Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Síða 251
Með innsetningu á jöfnu (11) má einnig skrifa
R,„ =
(14)
Með hliðsjón af hinu einfalda varmalíkani sem sýnt
er á mynd 6 má túlka R,;, sem virkt varmaviðnám
jarðvegsins.
Túlkun á niðurstöðum hitamælinga
Á mynd 7 eru sýndar niðurstöður útreikninga á
virku varmaviðnámi skv. jöfnu (13) á línuleið
Nesjavallalínu. Varmaviðnámið er reiknað fyrir
jarðveg á hverjum mælistað fyrir sig (M1-M3) út frá
hitamælingum á viðkomandi stað. Eins og sjá má
eru gildi varmaviðnámsins nokkuð svipuð á öllum
mælistöðum. Þó virðist varmaviðnámið vera afger-
andi lægst í M3, þ.e. við Grafningsvegamót. Það
kann að skýrast af því að á þeim stað er grynnst
niður á strenginn, um 70 sm. Varmaviðnámið er í upphafi mælitímabilsins nálægt 0,6
°C-m/W en lækkar niður í um 0,5 °C-m/W á síðari hluta tímabilsins. í jöfnu (13) tákna
7/ °g T2 annars vegar hitastig sem mælt er við kápu strengsins og hins vegar hitastig
næst yfirborðinu. Þar sem áhrif veðráttu, einkum lofthita og sólar, hefur veruleg áhrif á
hitastigið næst yfirborði línuleiðarinnar, gefur hitamæling við yfirborðið ekki nema tak-
markaða mynd af hitastiginu annars staðar á jaðri sívalningsins sem takmarkar varma-
kerfið. Þetta sést vel í kjölfar hitabylgjunnar í byrjun ágúst en þá hækkaði hitastigið alls
staðar í mæliþversniðinu. Þetta leiðir til minni hitamismunar milli strenghita og yfir-
borðshita og þar af leiðandi til lægra varmaviðnáms. Veðurfarið hefur þannig truflandi
áhrif á varmaleiðnimælinguna. Gera má ráð fyrir að bestu niðurstöður fengjust ef allar
ástandsstærðir varmalíkansins og nánasta umhverfis væru í stöðugu ástandi.
Til þess að draga úr truflandi áhrifum frá veðráttunni var notuð önnur nálgun við að
áætla hitastig við jaðra varmakerfisins. Með hliðsjón af varmalíkaninu á mynd 6 var gert
ráð fyrir fjórum jafndreifðum punktum á yfir-
borðinu D4_l-D4_4. Punkturinn D4_l er einn af
mælipunktunum í skurðsniðinu en hitastigið við
hina þrjá punktana er ekki þekkt. Gert er ráð fyrir að
í upphafi mælitímabilsins, þ.e. í lok mars, sé
hitastigið á jaðrinum alls staðar því sem næst jafnt
eða um 5°C. Síðan er áætlað að hitastigið hækki
línulega með tímanum en mismikið eftir stöðum. 1
lárétta stefnu út frá strengnum og í 1,0-1,4 m fjar-
lægð frá honum til hvorrar handar (D4_2 og D4_3)
er gert ráð fyrir að hitastigið hækki úr 5°C í um 10°C
í lok mælitímans, þ.e. um 18. ágúst. Einnig, að
hitastigið í sömu fjarlægð beint undir strengnum
(D4_4) hækki úr 5°C í 7°C í lok tímabilsins. Niður-
stöður þessarar athugunar eru sýndar á mynd 8. Á
myndinni sést að varmaviðnámið fer heldur
hækkandi eftir því sem hlýnar í veðri. Líklegt er að
hækkandi sól og meiri lofthiti leiði til þornunar
jarðvegs og þar með til hækkaðs varmaviðnáms. í lok
mælitímabilsins er varmaviðnámið að jafnaði rétt
undir 1,0 °C-m/W.
Mynd 8. Varmaviðnám á línuleið Nesjavalla-
línu; leiðrétt hitastig við jaðra varmakerfis.
Tækni- og vlsindagreinar
2 4 9