Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 180
Neyðarlínan megnið af þeim búnaði sem þarf til að veita þessa þjónustu en gerði sam-
komulag við Flugfjarskipti um tæknilegan rekstur. Búnaðurinn sem tilheyrir þessum
kerfum er staðsettur á víð og dreif um landið. Viðgerðum úti á landi er sinnt af aðilum á
viðkomandi stöðum undir stjórn frá Gufunesi. Starfsemi Flugfjarskipta í Gufunesi og á
Rjúpnahæð vegna þessarar þjónustu nemur tveimur stöðugildum.
Framtíðarsýn Flugfjarskipta
Ljóst er að umsvif í talviðskiptum við flugvélar fer minnkandi á komandi árum. í dag er
fjarskiptaþjónusta við flugumferð yfir Norður-Atlantshaf veitt frá sex stöðvum sem eru
á Irlandi, í Kanada, Bandaríkjunum, Portúgal og Noregi auk Islands. Fullvíst er að þess-
um stöðvum mun fækka á komandi árum. Um 24% af þeirri umferð sem fer um íslenska
flugstjórnarsvæðið í dag notar gagnaflutning til að gefa stöðumið og á næsta ári mun
Flugmálastjórn taka í notkun svonefndan CPDLC (Controller Pilot Data Link
Communications) búnað, sem gefur kost á enn frekari gagnasamskiptum milli flugvéla
og flugstjórnarmiðstöðvarinnar. Hér kemur á móti að aukin flugumferð, sem spáð er á
næstu árum, mun valda því að þörfin fyrir hefðbundin íjarskipti dregst hægar saman en ella.
Flugfjarskipti eru að búa sig undir þessar breyttu aðstæður á ýmsa vegu. Flugmálastjórn
íslands og Flugmálastjórn írlands hafa undirritað samkomulag um samrekstur fjarskipta-
stöðvanna í Gufunesi og í Ballygirreen á írlandi. Fjarskiptastöðin í Ballygirreen annast
flugfjarskipti fyrir Shanwick flugstjórnarsvæðið sem er suður af íslenska svæðinu og er
stjómað af flugstjórnarmiðstöðinni í Prestwick (svæði 6 á mynd 1). Hugmyndin er sú að
í stað þess að skipta umferðinni milli stöðvanna á mörkum flugstjórnarsvæðanna verði
umferðinni skipt milli stöðvanna þannig að umferðartopparnir hjá hvorri stöð verði sem
minnstir. Þetta mun bæta þjónustuna og væntanlega lækka tilkostnað. A sama tíma munu
stöðvarnar einnig þjóna sem varastöðvar fyrir hvora aðra, sem lækkar stofnkostnað og
rekstrarkostnað þar sem ekki verður nauðsyn á að reisa nýjar varastöðvar. Samrekstur
stöðvanna er nú í fullum undirbúningi og er ráðgert að hefja samrekstur í tilraunaformi
í apríl 2005. I apríl árið 2006 er síðan ráðgert að endanlegt rekstrarform liggi fyrir um
sameinaðan rekstur. Það er trú forsvarsmanna Flugmálastjórnar og Flugfjarskipta að með
samvinnu á þessu formi og stærri rekstrareiningu muni staða stöðvarinnar styrkjast í því
umróti sem liggur fyrir að verður í fjarskiptaþjónustu á Norður-Atlantshafi á komandi árum.
Flugfjarskipti halda áfram að taka virkan þátt í gagnavæðingu samskipta milli flugvéla,
flugrekanda og flugstjórnarmiðstöðva með rekstri nauðsynlegs búnaðar í þessu skyni
bæði á HF- og VHF-tíðnum. Einnig er nú unnið að því innan Flugfjarskipta og hjá Flug-
málastjórn að skoða hvernig megi ná fram hagræðingu með samnýtingu á fjarskipta-
rásum. Ljóst er að með því að sameina leigulínukerfi, sem tengja ísland við aðliggjandi
flugstjórnarmiðstöðvar og búnað, sem rekinn er í Grænlandi og í Færeyjum, eru líkur til
að ná megi umtalsverðri hagræðingu. Hér er um verulegan sparnað að ræða þar sem
kostnaður við leigu á millilandalínum er stór hluti af rekstrarkostnaði samskiptakerfa
Flugmálastjórnar og Flugfjarskipta. A líkan hátt er nú unnið að úttekt á því að sameina
línukerfi Flugmálastjórnar og Flugfjarskipta innanlands. Hingað til hafa verið leigðar ein-
stakar tallínur milli stjórnstöðvanna á Reykjavíkurflugvelli og í Gufunesi og út á þá staði
sem hýsa senda og móttakara eða annan búnað sem nýttur er til þjónustunnar.
Alþjóðaflugmálastofriunin hefur nú samþykkt verkefni þar sem þessum samböndum
verður komið fyrir með nýrri útfærslu. Settur verður upp sérstakur endabúnaður á Suð-
austurlandi, Norðausturlandi og á Vestfjörðum. Búnaðurinn verður tengdur um 2 Mbita
stofnlínur inn til Gufuness og í flugstjórnarmiðstöðina eins og sjá má á mynd 8. Hver
2 Mbita stofnlína getur flutt 30 talrásir, en samkvæmt núgildandi gjaldskrá jafngildir
kostnaður við sex tallínur einni stofnlínu. Samkvæmt áætlunum Flugfjarskipta munu
sparast um 35 m.kr. við þessa breytingu á tíu ára tímabili, sem er afskriftartími bún-
aðarins.
1 7 8
Arbók VFl/TFl 2004