Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 264
Til þess að losa upp rykið sem síðan fer í loftsugurnar þarf fjölbreyttan búnað. í sívöl rör
eru oftast notaðir burstar á börkum sem tengdir eru annaðhvort við borvél eða snún-
ingsvél í stærri kerfum. Barkarnir geta náð allt að 30 metra inn í kerfið og farið í gegnum
nokkrar beygjur. í köntuð rör eru notaðar eftir atvikum háþrýstiloftssvipur, kantaðir
burstar á stöngum eða öflugir háþrýstiloftspíssar (5 rúmmetrar á mínútu við 16 bör.)
Stundum er nauðsynlegt að nota vídeómyndavélar til að skoða ástand kerfa, þegar ekki
er hægt að koma fyrir sjónrænu mati, fyrir og eftir hreinsun. Róbotar geta verið nauðsyn-
legir í sérhæfðum verkum, t.d. í frekar stórum og löngum, beinum og köntuðum
stokkum, svo og við þurrísblástur. Þó nýtast róbotar ekki næstum eins vel og ætla mætti
við fyrstu sýn. Við hreinsun olíu úr eldunarútsogum er hagkvæmast að nota hita-
háþrýstivatnsdælu en dælan þarf að afkasta um 12 lítrum á mínútu af 98°C heitu vatni
við 200 bör. A mörgum stöðum þar sem stokkar eru ekki vatnsheldir er þurrísblástur eina
leiðin til að hreinsa stokkana, en það er dýr aðgerð.
Hreinsiaðferðir
I grófum dráttum fer rykhreinsun þannig fram að loftsuga er tengd við lofræstikerfið.
Æskilegt er að lofthraðinn fari ekki undir 10 m/sek, bæði svo náist að draga þyngri agnir
og ekki skapist hætta á bakaskoti þegar unnið er með háþrýstiloftssvipur eða -spíssa.
Svipur, spíssar og burstar eru notaðir til að losa upp óhreinindi af yfirborði stokka svo að
loftstraumurinn geti gripið þau. I sumum tilvikum, þar sem þung óhreinindi eru, eins og
sandur eða málmsvarf eftir notkun nagara eða slípirokks, getur verið nauðsynlegt að ýta
á eftir skaflinum með háþrýstilofti.
Brunahreinsun og fituhreinsun þarf að framkvæma með heitum háþrýstivatnsþvotti og
uppleysiefnum. Þar sem loftræstistokkar eru ekki vatnsheldir og þar sem leki úr þeim
getur valdið tjóni er notuð þurrísblásturstækni. Loftsuga er þá tengd við kerfið og þurr-
ísperlum, sem eru frosin kolsýra, -79°C, er blásið með miklum þrýstingi á fituna eða olíu-
filmuna, sé um brunatjón að ræða. Blásturinn verkar á þrennan hátt. Fyrst frystir kæl-
ingin fituna og gerir hana stökka. Höggkrafturinn brýtur síðan fituna upp þegar perl-
urnar lenda á yfirborðinu. Að lokum verða fjölmargar smásprengingar sem rífa upp
2 6 2
Arbók VFl/TFl 2004