Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 149
HÁSKÓLINN í REYKJAVÍK
REYKJAVlK UNIVERSITY
Sameining Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla íslands er stórviðburður í íslenskri
menntasögu. Nýr sameinaður háskóli, Háskólinn í Reykjavík (HR), hefur kraft og metn-
að til að bera sig saman við bestu háskóla heims, hvort sem litið er til kennslu eða
rannsókna. Bakhjarlar skólans eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og
Verslunarráð íslands.
HR er háskóli atvinnulífsins. Hlutverk hans er að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnu-
lífs og styrkja íslenskt samfélag með nýsköpun, tækniþróun, samstarf og alþjóðasam-
skipti að leiðarljósi. Skólaárið 2005-2006 hefst starfsemi nýja háskólans af miklum krafti
í fjórum deildum, viðskiptadeild, lagadeild, kennslufræði- og lýðheilsudeild og tækni- og
verkfræðideild. í kjölfar sameiningar verður til ný tækni- og verkfræðideild HR. Þar er
boðið upp á fjölmargar námsbrautir í tölvunarfræði, tæknifræði og verkfræði, m.a. í heil-
brigðisverkfræði og fjármálaverkfræði, auk símenntunar og frumgreinasviðs. A sama
tíma lítur dagsins ljós ný kennslufræði- og lýðheilsudeild sem mun beita sér fyrir því að
styrkja stærðfræði- og raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum á íslandi. í
kennslufræðideildinni verður að auki grunnnám í íþróttafræði og meistaranám í
lýðheilsufræði. Þá hefst í fyrsta sinn meistaranám við lagadeild og viðskiptadeild kynnir
nýtt meistaranám, annars vegar í reikningshaldi og endurskoðun og hins vegar í fjár-
málum.
Framtíðarsýn HR er sú að verða alþjóðlega viðurkenndur fyrir kennslufræðilega nálgun
og rannsóknir. Til að svo megi verða er sótt í smiðjur valdra háskóla sem skara fram úr í
Evrópu og Norður-Ameríku. HR er í víðtæku alþjóðlegu samstarfi við erlenda fræði-
menn, háskóla og rannsóknarstofnanir. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og nú þegar starfa
sjö rannsóknarstofnanir við HR: Evrópuréttarstofnun HR, Rannsóknarstofnun í fjár-
málarétti og Rannsóknarstofnun í auðlindarétti í lagadeild, Gagnasetur HR, Netsetur HR,
Gervigreindarsetur HR, Tungutæknisetur (í samstarfi við Háskóla Islands) og Rann-
sóknarstofa í fræðilegri tölvunarfræði (í samstarfi við Háskóla Islands) á tölvunar-
fræðisviði tækni- og verkfræðideildar og Rannsóknarstofnun í nýsköpunar- og frum-
kvöðlafræðum í viðskiptadeild.
Starfsmannastefna skólans nær til stúdenta jafnt sem starfsmanna. Vilji er til að allir stúd-
entar í Háskólanum í Reykjavík hlakki til að koma í skólann til að geta lagt sig fram.
Inntak námsins skiptir þar mestu en einnig nýtum við áhrifaríkar kennsluaðferðir sem
skapa lifandi áhuga á viðfangsefninu. Lögð er áhersla á frumkvæði, samstarf og hagnýt
verkefni í tengslum við atvinnulífið. Við höfum framúrskarandi kennara og aðstaðan er
til fyrirmyndar. í Háskólanum í Reykjavík er einstakur metnaður og kraftur sem ein-
kennist af nýsköpun, áræðni, sjálfstrausti og virðingu. I umhverfinu er skapandi starfs-
andi sem nemendur og starfsmenn skólans upplifa og tala um.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 4 7