Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 243
EHHÖNNUN
MIKILVÆGI ÍSLENSKRA STEINEFNA
Dr. Borge Johannes Wigum lauk B.Sc.-prófi íjarðfræði frá Háskóla íslands árið 1988, prófi í jarðverkfræði frá NTH í
Þrándheimi 1990 og doktorsprófi frá sama skóla 1995.Starfaði sem deildarstjóri hjá Kontrollrádet for betongpro-
dukter í Noregi 1995-1996. Hann rak eigið fyrirtæki á íslandi undir nafninu ERGO Engineering Geology ehf. árin
1996-2003 en hefur síðan starfað hjá Hönnun hf. Dr. Borge hefur verið formaður fagnefndar í Noregi varðandi alkalí-
virkni í steypu frá 1999, varaformaður Jarðfræðifélags íslands frá 2004 og á sæti í RILEM-nefndTC 191-ARP; Alkali-
Reactivity & Prevention frá 2003.
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands árið 1988 og M.Sc.-prófi í jarðverkfræði frá
University of Strathclyde í Glasgow árið 1993. Hún starfaði sem jarðfræðingur við Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins 1989-1990 og við rannsóknir og kennslu við University of Strathclyde 1993-1995. Þorbjörg stundaði síðan
rannsóknir á árunum 1996-2003 með aðstöðu hjá Háskóla íslands og ERGO Engineering Geology ehf. Hún hefur síðan
starfað hjá Hönnun hf. og jafnframt verið stundakennari viðTækniháskóla íslands síðan 1998.
Inngangur
Húsnæði, rafmagn, vegir, allt eru þetta atriði sem þykja sjálfsögð í nútíma þjóðfélagi. Ekki
nóg með það, við gerum kröfur um þessa hluti. Við viljum ekki að húsin okkar séu
sprungin eða sigin og vegir eiga að vera tiltölulega sléttir og jafnir en ekki holóttir eða
missignir. Eitt það mikilvægasta en alls ekki það augljósasta í þessu sambandi eru
steinefni, þ.e. sandur og möl. Steypa er að meirihluta steinefni, hvort sem hún er notuð í
húsbyggingar, til stíflugerðar eða sem slitlög vega. Fyllingar, t.d. í húsgrunnum og
burðarlögum vega, eru nær eingöngu steinefni. Malbikið er einnig að mestu leyti
steinefni. Já, byggingarefnið sem við notuðum flest sem börn þegar við lékum okkur í
sandkassanum er ennþá aðalbyggingarefnið á fullorðinsárum. í þessum byggingarefnum
eru fólgnir gríðarlegir fjármunir.
Málefni steinefnavinnslu heyra undir fjölmarga aðila. Þetta þýðir því miður að heildar-
sýn yfir þennan málaflokk skortir. Of víða er landið skilið eftir í flakandi sárum eftir að
nokkrum rúmmetrum af sandi hefur verið rutt í burtu. Vinnubrögð af því tagi koma óorði
á steinefnavinnslu og ættu ekki að þekkjast, fremur en togveiðar upp við landsteina.
Afleiðingin er sú að íslenskir steinefnaframleiðendur hafa átt undir högg að sækja á
undanförnum árum og veist hefur verið að þeim með neikvæðri urnræðu í fjölmiðlum.
Vissulega er misjafn sauður í mörgu fé en flestir þeir íslensku framleiðendur sem eru í
Tækni- og vlsindagreinar
2 4 1