Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 189
• Flókið virðist vera að finna út hvernig eigi að breyta tímabili skjálfta sem birtast á
kortinu. Ekki er heldur hægt að sjá það á kortinu eða neins staðar nálægt því hvaða
tímabil hefur verið valið.
• Laga þarf virknivillur og lagfæra upplýsingar um stærð stórra jarðskjálfta.
• Handbók eða innbyggt hjálparkerfi vantar.
Mælingar
í drögum að staðli ISO/IEC DTR 9126 - 4 [7] eru leiðbeiningar um mælingar á gæðum
við notkun. Mælingar hafa í þessu sambandi einkum gildi til samanburðar. Það er að
segja ef notendaprófanir verða endurteknar eftir endurbætur á kerfinu, þá geta mælingar
staðfest hversu betra eða verra kerfið er orðið.
Við mælingar á virkni er reynt að leggja mat á hvort notendum tekst að ljúka öllum liðum
verkefnisins með nægjanlegri nákvæmni. í staðladrögunum er bent á hvernig hægt sé að
mæla virkni verkefnis (e. task effectiveness) Ml. Hún sýnir hversu stórum hluta
verkefnisins notandanum tekst að ljúka. Ef notandinn lýkur að öllu leyti við verkefnið
tekur M1 því gildið 1. Formúlan fyrir M1 er:
(fl) M1 = 1 - EAj 0 < M1 < 1
þar sem Aj er vægi þeirra liða sem notandanum tekst ekki að ljúka en vægi hvers liðar er
ákveðið fyrir fram með hliðsjón af mikilvægi liðarins fyrir verkefnið í heild.
Talning á villum gefur mikilvægar upplýsingar um hversu vel kerfið virkar, einkum þó
villur með hátt áhrifastig.
Við mælingar á afköstum er mældur tími frá því að notandi hefst handa við að leysa
verkefnið þar til hann lýkur því eða gefst upp. Þar sem það á við gæti einnig þurft að
athuga annan kostnað en tíma og taka inn í útreikningana.
(f2) Ta = tími sem tekur að leysa verkefnið
Verkefnisafköst X (e. task efficiency) metur virkni verkefnis miðað við þann tíma sem það
tekur.
(f3) X = M1 /Ta
þar sem M1 er reiknað út samkvæmt formúlu (fl). Niðurstöður mælinga úr notendapróf-
unum eru birtar í töflu 1.
Tafla l.Mælingar á virkni og afköstum
Verkefni (fi) (f2) (f3)
Virkni Villufjöldi Tími Verkefnis-
verkefnis hátt stig meðaltal afköst
(hlutfall) (m(n.) (hlutfall)
1. Eftirlit með Kötlu 0,78 19 21 0,038
2. Suðurlandsskjálftar 2000 0,89 6 14 0,062
3. Heklugos árið 2000 0,82 6 11 0,075
4. Skjálftar í Skeiðarárjökli 0,62 25 22 0,029
5. Skjálftar 1 Hengli 0,84 7 8 0,105
Af töflunni sést að verkefni 1 og 4 hafa reynst þátttakendum erfiðust. En eins og áður var
nefnt hafa þessar mælingar helst gildi við samanburð á milli prófana.
Ritrýndar vísindagreinar
1 8 7