Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 129
Fræðsla og ráðgjöf
Fræðslu- og ráðgjafadeild býður starfs- og réttindanám fyrir starfsmenn í þjónustu og
iðnaði, námskeið sem haldin eru fyrir fyrirtæki og starfshópa auk þróunar á námsefni
fyrir ýmsa starfshópa. í flokki starfs- og réttindanáms má nefna námskeið fyrir þjónustu-
stjóra, hollustuhætti á vinnustöðum, gæðastjórnun þjónustuliða, stjórn mötuneyta og
umsjón fasteigna. Meðal þróunarverkefna deildarinnar má nefna þróun og undirbúning
réttindanáms fyrir umsækjendur leyfis til fólks- eða farmflutninga. Undirbúin var náms-
braut fyrir þjónustuliða, þ.e. fagfólk á öllum sviðum ræstinga. Þá var unnið að þróun á
námsefni um meðferð grænmetis og ávaxta fyrir starfsmenn verslana, dreifingar- og
pökkunarstöðva og heildsala. Alls voru haldin 66 námskeið, flest um stjórn vinnuvéla,
eða 22 námskeið, og verkstjórnarnám fyrir millistjórnendur, 9 námskeið. Þátttakendur á
námskeiðum Fræðslu- og ráðgjafadeildar voru alls 1034.
Impra nýsköpunarmiðstöð
Upplýsingamiðlun, handleiðsla og stuðningur
Impra nýsköpunarmiðstöð hvetur til fumkvöðlastarfs og nýsköpunar meðal fyrirtækja
og einstaklinga um allt land. Þjónusta Impru byggist á tveimur aðalþáttum. Annars vegar
á upplýsingamiðlun og handleiðslu fyrir fumkvöðla og lítil fyrirtæki og hins vegar á
þróun og rekstri stuðningsverkefna sem taka á afmörkuðum þáttum í starfi lítilla og
meðalstórra fyrirtækja, s.s. vöruþróun, nýsköpun, markaðsmálum greiningu á tækniþörf
o.fl. Megináhersla er lögð á að styrkja atvinnulífið með því að auka þekkingu og hæfni.
Verkefni Impru nýsköpunarmiðstöðvar greinast í nokkur svið; frumkvöðlasetur,
Evrópumiðstöð, stuðning við frumkvöðla og einstaklinga og stuðning við starfandi
fyrirtæki. Starfsstöðvar Impru eru á Akureyri og í Reykjavík.
.. 111...1
'W imw
■ l s
1 ijl iAs^; s 1 .
o * .j^V WTW w m
Útskriftarhópur kvenna af Brautargengisnámskeiði.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 2 7