Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Qupperneq 205
undir 6 mánaða aldri nítratmengað vatn. Einnig
benda rannsóknir til að nítrat í drykkjarvatni geti
valdið krabbameini í þvagblöðru (Janos Sandor o.fl.
2001). Nítrat greinist hjá flestum veitum ofan grein-
ingarmarka og er hæst um 11% af leyfðu hámarki
eða 1,3 mg/1. Lægsta mælda gildið á nítrati er 0,038
mg/1, sem er hjá Vatnsveitu Sauðárkróks. Hjá
fjórum vatnsveitum er gefið upp að nítrat sé minna
en 0,5 mg/1, þ.e. hjá Arborg, Hafnarfirði, Reyðarfirði
og Stöðvarfirði. Þetta er óþarfa ónákvæmni. Ekki
ætti að nota hærri greiningarmörk en 0,1 mg/1 til að
miða við bakgrunnsgildi fyrir ómengað íslenskt
grunnvatn.
Á1 mælist hjá flestum vatnsveitum og er að meðal-
tali <5,32 pg/1 sem er um 2,7% af leyfðu hámarki.
Hæst er það 20,3 pg/1 sem er 10% af leyfðu hámarki.
Leyft hámark er 200 pg/1. Á1 er einn algengasti
málmur jarðar og hefur því uppruna úr bergi.
Aukning á áli í neysluvatni er þó fyrst og fremst
þegar álsúlfati er blandað í vatnið til að fella út
óhreinindi en þeirri aðferð er ekki beitt hér á landi.
Bór mælist sjaldan og aldrei hærra en 1% af leyfðu
hámarki.
100
10
£
I '
m
c
g 0,1
ro
^ 001
0,001
0,0001
_11,4 ^L12.3 -T- -T-
J—.
— — 0,388 __
LL o~ 0.1 22 _i0.05
h si 1053—L ™ h 0,0046
O.oo — 0,0003
- Hæsta gildi - Lægsta gildi - Meöaltal - Leyfileg hámörk
^
Mynd 1 Styrkur efna í neysluvatni, styrkbil, meðaltal og leyft hámark í mg/l.
Flúoríð greinist hjá fimm veitum ofan greiningarmarka. Hæst er það hjá tveimur veitum,
23% af leyfðu hámarki á Blönduósi og 19% á Siglufirði. Leyft gildi er 1,5 mg/1 en mælist
á Blönduósi 0,34 mg/1 og á Siglufirði 0,29 mg/1. Það kemur væntanlega úr setlögum þar
sem þessar vatnsveitur taka vatn úr setlögum (Freysteinn Sigurðsson, 2005). Meðaltal fyrir
tuttugu vatnsveitur er <0,137 mg/1 sem er um 9% af leyfðu hámarki. Víða um heim er
flúor bætt í vatn til að varna tannskemmdum og er þá á bilinu 0,5-1,0 mg/1 en er talið
varasamt við magn yfir 1,5 mg/1 og valda skemmdum á tannglerjungi og skemmdum á
beinum við hækkandi flúormagn (WHO-Guidelines, 2004). Magnið sem um ræðir hjá
þessum tveimur vatnsveitum er væntanlega aðeins til að bæta vatnið. Hár flúorstyrkur í
vatni í tengslum við eldgos er hættulegur jórturdýrum, s.s. kindum, og fá þær sjúkdóm í
tannhold sem nefnist gaddur og veslast upp. Þekktar eru afleiðingar þess t.d. í móðu-
harðindunum eftir Skaftárelda og Heklugos.
Járn er algengur málmur í jarðskorpunni og er því oft í grunnvatni. í miklu magni gefur
það málmbragð af vatni og vatnið verður gruggugt. Einnig myndast útfellingar í leiðsl-
um, vatnsmælum og blöndunartækjum. Það getur einnig gefið þvotti gulleitan blæ og
sest í vaska og klósett (Foreningen af vandværker i Danmark, 2003). Járn greinist að meðal-
tali hjá íslenskum vatnsveitum < 4,6 pg/1 sem eru um 2% af leyfðu hámarki. Mest mælist
járn 19,1 pg/1 sem er um 10% af leyfðu hámarki. Leyft hámark er 200 pg/1. Kopar mælist
hjá flestum vatnsveitum en í mjög litlu magni. Hámarkið fyrir kopar er 2000 pg/1. Hæst
mælist kopar 8,74 pg/1 sem er innan við 1% af leyfðu hámarki. Stærsta uppspretta málma
í neysluvatni eru úr lagnakerfum og þá fyrst og fremst úr innanhúskerfum (Henning
Karlby o.fl. 2002). í því sambandi má nefna að í Danmörku eru kröfur um að vatnsveitur
skili neysluvatni til neytenda með töluvert lægri styrk ýmissa málma en leyfileg mörk til
neyslu segja til um, þar sem gert er ráð fyrir að vatnið geti tekið þessi efni upp í innan-
húskerfum. Kopar má t.d. aðeins vera 0,1 mg/1 frá vatnsveitum inn í hús á meðan kröfur
um hámark styrk kopars úr krana er 2,0 mg/1 (BEK nr. 871 af 21/09/2001). Sýni frá
vatnsveitum í Danmörku er tekið við inntak í hús og vatnið látið renna í a.m.k. 5 mínútur
og sýni úr krana er tekið eftir að hafa staðið óhreyft í krana í 12 tíma (BEK nr. 871 af
21/09/2001, bilag lb).
Ritrýndar vísindagreinar i203