Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 175
Flugfjarskiptastöðin í Gufunesi
Brandur St. Guðmundsson er stúdent frá MH 1974. Hann lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Hi 1978 og MSc. í raf-
magns- og tölvuverkfræði frá University of Massachusetts at Amherst 1982. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá
Raunvísindastofnun Háskóla Islandsl 978-1981, hjá Hugrúnu hf. 1982-1983, Verkfræðistofnun Háskóla (slands
1983-1994 og var jafnframt aðjunkt við vélaverkfræðiskor Háskóla Islands 1987-1994, hjá flugleiðsögusviði
Flugmálastjórnar Islands 1994-2000 en hefur veitt þróunarstofu Flugmálastjórnar Islands forstöðu frá árinu 2000.
Brandurtókvið starfi framkvæmdastjóra hjá Flugfjarskiptum ehf. íjúní á árinu 2004.
Þorgeir Pálsson stundaði nám í flugverkfræði við Massachusetts Institute of Technology og lauk þaðan doktorsprófi
árið 1971 með stýri-og flugleiðsögutækni sem sérgrein.Hann starfaði hjá Reiknistofnun Háskólansfrá 1971 til loka
ársins 1972, þegar hann réðist sem verkfræðingur til The Analytic Sciences Corp. í Reading ÍMassachusetts. Árið 1976
varð hann dósent í kerfisverkfræði við verkfræðideild Háskólans og prófessor árið 1986 jafnframt því að vera forstöðu-
maður Kerfisverkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskólans, sem hann stofnaði árið 1978. Þorgeir tók við stöðu flug-
málastjóra á miðju ári 1992. Hann var kosinn forseti 29. þings Alþjóðafiugmálastofnunarinnar árið 1995.
Inngangur
Fjarskiptastöðin í Gufunesi hefur um áratugaskeið þjónað fjarskiptum bæði við flugvélar
og skip. Stöðin var lengst af rekin af Póst- og símamálastofnun ríkisins, sem hafði einka-
leyfi á öllum fjarskiptum hér á landi. Arið 1997 var Pósti og síma breytt í hlutafélagið
Landssímann hf., sem hélt áfram rekstri fjarskiptastöðvarinnar á sama grundvelli og
áður, allt fram á árið 2004. Þá um vorið keypti hlutafélagið Flugfjarskipti ehf. fjarskipta-
stöðina og tók við rekstri hennar 1. júní 2004. Flugfjarskipti er nýtt hlutafélag, sem er að
fullu í eigu Flugmálastjórnar Islands. Jafnframt var gerð sú breyting á rekstrinum í
Gufunesi að svonefnd Vaktstöð siglinga, sem samanstendur af afgreiðsluþjónustu við
skip og sjálfvirka tilkynningakerfið, var færð til Neyðarlínunnar hf., sem tók við þessari
þjónustu samkvæmt samningi við Siglingastofnun. Hér verður gerð grein fyrir starf-
seminni í Gufunesi, rakið hvernig stefnt er að því að bregðast við minnkandi þörf fyrir
talviðskipti við flugvélar, sem búist er við vegna nýrrar fjarskiptatækni. Þá verður fjallað
um þá hagræðingu sem stefnt er að með nánara samstarfi við Flugmálastjórn.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 7 3