Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 31
Stjórnin ákvað að leggja áherslu á þema í gegnum vetrarstarfið, sem var „Útflutningur á
tækni og hugbúnaði". I nóvember 2004 var farið í heimsókn til Hafmyndar. Torfi
Þórhallsson kynnti starfsemi fyrirtækisins og sjálfvirka kafbáta sem Hafmynd hefur
þróað til neðansjávarrannsókna og eftirlits. Fyrirtækið hefur þegar gengið frá sölu
nokkurra kafbáta, bæði hérlendis og erlendis.
1 nóvember 2004 var farið í heimsókn til Trackwell Software. Trackwell er leiðandi
fyrirtæki í hátækni-hugbúnaðarlausnum sem tengjast síma- og staðsetningartækni. Jón
Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell, kynnti reynslu fyrirtækisins af útflutningi á
hugbúnaði og Arnar Gestsson og Björn Jónsson kynntu síðan nokkrar lausnir sem eru í
notkun hjá viðskiptavinum.
I janúar 2005 var haldinn fundur í Verkfræðingahúsi þar sem Sigmar Björnsson frá
Stjörnu-Odda hélt fyrirlestur og kynningu á þeirra framleiðsluafurðum, allt vörur sem
eru framleiddar á Islandi. Stjörnu-Oddi hefur vakið athygli heima sem erlendis fyrir þá
tækni sem fyrirtækið hefur þróað fyrir fiskimerkingar.
í febrúar 2005 var farið í heimsókn til Össurar hf. þar sem Karl Guðmundsson, vörustjóri
hnjádeildar, og Magnús Oddsson, verkfræðingur úr þróunardeild, kynntu starfsemi
fyrirtækisins almennt og fóru svo sérstaklega yfir markaðssetningu og þá tækni sem
notuð er í hinu margrómaða Rheo-hné. Rheo-hnéð, sem er rafeindastýrt gervihné með
gervigreind, er byltingarkennd nýjung á sviði stoðtækni. Unnið hefur verið að þróun og
prófunum á hnénu síðastliðin fjögur ár af hópi verkfræðinga hjá Össuri í samvinnu við
Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Boston í Bandaríkjunum.
I mars 2005 var farið í heimsókn til CCP hf., fyrirtækis sem framleiðir internet-
tölvuleikinn EVE-Online sem er orðinn vel þekktur um allan heim. í lok janúar 2005 fékk
CCP viðurkenningu sem besti fjölnotendaleikur ársins 2004 frá vefritinu Massive
Muliplayer Hell. 1 gegnum EVE-online eru 54.000 áskrifendur tengdir saman í sýndar-
heimi geim-fantasíu sem gerist í rauntíma. Mest hafa yfir 12.000 manns verið tengdir á
sama tíma í leiknum, en CCP stefnir að fjölgun notenda í 100.000 og ná yfir 30.000 manns
samtímis í leiknum.
Samstarfssamningur VFÍ og 1EEE var endurnýjaður á vormánuðum 2004. Stjórn RVFÍ
fundaði í október með stjórn IEEE á íslandi til að ræða væntanlegt vetrarstarf félaganna.
Félögin hafa í vetur skipst á upplýsingum um þá viðburði sem þau standa fyrir og eru
þeir opnir félagsmönnum beggja félaga. Stjórn IEEE á Islandi fór þess á leit við RVFI að
komið yrði á samstarfi milli IEEE og VFt um að veita á ári hverju viðurkenningu raf-
magnsverkfræðingi sem þætti skara fram úr. Þessi viðurkenning yrði þáttur í samstarfi
IEEE og VFÍ og myndi á sinn hátt vekja athygli á bæði félögunum og verkfræðingum
almennt. VFÍ lýsti áhuga sínuni á þessu samstarfi og er málið nú £ vinnslu hjá stjórn IEEE.
Rekstur Upplýsingatæknihóps VFÍ er í höndum RVFÍ og forsvarsmaður hans í ár er
Þorvarður Sveinsson stallari. Viðfangsefni hópsins í vetur hefur verið að styðja við
endurmenntun í faginu, með því að koma af stað röð fyrirlestra og kynninga um sérvalin
svið upplýsingatækni. í desember 2004 var fyrsti fyrirlesturinn í kynningarröð UT-
hópsins. Sverrir Ólafsson frá Conexant var þá með kynningu á rauntímastýringum og
vinnslu með uClinux. I byrjun febrúar 2005 var annar fyrirlesturinn í þessari kynningar-
röð þar sem Sverrir Jan Norðfjörð og lngimar Bjarnason, SAP-sérfræðingar hjá Nýherja,
stóðu fyrir kynningu á Lausnamengi SAP-viðskiptakerfisins, rofastillingum og forritun.
Stjórn RVFI skipaði Auði F. Kjartansdóttur sem fulltrúa sinn í ENSÍM-nefnd VFÍ. Auður
hefur verið í sambandi við fulltrúa Endurmenntunarstofnunar HI þar sem hún fór yfir
niðurstöður þeirrar könnunar sem fyrri stjórn RVFÍ stóð fyrir um endurmermtunarþörf
meðal RVFÍ-félaga.
2 9
Félagsmál Vfí/TFl