Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 274
að segja að megnið af reyknum fór suður. Svonefnt „backlayering" er einnig þekkt fyrir-
bæri en þá skríður hluti af reyknum eftir loftinu á móti ríkjandi loftstraumum.
í meistaraprófsritgerð greinarhöfundar (Pálsson, G. 2004) var sýnt fram á að ef nægilega
mikið afl losnar úr læðingi, geta uppdrifskraftar (e. buoyance) reyksins yfirstigið ríkjandi
loftstraum sem er á ferð niður með göngunum. Líklegast er að í smærri brunum, t.d.
fólksbílabrunum, muni reykurinn fylgja ríkjandi loftstraumum óháð halla þeirra en eftir
því sem eldurinn verður öflugari getur komið að þeim tímapunkti að reykurinn snúi við
ríkjandi loftstraumi og fari upp á við. Göng í fjöllum hérlendis eru sérstök að því leyti að
þau hafa hápunkt nærri miðju þeirra til að hugsanlegur vatnsleki fari stystu leið út. Við
bruna í slíkum göngum er ekki ólíklegt að þéttur reyktappi geti myndast í hápunktinum
sem gæti valdið því að reykur safnist beggja vegna við eldsupptökin. í bæði V-laga
göngum og einhalla göngum má hins vegar búast við því að reykurinn muni fylgja ríkj-
andi loftstraumum en eftir því sem bruninn verður stærri aukast líkurnar á að reykurinn
leiti upp á við og verði að mestu öðrum megin við eldsupptökin. Reykblásara er hægt að
nýta til að hafa áhrif á það hvert reykurinn fer. Reykblásarar þurfa þá að vera það afl-
miklir að þeir komi í veg fyrir „backlayering" þ.a. að slökkvilið geti örugglega nálgast
eldinn hlémegin, bjargað fólki og slökkt eldinn.
Alvarlegir brunar í veggöngum
I gegnum tíðina hafa orðið margir alvarlegir brunari veggöngum. Sem betur fer eru þetta
sjaldgæfir atburðir en þegar þeir gerast verða afleiðingarnar oft skelfilegar og hljóta
óskipta athygli fjölmiðla. Eftirfarandi upptalning sýnir alvarlegustu brunana sem hafa
orðið í seinni tíð.
• I mars 1999 dóu 39 manns í Mont Blanc-göngunum í Sviss vegna bruna í flutn-
ingabíl sem flutti hveiti og smjör. Talið er að allir sem létust hafi látist á innan við
14 mínútum. Til fróðleiks eru Mont Blanc-göngin tvístefnugöng, 11,6 km að lengd
og með árlega umferð 1,1 miljón bíla (1965-1992). Til samanburðar eru
Hvalfjarðargöngin, sem einnig eru tvístefnugöng, 5,7 km að lengd með um 1,3
miljón bíla (2002) sem aka árlega í gegnum göngin.
• í maí 1999 dóu 12 manns í Tauern-göngunum í Austurríki þegar vöruflutningabíll
ók aftan á fimm bíla. Tauern-göngin eru tvístefnugöng, 6,4 km löng með árlega
umferð 4,5 miljón bíla (1987-1991).
• í október 2001 dóu 11 manns í Gotthard-göngunum í Sviss þegar tveir vöruflutn-
ingabílar lentu í árekstri. Gotthard-göngin eru tvístefnugöng, 16,9 km að lengd,
með árlega umferð 3,7 miljóna bíla (1981-1987). Sérstök þjónustugöng liggja sam-
hliða göngunum sem hundruð fólks fóru inn í þegar bruninn varð. Þessi þjónustu-
göng hafa vafalaust átt stóran þátt í að einungis 11 manns fórust í þessum bruna.
Einnig er talið að fólk hafi brugðist hraðar við en í Mont Blanc brunanum vegna
reynslunnar frá þeim bruna.
Samkvæmt PIARC (1999) verða flestir eldsvoðar í göngum vegna bilunar í rafkerfi bíla
og vegna ofhitnunar hemlakerfis í þungum bílum. Tiltölulega sjaldgæft er að árekstrar
valdi eldsvoðum. Þegar það gerist leiðir það hins vegar oft til alvarlegra bruna eins og
dæmin sanna.
2 7 2
Arbók VFl/TFl 2005