Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 85
ORKUMÁL
Orka og orkuverð 2003
Orkunotkun og orkuvinnsla
Heildarvinnsla á orku og notkun á innfluttri orku nam 143,4 PJ á árinu 2003 á móti 144,0
PJ árið á undan. Lækkaði hún því um þriðjung úr prósentu, en orkunotkun á mann
lækkaði um tæpt eitt prósent milli ára.
Meðalorkunotkun hvers íslendings er sjöföld meðalnotkun annarra jarðarbúa.
Við vinnum tæp 72% af okkar orku úr endurnýjanlegum orkulindum. Hlutfall slíkra
orkulinda í orkubúskap heimsins er aðeins 10%.
Raforkuvinnsla jókst um 1% frá fyrra ári. Sala raforku til stóriðju jókst um 0,4% og um
2,6% til almennings. Samtals nam raforkuvinnslan 8495 GWh eða 29,4 MWh á hvern
íbúa, sem er meira en í nokkru öðru landi.
Hlutur vatnsorku í heildarorkunotkun landsmanna var 17,8%.
Vinnsla raforku með jarðhita var 1406 GWh á árinu 2003 á móti 1433 árið á undan.
Hlutdeild jarðhitans í heildarorkunotkuninni var 53,9%.
Hlutur innfluttrar orku (jarðefnaeldsneytis) í heildarbúskapnum nam 28,3%. Hlutfallið
stóð í stað frá fyrra ári.
Verðlag á orku
Niðurgreiðslur á orku stóðu í stað.
Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði um 2% 1. ágúst 2003.
Rafmagnsveitur ríkisins, Orkubú Vestfjarða, Selfossveitur og Rafveita Reyðarfjarðar
hækkuðu sínar gjaldskrár til samræmis við Landsvirkjun, en Orkuveita Reykjavíkur
hækkaði sína í tveimur áföngum, samtals um 4,7%.
Hitaveita Suðurnesja var með óbreytta gjaldskrá á Suðurnesjum en hækkaði í
Vestmannaeyjum um 3%.
Orkuveita Húsavíkur hækkaði hins vegar um 5,5%. Norðurorka hf. á Akureyri hækkaði
fastagjaldið mikið þannig að hækkun til heimila var 12%.
Aðeins á Suðurnesjum og hjá þeim rafveitum sem fylgdu Landsvirkjun var um raun-
hækkun að ræða miðað við vísitölu neysluverðs.
Meðalhækkun raforku til heimila var 3,9%.
8 3
Tækniannáll