmd af sjóðnum léttust byrðar varasjóðsins.
Gerður var ágreiningur um framkvæmd hagnaðarúthlutunar. Hinir eldri vildu hagnað
ofan á 80% lágmarkið, en sjóðurinn úthlutaði fyrst hagnaði og hækkaði menn síðan upp
í 80%, sem aftur létti byrðar varasjóðsins. Um leið var gerð (aðal)krafa um 100%
verðtryggingu.
Hæstiréttur féllst ekki á 100% verðtryggingu, en samþykkti kröfur um hagnað ofan á
80%.
í kjölfar þessara dóma voru á aðalfundum árið 2000 gerðar breytingar á samþykktunum
eins og áður var nefnt. Jafnframt var verðtryggingarhlutfall lækkað úr 90% í 80%, enda
höfðu með dómunum verið lagðar auknar byrðar á varasjóðinn. Hlutfallið hefði raunar
þurft að fara enn neðar, en ráðgjafar sjóðsins töldu það ekki ráðlegt.
Nú gera sjóðfélagar ágreining um þessa lækkun verðtryggingarhlutfalls úr 90% í 80%.
Rétt er að taka fram að með þeim hagnaðarúthlutunum, sem fram fóru á 10. áratug síð-
ustu aldar, hafa þeir sem höfðað hafa mál gegn sjóðnum talsvert yfir 100% verðtryggingu
réttinda miðað við núgildandi réttindaákvæði.
Allir hafa rétt á að gera ágreining og fara með hann fyrir dómstóla. Málaferli sjóðfélaga
gegn sjóðnum hafa reyndar skaðað ímynd hans. Það eru þó ekki rök fyrir því að semja
skuli við þá sem gera ágreining þegar ágreiningur snýst um grundvallaratriði.
Málin þrjú eru rekin fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. í marsmánuði var lokið framlagningu
gagna og var munnlegur málflutningur 1. október 2004.
Inntökuskilyrði sjóðsins
Fyrir rúmum tíu árum voru inntökuskilyrði sjóðsins rýmkuð þannig að stjórninni var
heimilað að taka inn f sjóðinn þá sem lokið hefðu 90 eininga námi við Háskóla íslands eða
sambærilegu námi, enda væru allir stjórnarmenn sammála slíkri ákvörðun. Þegar þessi
breyting var gerð var rætt um að skynsamleg væri að stefna að því að stækka sjóðinn með
því að taka inn nýja félaga. Enn fremur höfðu menn í huga að þá var í smíðum lagafrum-
varp um starfsemi lífeyrissjóða og á tímabili var í frumvarpinu krafa um 5000 félaga í
hverjum lífeyrissjóði að lágmarki. í núgildandi lögum er hins vegar krafa um 800
sjóðfélaga að lágmarki.
í framkvæmd hefur það verið svo að allir sem lokið hafa 90 eininga háskólanámi hafa
verið teknir inn í sjóðinn.
Tillaga kom fram um það í stjórninni að þrengja þessi inntökuskilyrði á ný. Röksemdin
fyrir því var m. a. að verkfræðingar og skyldar stéttir væri einsleitur hópur sem hagstætt
væri að hafa saman í lífeyrissjóði. Á móti kom röksemd um hagkvæmni þess að stækka
sjóðinn með fjölgun félaga. Meirihluta stjórnar fannst ekki rétt að gera breytingar á
framkvæmd þessa ákvæðis.
I áframhaldinu kom síðan fram tillaga um það í stjórninni að ákvæði sjóðsins um aðild
yrði fært að framkvæmdinni eins og hún er nú. Sú tillaga var samþykkt í stjórninni og
verður sú breyting samþykktanna borin undir aðalfundinn.
5 8
Arbók VFl/TFl 2004