Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 204
Inngangur
Ein af undirstöðum velferðar og lýðheilsu í hverju þjóðfélagi er aðgangur íbúanna að
hreinu og ómenguðu neysluvatni. Flestar vatnsbornar hópsýkingar eru af völdum örvera
sem berast með saur manna og dýra. Heilnæmi drykkjarvatns og fullnægjandi hrein-
lætisaðstaða og hreinsun á frárennsli eru því samofin (UNWWAP 2003). Efnamengun
drykkjarvatns er nokkuð algeng og er orsakanna oftast að leita í lagnakerfinu, iðnaðar-
mengun, afrennsli frá þéttbýli eða landbúnaði. Þó getur efnamengun verið af náttúru-
legum orsökum eins og flúormengun í vatnsbólum eða arsen sem losnar úr bergi og fer
í grunnvatnið. Eitt af mikilvægustu verkefnum sveitarfélaga er að vernda vatnsauðlind-
ina og sjá til þess að nægilegt og heilnæmt vatn sé til fyrir íbúana, bæði núverandi íbúa
og íbúa framtíðarinnar.
Vatnsveitur á Islandi telja sig dreifa góðu og heilnæmu drykkjarvatni til notenda. Árið
2001 kom fram krafa í nýrri neysluvatnsreglugerð (Reglugerð nr. 53/2001 um neysluvatri)
um að gera umfangsmiklar efnagreiningar á neysluvatni. Þessi reglugerð er í samræmi
við nýlega EB-tilskipun um neysluvatn þar sem kröfur eru um að mæla ýmis efni sem
talin eru varasöm heilsu manna. Þetta er til viðbótar reglubundnu eftirliti með örverum
og ýmsum öðrum efnum sem hafði verið við lýði í nokkur ár. Vatnsveitur hafa látið gera
þessar heildarefnagreiningar á undanförnum misserum og hefur Rannsóknarstofa
Umhverfisstofnunar haft umsjón með því og sent sýni út til Svíþjóðar til efnagreiningar
hjá rannsóknarstofunni Analytica í Luleá. I þessari grein er gerð grein fyrir heildar-
niðurstöðum þessara efnagreininga fyrir nokkra efnisflokka en ítarlegri umfjöllun er að
finna í María J. Gunnarsdóttir (2005). Umfjöllun er um efni sem sett eru mörk fyrir í
neysluvatnsreglugerðinni og er þeim skipt niður í efni sem eru óæskileg í miklu magni,
þungmálma og eiturefni. Helstu heimildir fyrir áhrifum efnanna er að finna í WHO
leiðbeiningum nr. 3 (WHO Guidelines nr. 3, 2004) og nýlegum leiðbeiningum fyrir
vatnsveitur í Danmörku „Hándbog nr. 4" (Forening afvandværker i Danmark, 2003).
Einnig er fjallað um könnun sem gerð var á starfsemi á vatnsverndarsvæðum tuttugu og
fimm vatnsveitna á haustmánuðum 2003. Út frá þeirri könnun og niðurstöðum efna-
greininga var gerð athugun á því hvort vísbending sé um mengun á neysluvatni af völdum
landbúnaðar hjá vatnsveitunum. Tölfræðileg athugun er gerð á því á hvort samsvörun sé
á milli landbúnaðar á vatnsverndarsvæðum og hærra magns nítrats í neysluvatni en ítar-
legri umfjöllun um könnunina er að finna í María J. Gunnarsdóttir (2005).
I María J. Gunnarsdóttir (2005) er einnig að finna umfjöllun um lagaumhverfi vatns-
verndar, hvernig henni er háttað í lögum og reglugerðum, hver verkaskipting er á milli
hinna ýmsu aðila og hvernig framkvæmd vatnsverndar hefur miðað. Einnig er þar að finna
handbók fyrir vatnsveitur um áhættuþætti fyrir neysluvatn þar sem farið er yfir eftirlits-
þættina og því lýst hvaðan efnin koma og hverju þau geta valdið ásamt því að fjallað er
stuttlega um sjúkdómsvaldandi örverur og farið yfir nokkra faraldra af þeirra völdum.
Styrkur óæskilegra efna í neysluvatni
Ýmis efni geta verið í vatni sem valda óþægindum eða eru varasöm í miklu magni. Þau
geta bæði borist í það af náttúrulegum orsökum eða af mannavöldum. Þau efni sem
tilgreind eru í neysluvatnsreglugerðinni og eru talin óæskileg í miklu magni eru tólf
talsins. Á mynd 1 eru sýndar niðurstöður efnagreiningar hjá 20 vatnsveitum, sem ná til
um 80% íbúa landsins, fyrir þessi 12 efni. Fyrir hvert efni er sýnt lægsta mælda gildið,
meðaltal mælinga, hæsta mælda gildið og síðan leyft hámark.
Ammóníum og nítrít greinist sjaldan og þá mjög lítið en nítrat greinist hjá flestum veitum.
Of mikið nítrat í drykkjarvatni er talið hættulegt heilsu manna, sérstaklega ungbörnum.
Það hvarfast í nítrít í meltingarveginum sem síðan hindrar upptöku súrefnis í blóðið og
húðin verður blá, svonefnd blá börn. Sérstaklega þarf að gæta þess að gefa ekki börnum
2 0 2| Arbók VFl/TFl 2005