Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 308
Rétt virkni kerfa
Rannsóknir sem gerðar hafa verið frá 1960 sýna að það eru 90-99 % líkur á að vatnsúða-
kerfi virki eins og til var ætlast, þ.e. slökkvi þann eld sem upp getur komið í
brunahólfinu. Fyrir því að kerfið virki ekki geta verið ýmsar ástæður. Kerfið getur verið
vitlaust hannað, brunaálag getur verið meira en gert hefur verið ráð fyrir í hönnun, skrúf-
að gæti verið fyrir vatnið eða vatnsþrýstingur í götu of lágur o.s.frv. Þetta gildir jafnt á
íslandi sem í öðrum löndum. Breskur staðall (DD240) gefur upp eftirfarandi gildi fyrir
virkni mismunandi brunatæknilegra kerfa, en þessi gildi eru notuð víða annars staðar,
s.s. í Svíþjóð. Ekki hafa verið settar fram sér-íslenskar reglur hvað varðar virkni
brunatæknilegra kerfa enda ekki farið fram nægjanlegar tölfræðilegar athuganir hér á
landi.
Tafla 1: Hönnunarforsendur fyrir virkni brunatæknilegra kerfa skv. breskum staöli [BSI]
Brunatæknilegt kerfi Líkurnar á réttri virkni
Vatnsúðakerfi 95%
Brunaviðvörunarkerfi (með reykskynjurum) 90%
Reykræstikerfi (lúgur/blásarar) 90%
Brunahólfun (veggur) 95%
Brunahólfandi hurðir (með pumpu) 90%
Brunahólfandi hurðir (án pumpu) 70%
Brunaviðvörunarkerfi er talið virka ef það gefur boð til réttra aðila á réttum tíma. Virknin
er því t.d. háð því að réttir skynjarar séu valdir og að allar boðleiðir til þeirra sem taka
skulu við boðunum séu í lagi. Að kerfin virki einungis í 90% tilvika kann að virðast frem-
ur lélegt en inn í þessa tölu eru tekin bæði gömul og ný kerfi og í mismunandi umhverfi.
Ef brunaviðvörunarkerfið er skoðað reglulega (skv. reglum) má reikna með að líkurnar á
virkni aukist, en geta einnig minnkað sé eftirliti ábótavant. Það er einnig mikilvægt að
prófanir á sjálfvirkum reyklúgum og reykblásurum fari fram reglulega ef tryggja á
áreiðanleika þeirra.
Líkurnar á réttri virkni brunahólfunar eru háðar því hvort veggurinn stenst þær kröfur
sem settar hafa verið á hann, t.d. EI60. Þessar kröfur eru skilgreindar af ISO (International
Standards Organisation). Þær grunnlausnir sem notaðar eru, s.s. með tvöföldu gifsi, hafa
verið prófaðar i einingum af takmarkaðri stærð án flóknari samskeyta. Þegar svo veggir
í heilli byggingu eru byggðir upp með þessum lausnum veikist kerfið að öllu jöfnu þar
sem inn í þetta spila samskeyti milli veggja, frágangur við hurðir og glugga, þéttni með
lögnum o.s.frv. Þetta á að sjálfsögðu við um aðrar tegundir veggja líka. Líkur á að
brunahólfandi hurðir virki rétt aukast þegar hurðarpumpu er komið á hurðina (eins og
almennt er krafist á íslandi) en vel þarf að huga að því að lokun hurðanna hamli ekki
starfseminni og að segullokar séu notaðir þar sem það á við. Líkurnar á virkni veggja og
hurða er einnig háð hvaða markmið er verið að miða við t.d. hvort um er að ræða reykút-
breiðslu eða eldsútbreiðslu, þ.e. öryggi fólks, eigna eða gagna.
Talsvert er til af upplýsingum um virkni brunatæknilegra kerfa þar sem mismunandi
forsendur liggja að baki tölum um virknina. Það er því hlutverk brunahönnuðar að velja
rétt gildi fyrir aðstæður hverju sinni. Eins og í öðrum tilvikum er nauðsynlegt að rök-
styðja þau gildi sem notuð eru við brunahönnun. Virkt innra eftirlit eigenda eða forráða-
manna húsnæðis (sbr. reglugerð þess efnis) er hægt að taka inn í myndina, en gæta
verður að líftíma hússins og framtíðarstarfsemi. Varasamt er að taka of mikið tillit til hins
mannlega þáttar, sérstaklega þegar litið er til lengri tíma.
306] Árbók VFl/TFl 2005