Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2004, Page 278
Mynd 9. Nýtt hljóðver FÍH. Svarti flöturinn
sem sést fyrir enda rýmisins er„dead-end",
þ.e. mjög virk hljóðdeyfiklæðning til þess að
draga úr hljóðendurkasti.
Mynd 10. Nýr upptökusalur FÍH.Á myndinni
sjást vel íhvolfar hljóðeiningar til hljóðdreif-
ingar og sömuleiðis sér í svartan hljóðdeyfiflöt
Mynd 11. Tónlistarsalur FÍH.Myndin sýnir
endurbætur hliðarveggjum. Ennfremur sjást
veggtjöld sem notuð eru til þess að stilla
hljómburð salarins.
hönnunar rýmisins að tryggja sem allra skýrastan og
jafnastan hljóm yfir tónsviðið. Miðað var við 0,3 til
0,4 sekúndna ómtíma sem gekk eftir samkvæmt
niðurstöðum útreikninga.
Mikið var lagt upp úr góðri hljóðeinangrun upp-
tökusalar frá umhverfinu, af ástæðum sem fyrr eru
raktar, og sömuleiðis til þess að tryggja góðar
aðstæður til upptöku. Hönnun loftræsibúnaðar
miðaðist við að hljóðstig frá honum yrði innan við
25 dB(A) á nægilegum afköstum við upptökur.
Markmiðið var að tryggja um 70 dB hljóðeinangrun
salarins. Til þess að ná þeim árangri varð að byggja
upptökusalinn sem „hús í húsinu" á vel fjaðrandi
undirstöðu, svo sem fyrr er lýst fyrir varaaflstöðvar-
rými Orkuveitunnar. Upptökusalur (e. studio) þarf
að vera heldur hljómmeiri en hljóðver. Lengd æski-
legs ómtíma fer eftir rúmtaki og reyndist í þessu
tilviki um 0,7 sekúndur. Hér er miðað við ráðlegg-
ingar Knudsens og Harris (Heimild [1]). Sérstaklega
var gætt að rýmishlutföllum til þess að tryggja sem
allra besta dreifingu eigintóna rýmisins. Engar tvær
hliðar í rýminu eru samsíða til þess að forðast
bergmál (e. flutter echo) sem torveldar staðsetningu
hljóðnema við upptökur. I sama tilgangi og til þess
að brjóta upp hljóðsvið rýmisins var komið fyrir
sérstökum hljóðdreifum (e. diffusing surfaces) og
hljóðdeyfiflötum var dreift sem best á veggfleti
salarins. Bassatónar rýmisins voru deyfðir með
sérstökum bassagildrum.
Tónleikasalur FÍH var byggður fyrir aðra starfsemi
en tónlistarflutning á sinni tíð. Á verktíma vaknaði
því áhugi á að bæta hljómburð hans samhliða fyrir-
huguðum og nauðsynlegum endurbótum á bruna-
vörnum og loftræsingu. Það þurfti ekki langa yfir-
legu til þess að sjá að rúmform salarins er erfitt og þá
sérstaklega hlutfall milli lengdar og breiddar. Þá
sýndu mælingar mikinn breytileika í ómtíma
salarins, frá 0,9 sekúndum upp í tæpar 2,0 sekúndur
eftir tónhæð. Bassasvörun rýmisins reyndist mjög
veik í samanburði við miðjutónsviðið og sömuleiðis
dró hratt af hljómnum á tíðnisviðinu ofan við 2000
rið. En það var fleira sem hafa þurfti í huga. Salurinn
þurfti hér eftir sem hingað til að þjóna mismunandi
þörfum, frá fyrirlestrum og veisluhöldum, sem
krefjast fremur tempraðs hljóms, allt til flutnings á
klassískri tónlist sem krefst talsvert meiri hljóms. Þar
sem ekki eru föst bólstuð sæti í salnum breytir
talsverðu fyrir ómtíma salarins hversu fjölmennt er.
Eftir nokkra yfirlegu hljóðráðgjafa og arkitekts var
lagt upp með eftirfarandi markmið endurbóta:
Styrkja hljóðendurkast frá veggjum við svið til
stuðnings við flytjendur og áheyrendur. Sömuleiðis
að styrkja hljóðendurkast frá hliðarveggjum sem
2 7 6
Arbók VFl/TFl 2004