Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 32
Störf Orðanefndar RVFÍ árið 2004
Sextánda orðabók orðanefndar rafmagnsverkfræðinga kom út í desember 2004 og er hún
níunda orðabókin sem nefndin gefur út í eigin nafni á jafnmörgum árum. Raftækni-
orðasafnið fjallar um ljósleiðara og geimfarafjarskipti. Orðanefndin hlaut styrk úr
Menningarsjóði til útgáfunnar, 150.000 krónur. 1 október 2004 hófst umfjöllun um 712.
kafla í Alþjóða raftækniorðasafninu, sem er um loftnet almennt.
Erindi bárust Orðanefnd bæði frá íslenskri málstöð og Þýðingarmiðstöð utanríkis-
ráðuneytisins með beiðni um þýðingar á tilteknum íðorðum.
Aðalfundur Málræktarsjóðs var haldinn 4. júní 2004. Þorvarður Jónsson sat fundinn af
hálfu Orðanefndarinnar, en Bergur Jónsson, formaður nefndarinnar, sat fundinn sem full-
trúi VFÍ. Hinn 23. september 2004 var svo haldinn fundur í fulltrúaráði Málræktarsjóðs,
og sóttu Bergur og Þorvarður fundinn sem fulltrúar sömu aðila og áður.
Nordterm efndi til tveggja námstefna í október 2004 í Solna í Svíþjóð um markaðsfærslu
á íðorðavinnu og kennslu í íðorðafræðum. Bergur Jónsson formaður sótti fundinn.
Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember ár hvert. Dagsins var minnst í þetta sirm 20.
nóvember með hátíðarsamkomu í Háskóla íslands. Fimm félagar Orðanefndar tóku þátt
í hátíðarhöldunum, auk Baldurs Sigurðssonar dósents sem er nefndinni til ráðgjafar um
íslenskt mál.
Á árinu 2004 skipuðu eftirtaldir rafmagnsverkfræðingar Orðanefnd RVFÍ: Bergur Jónsson
formaður, Gísli Júlíusson, Gunnar Ámundason, Ivar Þorsteinsson, Sigurður Briem,
Sæmundur Óskarsson, Þorvarður Jónsson og rafmagnstæknifræðingarnir Guðmundur
Guðmundsson og Hreinn Jónasson. Auk þess starfar Baldur Sigurðsson, dósent við KHÍ,
með nefndinni sem sérfræðingur og ráðgjafi um íslenskt mál, eins og áður er sagt. Fundir
ORVFÍ á árinu 2004 urðu 31.
Hinn 29. desember 2004 lést Gísli Júlíusson, sem starfað hafði í nefndinni frá ársbyrjun
1974, alls 31 ár. Með honum er genginn góður félagi og ötull liðsmaður. Skarð er fyrir
skildi og hans sárt saknað.
Ráðherra afhent bók VFlum sögu
rafmagns á íslandi.
F.v. Sveinn Þorgrímsson, skrifstofu-
stjóri í iðnaðarráðuneyti,Sveinn
Þórðarson,sagnfræðingur og
höfundur bókarinnar,Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra,
Steinar Friðgeirsson,formaður
VFÍ, og Jóhann Már Maríusson,
formaður afmælisnefndar
Samorku.
(Ljósm.Sigrún S. Hafstein)
3 01 Árbók VFÍ/TFÍ 2005