Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 248
Mælingar á hitastigi við jarðstreng Nesjavallalínu
Mynd 3. Hitamælingar við Nesjavallastreng.
Mælistaður 1 tímabilið 27.03.-18.08.
Nesjavallalína liggur frá jarðgufustöðinni á
Nesjavöilum að aðveitustöðinni í Korpu. Línan er
rekin á 132 kV spennu og er alls um 30 km að lengd.
Þar af er miðhluti línunnar loftlína, um 15 km, en 15
km liggja í jarðstreng til beggja enda. Flutningsgeta
loftlínunnar er áætluð um 150 MVA. Flutningsgeta
jarðstrengsins er hins vegar áætluð á bilinu 120-135
MVA, háð hitastigi leiðarans og miðað við að varma-
viðnám jarðvegsins sé 1,2 °C-m/W [1]. Endanleg
flutningsgeta jarðstrengsins ræðst því bæði af hæsta
leyfða hitastigi leiðara og af varmaleiðninni. Varma-
leiðnin er ákvarðandi um hraða varmaflutnings frá
strengnum til umhverfisins og hefur þannig afger-
andi áhrif á aflgetuna. Dæmi eru um það erlendis að
jarðstrengir hafi brunnið vegna ofhitnunar sem rekja
má til lélegrar varmaleiðni jarðvegs [2].
Til þess að meta varmaleiðni jarðvegs á línuleið
Nesjavallalínu var komið fyrir hitanemum á þremur
stöðum við jarðstrenginn (mynd 1). Mælistaður 1 er
við Vesturlandsveg nálægt aðveitustöðinni í Korpu,
mælistaður 2 er við vegamót Vesturlandsvegar og
Þingvallavegar og mælistaður 3 er við vegamót
Nesjavallavegar og Grafningsvegar. Á hverjum stað
var grafið niður að strengnum og hitanemum komið
fyrir á mismunandi dýpi. Nemarnir eru sítengdir
við stafrænan skráningarbúnað sem komið er fyrir í
útivarskáp á hverjum stað. Fjórum hitanemum er
komið fyrir í þversniði ofan við strenginn (mynd 2).
Neðsti hitaneminn, D1 er ofan á kápu strengsins, þá
eru tveir nemar, D2 og D3, fyrir neðan og ofan
steypta hlífðarhellu, um 15 sm ofan við strenginn.
Fjórði neminn D4 er um 25 sm undir yfirborðinu.
Dýpi niður að strengnum er breytilegt, á bilinu
70-130 sm.
Niðurstöður hitamælinga
Skráning hitamælinga hófst í lok mars 2004 og
stendur enn. Upplýsingar um hitastig frá hverjum
hitanema og hitastig í útivarskápum eru vistaðar
stafrænt á fimm mínútna fresti.
Á mynd 3 eru sýndar niðurstöður hitamælinga á
mælistað 1 fyrir tímabilið 27. mars til 18. ágúst 2004.
Hitaskynjurunum, D1-D4, er komið fyrir á mismun-
andi dýpi, D1 næst strengnum og D4 næst yfirborði.
Á myndinni eru einnig sýndar mælingar á lofthita
frá sjálfvirkri stöð Veðurstofu íslands í Öskjuhlíð,
sem umreiknaðar hafa verið í meðalhita yfir
sólarhringinn. Þá er á myndinni sýnt álag á Nesja-
vallalínu eins og það mælist í aðveitustöðinni í Korpu.
2 4 6
Arbók VFl/TFl 2004