Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Page 92
eða ljósleiðarakerfis, nemur 500 milljónum króna Þessi hluti veitunnar er eðlilegur hluti
lífsgæða en ljósleiðaraframkvæmdin tekur 6 til 8 ár. Unnið verður á lághitasvæðum fyrir
306 milljónir króna og 330 milljónir króna fara til vatnsöflunar. Þrjátíu megawatta
stækkun Nesjavallavirkjunar kostar hátt í tvo milljarða króna en Hellisheiðarvirkjun
verður 90 megawött þegar hún tekur að framleiða orku en kostnaður við framkvæmdir
og framleiðslu hennar nemur 6,3 milljörðum króna. Innifalið í því eru borun, gufuveita,
fráveita, vatnsveita, kæliturnar, stjórnbúnaður og byggingar.
1/egagerð ríkisins
Útboð Vegagerðarinnar árið 2005 nema 7,2 milljörðum króna. 2,6 milljarðar króna fara til
þjónustu, 690 milljónir króna til almenningssamgangna, 2,6 milljarðar króna til viðhalds
vega, 6,4 milljónir króna til stofnkostnaðar grunnnets og 1,7 milljónir króna til stofn-
kostnaðar utan stofnnets en stærsti einstaki liðurinn þar er 540 milljónir króna til tengi-
vega, rösklega 300 milljónir til safnvega og tæplega 300 milljónir króna til brúargerðar.
Meðal útboða á árinu 2005 má nefna Suðurstrandarveg frá Hrauni að Isólfsskála, lagn-
ingu hringvegar frá Svínahrauni að Hveradalabrekku og mislæg gatnamót á vegamótum
hringvegar og Þrengslavegar, Hallsveg í Grafarvogi, tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífu-
hvammsvegi að Kaplakrika. Meðal verkefna í vinnslu má nefna gerð nýrrar akbrautar
milli Laugarnesvegar og Dalbrautar í Reykjavík og breytingu á hringvegi um Arnórs-
staðamúla upp úr Jökuldal, alls 5.3 km, en framkvæmdir gætu hafist á árinu 2006. Þessi
vegarkafli er síðasti malarspottinn á hringveginum milli Akureyrar og Egilsstaða.
/ N
&
Umferðarstofa
v___________y
J//
• JOHAN
RÖNNING HF
ISLENSKIB
SIAÍWWOI5WNDS STÁÐLÁR
HÚSASMIÐJAN
/ N
FARhCEW
v y
A,
Q SELTJARNARNESBÆR
TÆKNIDEILD
V y
9 0
Árbók VFÍ/TFÍ 2005