Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 272

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 272
merkt að bæði verkkaupar og viðkomandi arkitektar lögðu mikinn metnað í byggingar sínar sem og ríka áherslu á að hljóðvist væri í lagi. Það var ánægjulegt að geta lagt hönd á plóginn og sjá metnaðarfullar hugmyndir verða að veruleika. Fyrst verður þó vikið nokkrum orðum að fræðilegum bakgrunni til þess að auðvelda lestur greinarinnar og skýra helstu hugtök. Hér verður fremur leitast við að skýra hugmyndafræði en útreikninga. Vonandi tekst með því að auka áhuga og skilning lesenda á viðfangsefninu. Hvað er gott hijóð? A námsárum sínum velti greinarhöfundur því talsvert fyrir sér hvað gerði sumar bygg- ingar góðar en aðrar slæmar m.t.t. hljóðs eða hljómburðar. Sem kórsöngvari tók hann sérstaklega eftir því hversu gott var að syngja í Skálholtskirkju og hversu fallegur hljóm- ur kirkjunnar er. Síðar uppgötvaði hann að þennan eiginleika höfðu margar steinkirkjur með timburþaki. Hvað var það sem gerði samspil steypu og timburvirkja svo ákjósanlegt fyrir hljómburð og hljómgæði? I svari við þessari spurningu liggur sýn greinarhöfundar og skilningur á því hvað er gott hljóð. I hans huga eru hús hljóðfæri. Eini munurinn er sá að þegar hús eiga í hlut eru flytj- endur og áheyrendur staddir inni í hljóðfærinu. Eins og með hljóðfærin skipta bygg- ingarform og rýmishlutföll miklu máli. Sama gildir um alla yfirborðsfleti. Með réttum frágangi steyptra veggja í kirkjuskipi tryggja þeir skýrt og gott endurkast frá hliðar- veggjum sem hefur afgerandi áhrif á hvernig við upplifum tónlist og talað mál, bæði flytj- endur og áheyrendur. Þétt og máluð steinsteypa er góð til þess að tryggja styrk hljóð- endurkasts þar sem hún endurkastar nálega öllu því hljóði sem á hana fellur, óháð tón- hæð. Timburvirki í þaki hafa aðra eiginleika. Þau drekka talsvert meira hljóð í sig á neðra tónsviðinu en því efra. Þau vega þannig upp áhrif loftrýmisins sjálfs sem tekur til sín meiri hljóðorku eftir því sem tónhæðin er meiri. Að öllu samanlögðu verður ómtími steinkirkju með timburþaki nokkuð jafn yfir tíðnisviðið séu byggingarhlutföll sæmilega rétt. Sá eiginleiki ásamt hæfilegri hljómlengd gerir hljóðið gott. Hljóðmynd raddar (eða hljóðfæris) verður því sem næst óháð fjarlægð milli hennar og hlustanda sem er ótvíræður kostur fyrir skerpu og skýrleika talaðs máls og tónlistar. Það þekkja allir hversu þreytandi það er að hlusta á talað mál í hljómmiklum kirkjum og hversu erfitt getur reynst að greina samhljóða og orðaskil. Þeir eru mögulega færri sem þekkja að of dempuð rými geta ekki síður verið þreytandi. í þeim dregur verulega úr áheyrileika talaðs máls og tónlistar. Hljóðið hljómar þurrt og líflaust. Af framansögðu má ljóst vera að markmið hljóðhönnunar sé að tryggja að hús er hæfi- lega hljómmikil miðað við þá starfsemi sem þar fer fram og að halda truflandi hávaða innan hæfilegra marka. Mikilvægt er að átta sig á því að heppilegum hljómi rýma eru bæði sett efri og neðri mörk í samræmi við framanskráð. Til þess að tryggja bæði hæfi- legan og jafnan ómtíma yfir mikilvægt tíðnisvið frá 125 til 4000 rið er nauðsynlegt að reikna. Þrátt fyrir að hafa komið að hundruðum mismunandi hljómrýma getur greinarhöfundur ekki sagt með góðri samvisku að hann hafi fengið fullnægjandi til- finningu fyrir rýminu fyrr en hann er búinn að reikna og þá sérstaklega tíðnisvörun þess. Ómtími er hér nefndur til sögunnar. Hann er einn besti og viðteknasti mælikvarðinn á hljómburð rýma; hversu hljómmikið hljóðfærið er. Þessi tími er í raun mælikvarði á það hversu hratt hljóð deyr út í viðkomandi rými. Nánar tiltekið er ómtíminn sá tími sem það tekur hljóðið að falla niður í einn milljónasta af upphaflegum styrk sínum (niður um 60 dB). Hæfilegur ómtími húsnæðis fer eftir stærð þess og notkun. Víða má finna leiðbein- ingargildi um hæfilegan ómtíma, sbr. heimildaskrá þessa greinarkorns. Þá eru leyfileg efri mörk ómtíma í ákveðnum tilvikum tilgreind í Byggingarreglugerð. Víkjum þá að því hvernig þessari hugmyndafræði var beitt við hljóðhönnun bygginga. 2 7 0 Arbók VFl/TFl 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.