Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 58
Ávöxtun sjóðsins og fjármál
Árið 2004 var ávöxtun sjóðsins í meðallagi. Hér á eftir er aðallega fjallað um samtrygg-
ingardeildina.
Fjárfestingartekjur voru jákvæðar um 1.664 milljónir króna og raunávöxtun 6,25%.
Innlend markaðsverðbréf skiluðu sjóðnum góðri ávöxtun, sérstaklega hlutabréfin. Hins
vegar leiddi styrking íslensku krónunnar til neikvæðrar raunávöxtunar erlendra verð-
bréfa í krónum, þótt ávöxtun þeirra hafi verið góð í erlendum myntum.
Ekki var aukið við fjárfestingar í íslenskum hlutabréfum. Frá haustinu 2002 og allt árið
2003 höfðu íslensk hlutabréf hækkað kröftuglega og því var það álit sjóðsstjóra og
stjórnar að ætla mætti að líkur á áframhaldandi uppsveiflu væru litlar. Ánnað kom á
daginn. Hækkunin varð hins vegar mun meiri en markaðsaðilar höfðu spáð. Raun-
ávöxtun íslenskra hlutabréfa í eigu sjóðsins var mjög góð, um 45%, en þó undir viðmið-
unarvísitölunni.
Aukið var við safnið í íslenskum markaðsskuldabréfum. Það skilaði sjóðnum góðum
ávinningi á síðasta ári, um 8,8% raunávöxtun. Önnur innlend skuldabréf skiluðu ívið
lægri ávöxtun í heildina, eða um 8% raunávöxtun.
Erlend hlutabréf höfðu skilað góðri ávöxtun árið 2003 þótt enn væri markaðsverð talsvert
lægra en það fór hæst fyrir nokkrum árum. Islenska krónan hafði styrkst á árinu 2003 og
var ekki búist við að svo mikil styrking endurtæki sig. Því var talið vænlegra að auka við
erlendu hlutabréfin en þau innlendu. Nýfjárfestingin fór þó einkum fram í formi svo-
nefndra höfuðstólstryggðra skuldabréfa með tengingu við erlendar hlutabréfavísitölur.
Ávöxtun þessara bréfa varð rýr, en þau komu þó betur út en ef fjárfest hefði verið beint í
erlendum vísitölusjóðum. Raunávöxtun erlendra hlutabréfa og verðbréfa sem tengd eru
erlendum vísitölum var neikvæð um 2,3% í krónum en var þó um 4,5% yfir heimsvísitölu
hlutabréfa.
Að auki skiluðu gjaldmiðlavarnir sjóðnum umtalsverðum ávinningi á móti neikvæðum
áhrifum af styrkingu krónunnar. Samið var við tvo íslenska banka um gjaldmiðlastýringu
í tilraunaskyni og var að jafnaði um þriðjungur gjaldmiðlastöðunnar varinn. Tekjur
sjóðsins af gjaldmiðlavörnum bættu ávöxtun hans um nálægt 0,8%.
Stjórn sjóðsins hefur varið miklum tíma í mótun fjárfestingarstefnu. Haldnir hafa verið
margir fundir með sjóðstjórum eignasafna í innlendum og erlendum verðbréfum.
Stjórnarmenn hafa hver fyrir sig lagt mat á líklega þróun á mörkuðum á komandi misseri
og hefur mat þeirra síðan verið vegið saman í megináherslur við fjárfestingar sjóðsins.
Þessari vinnu er langt í frá lokið og er stefnt að því að vinna frekar í þróun aðkomu
stjórnar að stefnumótun og að gera fjárfestingarstefnu sjóðsins sveigjanlegri.
Eignir sjóðsins í erlendum gjaldmiðlum námu í lok ársins 2004 alls 4.274 milljónum króna
og höfðu hækkað um 22,2% milli ára. Vægi þeirra í heildareignum sjóðsins var 24,5%, en
var 23,7% í lok ársins 2003. Að viðbættri eign sjóðsins í höfuðstólstryggðum skulda-
bréfum með tengingu við erlendar vísitölur má þó segja að um þriðjungur eigna sjóðsins
hreyfist í takt við erlenda hlutabréfamarkaði.
Eignir sjóðsins í íslenskum krónum námu í lok ársins 2004 11.248 milljónum króna og
höfðu hækkað um 17,1% milli ára. Vægi þeirra í heildareignum sjóðsins var 75,5%, en var
76,3% í lok ársins 2003.
Fjármunir sjóðsins skiptast á tvær deildir, samtryggingardeild og séreignardeild.
5 6
Arbók VFl/TFl 2005