Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.01.2012, Qupperneq 6
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR6 fréttaskýring Hvað þýðir það að hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara? Fleiri en hundrað einstaklingar hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara á málum tengdum bankahruninu. Sumir þeirra eru grunaðir í fleiri málum en einu. Eins og greint hefur verið frá í fjöl miðlum var Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem var yfir maður hjá Kaup þingi fyrir hrun og hefur nú réttar stöðu sak bornings, nýverið ráðinn framkvæmda­ stjóri Atvinnu þróunar félags Eyja­ fjarðar. Stjórnarformaður Atvinnu­ þróunar félagsins hefur sagt að Þorvaldur Lúðvík sé saklaus uns sekt er sönnuð eins og aðrir og því sé ekkert athuga vert við ráðninguna. Alþingismenn hafa nokkrum sinnum beint þeirri fyrirspurn til sérstaks sak sóknara hversu margir hafa réttar stöðu sak­ bornings í rann sóknum hans. Síðasta svar barst í mars í fyrra og var talan þá 216. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þá tölu ekki segja alla söguna, því þá séu þeir margtaldir sem komi við sögu í fleiri málum en einu. Sé hver einstaklingur einungis talinn einu sinni lækki talan um rúmlega helming. Engu að síður hafi sakborningum fjölgað verulega síðan þá, einkum í síðustu rassíu tengdri Glitni í lok árs. Embættinu hefur gjarnan verið borið á brýn að stimpla menn sak­ borninga af litlu tilefni. Þetta segir Ólafur Þór ekki standast skoðun. „Það er látið með þetta úti í sam félaginu eins og við séum að skreyta menn með þessu að ó þörfu, en við teljum að við séum bara að fylgja lög unum,“ segir hann. „Við erum al gjör lega með vituð um að það sé þung bært að vera í þeirri stöðu að vera sak borningur en við sjáum ekki annað en að lögin setji okkur ákveðnar leik reglur í þeim efnum.“ Hann bendir á að lög kveði á um að þeir skuli fá réttar stöðu sak­ bornings sem viss grunur sé um að hafi átt aðild að refsi verðri hátt­ semi. Ekki þurfi að vera uppi rök­ studdur grunur um að þeir hafi sjálfir gerst sekir um af brot. Þetta sé skýrt í lögum. „Í okkar málum erum við oft með fjármálagerninga sem ganga gjarnan á milli mjög margra manna innan fjármála­ stofnunar áður en þeir eru á end­ anum afgreiddir, þannig að það eru mjög margir sem eiga aðild að verknaðinum með einhverjum hætti,“ segir hann. Alls ekki allir grunaðir eru á endanum ákærðir fyrir afbrot. Ólafur bendir á svokallað Exeter­ mál, þar sem tólf höfðu réttarstöðu sakbornings við lok rannsóknar en einungis þrír voru ákærðir. Enn fremur segir Ólafur að réttar staða sakbornings færi mönnum aukin réttindi við skýrslutökur. „Þeir þurfa þá ekki að fella sök á sjálfa sig með fram­ burði, þeim er ekki gerð refsing þó að þeir beri rangt og eiga rétt á að hafa viðstadda verjendur,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Grunaðir eru alls ekki allir ákærðir Réttarstaða sakbornings þýðir ekki að viðkomandi hafi framið glæp. Í Exeter- málinu voru þrír ákærðir af tólf með þá réttarstöðu. Staðan veitir mönnum aukin réttindi og sérstakur saksóknari segir hana ekki notaða óhóflega. Þorvaldur lúðvík sigur- jónsson sérstakur saksóknari Ólafur Þór Hauksson vísar því á bug að embætti hans skreyti menn með sakborningsstimpli að óþörfu. Fréttablaðið/steFán FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma heldur fræðslufund fimmtudaginn 12. janúar nk. Fundurinn sem hefst kl. 20.00 verður haldinn í Mörk – hjúkrunarheimili, Suðurlandsbraut 66, 108 Reykjavík Dagskrá: • Fréttir af starfi FAAS: Fanney Proppé Eiríksdóttir, formaður. • Kynning á hjúkrunarheimilinu: Ragnhildur G. Hjartardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar • Magnús Jóhannsson, sálfræðingur heldur erindi sem hann nefnir: Væg vitræn skerðing: hvar liggja mörkin milli eðlilegs minnistaps og byrjandi heilabilunar? • Umræður og fyrirspurnir Mörk – hjúkrunarheimili býður fundargestum kaffi- veitingar. Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta. Allir eru velkomnir. Bestu kveðjur Stjórn FAAS heiLbRiGðismáL Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um bættar horfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa vakið heimsathygli. Læknar við Læknadeild Háskóla Íslands og skurðdeild Landspítala birtu grein í gær í einu virtasta vísindariti innan þvagfæraskurðlækninga, Journal of Urology. Þá var hún forsíðufrétt í blaðinu Renal & Urology News. Þar er bent á að rúmlega helmingur nýrnafrumu­ krabbameina á Íslandi greinist nú fyrir tilviljun, en 1971 var hlutfallið um 11 prósent. Þessi þróun hefur leitt til þess að horfur sjúklinga með nýrna­ frumukrabbamein hafa vænkast umtalsvert hér á landi. Í tilkynningu um málið segir að ástæðan fyrir þessari hröðu aukningu tilviljanagreininga er útbreidd notkun tölvusneiðmynda og ómskoðanir. „Hér á landi er aðgengi sjúklinga að þess konar rannsóknum óvenjugott, bæði á sjúkrahúsum og einkareknum læknastofum,“ segir í tilkynningunni. Nýrnafrumukrabbamein er langalgengasta illkynja æxlið sem greinist í nýrum en hér á landi greinast hátt í 30 einstaklingar árlega með sjúkdóminn. Nýrnafrumukrabbamein er óvíða algengara í heiminum en hér á landi og er ástæðan fyrir því óþekkt. - sv Ný íslensk heilbrigðisrannsókn á nýrnafrumukrabbameini vekur heimsathygli: Batahorfur mun betri en áður aðgerð nýrnafrumukrabbamein er óvíða í heiminum eins algengt og hér á landi. öRyGGismáL Tundurdufli var eytt á Héraðs sandi á Austur landi á miðvikudags kvöld af sprengju sveit Landhelgis gæslunnar. Gæslan hefur gert um fimm þúsund tundur dufl ó virk af þeim rúmlega 100 þúsund sem Bretar lögðu úti fyrir Aust­ fjörðum í seinni heims styrjöldinni. Tundurdufl fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi á miðvikudag og fékk sprengjusveit Gæslunnar sendar myndir sem staðfestu að um var að ræða dufl frá seinni heimsstyrjöldinni. Talið var nauðsynlegt að fara á staðinn til að eyða því. Í duflinu reyndist vera virkt sprengiefni og var það sprengt á staðnum með dínamíti og plast­ sprengiefni. Ekki sáust fleiri dufl í sandinum að þessu sinni. Að sögn sprengjusérfræðinga geta tundurdufl varðveist vel í sandi ef þau eru alveg grafin niður en koma upp á yfirborðið við breytingar í sandinum – eins geta þau horfið skyndilega. Mikilvægt er fyrir sprengjusérfræðinga að vera fljótir á vettvang eftir að tilkynning um dufl hefur borist til þeirra. Best er að hafa samband við 112, segir í frétt frá LHG. - shá Landhelgisgæslan hefur gert 5.000 tundurdufl óvirk síðustu áratugina: Tundurdufli eytt á Héraðssandi dufl á Héraðssandi sprengjusér- fræðingur kannar hér innihald duflsins. Héraðsflóinn breiðir úr sér að baki hans. Fréttablaðið/sigurður ásgrímsson FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! DÓmsmáL Rúmlega þrítugur karl­ maður hefur verið ákærður fyrir þjófnaði og fjársvik. Manninum er gefið að sök að hafa stolið upptöku vélum, spjald tölvu og hangikjöts læri úr þremur verslunum. Samtals var þýfið að verð mæti um 275 þúsund krónur. Þá stal maðurinn greiðslu korti. Með því verslaði hann í níu verslunum fyrir tæpar 70 þúsund krónur. Gerðar eru kröfur á manninn fyrir hönd þriggja af þeim verslunum sem hann stal vörum úr. - jss Rúmlega þrítugur ákærður: Stal búnaði og hangikjötslæri Ætlar þú að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu á EM í handbolta? já 64,4% nei 35,6% spurning dagsins í dag Grunar þig að heimili þitt sé sýkt af sveppum? kjörkassinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.