Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 194
Sundaveita
Mýrargata
Ánanaust
4100 m
úlrás 500 m
úlnSs prýstlplpa
Boðagrandi
Seilugrandi
<G5&.■''«'SVrT • ■- ■■',
Seltjamames
Faxaskjól
hreinsistöð
dælustöð
meginlögn
700 mm þvermál lagnar
innrennsli I kerfi
faasjarmörk
Skerjafjarðarveita
Kópavegur.
Hafnarfaraut,
700 mm
Skeljanes l>'Va'|p|pa
Skildinganes ---------------
Mynd 1. Yfirlit Skerjafjarðarveitu.
Inngangur
Miklar breytingar hafa átt sér stað í fráveitumálum á íslandi á síðustu 10-15 árum. Frá-
veitukerfi hafa verið byggð eða eru á teikniborðinu fyrir stærstu þéttbýlisstaði á íslandi
(Umhverfisstofnun, 2003). Umfangsmestu framkvæmdirnar hafa verið gerðar í Reykjavík
og er í þessari grein fjallað um Skerjafjarðarveitu sem er suðurhluti fráveitukerfis
Reykjavíkurborgar. Skerjafjarðarveita safnar skólpi frá Árbæ, Breiðholti, Fossvogi og
vesturbæ og leiðir að hreinsistöðinni í Ánanaustum þar sem skólpið er grófhreinsað áður
en því er dælt um 4 km útrás út í Faxaflóa. Skólp frá Garðabæ og Kópavogi er tekið inn
á veituna með þrýstilögn yfir Skerjafjörðinn og einnig kemur skólp frá Seltjarnarnesi inn
í veituna. Helstu dælustöðvar og leiðslur veitunnar eru sýndar á mynd 1.
í veitunni eru þrjár dælustöðvar sem dæla meginstraum veitunnar, dælustöð við
Skeljanes, Faxaskjól og síðan útrásardælur hreinsistöðvarinnar í Ánanaustum. Fleiri
dælustöðvar eru í veitunni en þær lyfta allar skólpi frá ákveðnum hverfishluta upp í
meginstrauminn og eru því mun minni umfangs. í þessari grein er lýst hermilíkani sem
lýsir rekstri framangreindra þriggja dælustöðva. Líkanið var byggt með það að markmiði
að besta rekstur dælustöðvanna sem og að kanna áhrif ýmissa mögulegra breytinga á
rekstrinum, t.d. aukningu rennslis með aukinni byggð. Töluverður kostnaður er samfara
dælingu í kerfinu og lætur nærri að það kosti um eina krónu að koma hverjum rúmmetra
vatns í gegnum veituna.
Uppbygging og eiginleikar líkans
Ýmsar leiðir eru mögulegar þegar sett er upp líkan af kerfi dælustöðva. Boomgaard o.fl.
(2002) hafa fjallað um undirbúning bestunar fráveitukerfa og einnig hafa verið byggð
upp hermilíkön af dælustöðvum (Kuo, o.fl.,1991; Yin, o.fl., 1996; Tan, o.fl., 1988). Gerð var
athugun á kostum og göllum þess að notast við sérhæfð forrit eins og MouseTM sem
1 9 2
Arbók V F í / T FI 2004