Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 210
Kerfin hafa verið mikið notuð í verkefnunum. Mikill
meirihluti, eða 72%, notaði verkefnastjórnunarvef-
kerfið nokkrum sinnum í viku eða oftar. Stór hluti
notenda notaði meira að segja kerfið daglega eða
oftar, þetta gildir um 42% Búðarhálsnotenda, 61%
Kárahnjúkanotenda og 36% Elenanotenda.
Kerfin virðast hafa komið sér mjög vel í verkefna-
samskiptum. Allir Búðarháls-, Kárahnjúka- og
Elenanotendur töldu vefkerfið hjálpa sér í verkefna-
samskiptunum að undanskildum 4% Búðarháls-
notenda sem voru ekki vissir.
Þátttakendur voru nokkuð sammála um að við
notkun verkefnastjórnunarvefkerfa:
• er auðveldara að finna gögn,
• verða samskipti í stórum og flóknum verkefnum auðveldari,
• minnkar ekki þörf fyrir skipulagningu.
Þeir voru jafnframt nokkuð sammála um að vefkerfin séu ekki flókin. Flestir notendur
virðast hafa fengið leiðbeiningar um notkun kerfanna og þau hafa almennt verið mikið
notuð í verkefnunum að undanskildu Hjal-verkefninu.
Könnunin sýnir jafnframt að þátttakendunum fannst skipulagning og jákvæð afstaða
þátttakenda vera grundvöllurinn fyrir innleiðingu vefkerfis og að kerfin séu ekki ein-
göngu gagnleg í stórum verkefnum.
Nokkur munur var á niðurstöðunum milli verkefna í einstökum liðum. Búðarháls- og
Kárahnjúka-notendur svöruðu mjög svipað enda voru flestir Kárahnjúkanotendur jafn-
framt Búðarhálsnotendur, en auk þess voru þessir notendur að notast við sama kerfið.
Elena- og Hjalnotendur svöruðu í ákveðnum hlutum könnunarinnar á svipuðum nótum
og gæti það stafað af því að þar er um nokkuð sambærilega notendur að ræða úr
upplýsingatækniiðnaðinum.
Hjal-verkefnið skar sig þó úr hópnum og voru nánast allar niðurstöður frá Hjalnotendum
mjög neikvæðar. Forsendur í Hjal-verkefninu eru nokkuð öðruvísi en í hinum verk-
efnunum þremur þar sem allir þátttakendur í Hjal voru staðsettir í Reykjavík. Hin
verkefnin þrjú eru alþjóðleg verkefni.
Astæða þess að Hjalnotendur skáru sig úr er líklega einkum vegna þess að kerfið var lítið
notað í verkefninu þar sem notendur voru fáir og allir staðsettir í Reykjavík og áttu þar
af leiðandi auðvelt með að funda. Reynsla notenda af kerfinu virðist vera nokkuð
neikvæð. Hugsanlegt er að það stafi af því að kerfið sem notast var við hafi ekki verið eins
notendavænt og hin kerfin. Þó er líklegasta ástæðan sú að skortur virðist hafa verið á að
kenna á vefkerfið og að virkja þátttakendur í notkun þess.
Niðurstöður athugana Helga Þórs Ingasonar (2002a), á verkefnavinnu í námskeiðinu
Verkefnastjórnun I við Verkfræðideild HÍ síðustu ár, benda þó til þess að fámenn og
staðbundin verkefni geti jafnframt haft not af nettengdri verkefnastjórnun [6]. Ekkert ætti
því að vera því til fyrirstöðu að nota vefkerfi í litlum staðbundnum verkefnum að því
tilskildu að kostnaðurinn við það verði ekki of mikill.
Finnst þér verkefnastjórnunarvefkerfiö hjálpa þér i verkefnasamskiptunum?
Heildarniöurstööur
Mynd 4. Nýting verkefnastjórnunarvefkerfa
(vefkerfa) í verkefnasamskiptum.
• fást rekjanleg samskipti,
2 0 8
Arbók VFl/TFl 2004