Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Side 242
Brimvarnargarður milli Miðhólma og Skiphólma 2003-2004
Gerð brimvarnargarðs milli Miðhólma og Skiphólma hófst í byrjun júní 2003. I verkinu
fólst bygging um 350 m langs brimvarnargarðs milli Miðhólma og Skiphólma, að mestu
á 8 til 9 m dýpi. Efnis í hann var aflað með vinnslu grjóts og kjarna í Vestari-Hraungarði
á Kolbeinstanga. Garðurinn var byggður upp úr þremur grjótflokkum og sprengdum
kjarna. I hann fóru um 124.200 m3 af efni, þar af eru um 56.400 m3 grjót og um 67.800 m3
eru sprengdur kjarni.
Verkið var boðið út í apríl 2003. Lægstbjóðandi var Suðurverk hf., bauð kr. 122.191.000,
sem var 81,0% af kostnaðaráætlun og var gengið til samninga við fyrirtækið eftir að úrslit
útboðs lágu fyrir. Verklok voru snemma árs 2004.
Útboð og verktakar
I eftirfarandi töflu er að finna helstu útboð sem fram fóru vegna hafnarframkvæmdanna
á Vopnafirði 1999-2004 og úrslit þeirra.
Dags. samnings Heiti útboðs / verkhluti Verktaki / efnissali Samningsupphæð
Apríl 1999 Dýpkun við löndunarbryggju Dýpkun sf. 77.305.000
Mars 2000 Fylling að löndunarbryggju Eyjólfur Þór Jónsson, Hrísey 11.757.100
Júlí 2000 Kaup á stálþili og festingum Guðmundur Arason 15.171.000
Júní 2000 Rekstur þils, fylling að þili o.fl. Kranaþjónusta Lúvfsar Péturssonar, Selfossi 28.026.095
Febrúar 2001 Viðgerð á stálþili Sæþór ehf. 14.239.500
Ágúst 2001 Dýpkun innsiglingaleiðar Sæþór ehf. 97.500.000
Maí 2002 Þekja á löndunarbryggju o.fl. Mælifell ehf.,Vopnafirði 15.607.760
Maí 2003 Brimvarnargarður Suðurverk ehf. 122.191.000
Maí 2004 Dýpkun við löndunarbryggju o.fl. Sæþór ehf. 16.500.000
Kostnaður
Heildarkostnaðar við endur-
byggingu Vopnafjarðarhafn-
ar 1999-2004 í millj. kr. og
skipting hans milli ríkissjóðs
og sveitarfélags 1999-2004 er
sýndur í eftirfarandi töflu á
verðlagi hvers árs.
Kostnoöur
Heildarkostnaður Hluti ríkissjóðs
Smábátahöfn 5,0 3,0
Löndunarbryggja 123,1 71,2
Dýpkun við löndunarbryggju 77,9 58,4
Dýpkun innsiglingar 128,4 96,3
Brimvarnargarður 119,2 89,3
Alls millj. kr. 453,6 318,1
2 4 0
Arbók VFl/TFl
2 0 0 4