Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 84
Innlendur fjármálamarkaður
Skammtimavextir og
vaxtamunur við útlönd.
Heimild:Seð!abanki Islands.
Avöxtunarkrafa skulda-
bréfa.
Heimild: Seðlabanki fslands.
Peningamarkaður og gengi
Gengi íslensku krónunnar styrktist á síðustu mánuðum ársins 2003
og stóð gengisvísitalan í árslok í 123,4 stigum en var í lok ársins
2002 124,9 stig.
Peningamagn og sparifé (M3) í umferð jókst mikið á árinu 2003 og
nam tólf mánaða vöxtur þess 23,7% í lok nóvember. Aukið
peningamagn má meðal annars rekja til reglubundinna gjaldeyris-
kaupa Seðlabankans sem hafa í serm styrkt lausafjárstöðu innláns-
stofnana og haldið aftur af styrkingu krónunnar.
Innlend útlán og markaðsverðbréf innlánsstofnana jukust mjög á
árinu 2003 og var tólf mánaða vöxtur til nóvemberloka 25,8%
samanborið við 13,6% aukningu á sama tíma árið áður. Mesta
aukningin var sem fyrr í útlánum til fyrirtækja sem jukust um
18,5%.
Skuldabréfamarkaður
Mikil viðskipti einkenndu innlendan skuldabréfamarkað á árinu
2003 og jókst veltan um rúmlega fjórðung frá árinu 2002.
Ávöxtunarkrafa verðtryggðra og óverðtryggða skuldabréfa fór
lækkandi fram á haustmánuði 2003 en þá fór ávöxtunarkrafa
óverðtryggðra ríkisbréfa að hækka, sem má meðal annars rekja til
væntinga um vaxtahækkanir Seðlabankans og aukna verðbólgu.
Viðskipti erlendra aðila með innlend skuldabréf jukust mjög
mikið. Þannig reyndust erlendir aðilar vera nettókaupendur
innlendra skuldabréfa fyrir rúmlega 13 milljarða króna á fyrstu níu
mánuðum ársins 2003 sem er 67% aukning frá árinu áður.
Hlutabréf
Vísitölur á hlutabréfa-
mörkuðum.
Heimild: Búnaðarbanki
íslands og Morgan Stanley
Capital International.
Velta með innlend hlutabréf jókst verulega á nýliðnu ári, eða um
72% frá árinu 2002. Úrvalsvísitalan hækkaði mjög á árinu 2003, eða
um 56,4%, og endaði í lok ársins í 2.114 stigum. Þetta er mesta
árshækkun vísitölunnar frá upphafi. Mestar hækkanir voru hjá
fyrirtækjum í lyfja- og fjármálageiranum. Erlendar hlutabréfa-
vísitölur hækkuðu einnig á árinu 2003 en þó mun minna en hin
íslenska. Heimsvísitala Morgan Stanleys hækkaði um 30%,
FTSELundúnavísitalan um 13Wfo og S&P 500 vísitalan um 26%.
Á meðfylgjandi mynd er þróun Úrvalsvísitölunnarborin saman við
þróun heimshlutabréfavísitölu Morgan Stanley. Úrvalsvísitalan
þróaðist í takt við heimsvísitöluna fram til ársloka 2001 en frá þeim
tíma hefur hún farið sínar eigin leiðir. Bendir þetta til þess að verð
hlutabréfa hér á landi sé ekki eins háð þróun heimsmála og hluta-
bréfavísitölur erlendis. Hins vegar eru þrjú félög sem vega samtals
um fjórðung Úrvalsvísitölunnar með stærstan hluta umsvifa sinna
erlendis og því mætti ætla að ytri aðstæður gætu farið að hafa
ríkari áhrif á þróun innlends hlutabréfamarkaðar.
8 2
Arbók VFl/TFl 2004