Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2005, Blaðsíða 62
veðmörkum. Viðræðurnar hafa leitt til þess að ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs
við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) á þessu sviði og er stefnt að undirritun
samninga á næstu dögum og kynningar meðal sjóðfélaga í kjölfarið. Breytingin mun fela
í sér að SPRON verður lánveitandinn en lífeyrissjóðurinn fjármagnar samsvarandi
fjárhæð og núgildandi sjóðfélagalán og með sömu vöxtum, 3,5%. Heildarlánið til
sjóðfélagans ber því lægri meðalvexti en almennt tíðkast og getur farið upp að 80%
veðmörkum. Einnig verður unnt að færa núverandi sjóðfélagalán inn í þennan ramma og
auka þannig svigrúm sjóðfélaga. Lífeyrissjóðurinn mun sem fyrr fá 3,5% verðtryggða
vexti af sínum fjármunum sem bundnir eru í sjóðfélagalánum.
Rekstrarkostnaður sjóðsins hækkaði um tæpar 2,5 milljónir króna á milli ára, úr 31,4
milljónum króna í 33,9 milljónir króna, eða um 8%. Hækkunin stafar einkum af hækkun
launakostnaðar vegna fjölgunar starfsfólks. Hlutfall rekstrarkostnaðar af heildareignum
sjóðsins lækkaði milli ára eins og búist hafði verið við. Það er nú komið niður í 0,19% og
hefur aldrei verið lægra.
Helsta framfaraverkefnið í daglegum rekstri sjóðsins er sem fyrr að auka rafræna vinnslu
og bæta upplýsingagjöf til sjóðfélaga og launagreiðenda, m.a. með aðgengi á netinu.
Tekinn var í gagnið launagreiðendavefur sem gerir launagreiðendum kleift að senda
skilagreinar rafrænt og fylgjast með greiðslustöðu sinni. Hefur þetta þegar leitt af sér
merkjanlegt hagræði í iðgjaldaskráningu og upplýsingagjöf. Rúmlega 620 sjóðfélagar
hafa sótt um lykilorð til sjóðsins til að skoða iðgjöld og réttindi sín á netinu.
Starfsmönnum sjóðsins fjölgaði um einn á árinu, er Guðmundur V. Friðjónsson var
ráðinn fjármálastjóri frá 1. október. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og lauk á sl. ári
framhaldsnámi í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Arósum.
Meðalfjöldi starfsmanna hjá sjóðnum á árinu 2004 var 4,25. Heildarfjárhæð launa var kr.
27.383.861. Þar af námu laun stjórnar kr. 2.235.600 og framkvæmdastjóra kr. 9.164.346.
í lok ársins 2004 áttu 2.975 sjóðfélagar réttindi í sjóðnum, en 2.343 sjóðfélagar greiddu
iðgjöld í sjóðinn á árinu. Sjóðfélögum fjölgaði um 131 á árinu. Að jafnaði greiddu 2.082
sjóðfélagar reglulega mánaðargreiðslur í sjóðinn.
Stjórn sjóðsins var þannig skipuð á því starfsári sem nú er að ljúka: Sigurður Áss
Grétarsson formaður, Björn Z. Ásgrímsson varaformaður og meðstjórnendur
Guðbrandur Guðmundsson, Jónas Bjarnason og Þórir Guðmundsson.
Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir 16 stjórnarfundir, auk þess sem stjórnin hefur átt
nokkra fundi um fjárfestingar sjóðsins, m.a. með fjármálafyrirtækjum og ráðgjöfum.
Nú er afmælisár sjóðsins. Stofnfundur hans var haldinn 28. september 1954 og voru því
sl. haust liðin 50 ár frá stofnun hans. Samþykktir hans hlutu staðfestingu fjár-
málaráðuneytisins 29. apríl 1955, fyrir nákvæmlega 50 árum. Sú staðfesting var þá for-
senda þess að iðgjöld til sjóðsins væru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum og sjóð-
urinn teldist fullgildur lífeyrissjóður.
ðOiArbók VFl/TFl 2005