Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 10

Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 10
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR10 Fréttaskýring: Staða ríkisstjórnarinnar kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Stjórnarflokkarnir munu ræða við Hreyfinguna um stuðning í einstökum málum. Ólíklegt er að Sam- fylkingin haldi aukalands- fund. Nokkrar óánægju- raddir hafa heyrst innan Vinstri grænna. Stefnt að kvótafrumvarpi í vor. Alþingi kemur saman á ný 16. janúar. Búast má við því að fljót- lega komi fram tillaga um van- traust á ríkisstjórnina, raunar væri fráleitt ef stjórnarandstaðan léti ekki reyna á styrk stjórnarinn- ar. Stjórnarliðar sem Fréttablaðið ræddi við óttuðust þó ekki slíka tillögu og töldu að stjórnin mundi standa hana af sér. Ekkert er þó gefið í þeim efnum, þó líklegt verði að teljast að sú verði raunin. Ljóst er að Jón Bjarnason er ekki ánægður með að hafa verið bolað út úr ríkisstjórn, en það að styðja ekki ríkisstjórn gegn vantrausti mundi jafngilda því að segja sig úr Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði. Ólíklegt verður að teljast að hann geri það. Evrópumálin Jón hefur hins vegar boðað það að hann muni vinna að endurreisn Vinstri grænna, en hann telur það að hann sé ekki lengur ráðherra hafa höggvið stórt skarð í trú- verðugleika Vinstri grænna. Jón og stuðningsmenn hans hafa klætt brotthvarf hans í búning þægni við samstarfsflokkinn vegna umsókn- ar að Evrópusambandinu. Sú söguskýring beið nokkurn hnekki við það að Jón var ekki eini ráð- herrann sem yfirgaf ríkisstjórn- ina. Árni Páll Árnason verður seint sakaður um andstöðu við Evrópu- sambandið. Þá má velta því upp hvort í raun sé mikill munur á afstöðu Jóns og eftirmanns hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu gagn- vart Evrópusambandinu. Þó Stein- grímur J. Sigfússon sé á þeirri skoðun að klára eigi aðildarvið- ræðurnar og bera samninginn undir þjóðaratkvæði, telst hann trauðla til stuðningsmanna ESB. Evróputengingin við brotthvarf Jóns verður því frekar að skoðast í ljósi almennrar andstöðu innan Vinstri grænna um hvernig málum er háttað varðandi ESB. Fjölmörgum flokksmönnum mis- líkar að sitja í ríkisstjórn sem á í aðildarviðræðum við sambandið. Margir nefndu við Fréttablaðið að flokksforystan þyrfti að átta sig á þeirri stöðu og koma málunum í einhvern farsælan farveg. Það þýddi ekki að draga ætti umsókn- ina til baka; mun fremur að afstaða flokksins gagnvart aðild yrði skýr- ari og markmið með viðræðunum ljósari. Minnihlutastjórn? Haft hefur verið á orði að stjórnin virki eins og minnihlutastjórn og það má að sumu leyti til sanns vegar færa. Hún hefur þurft að semja um einstök málefni og ekki getað reitt sig á vísan stuðning allra þingmanna. Viðræður áttu sér stað við Hreyfinguna fyrir hátíðirnar um stuðning þingmanna hennar. Þeim lauk ekki en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða þær teknar upp að nýju fljótlega. Munu þær snúast um stuðning við framgang einstakra mála, ekki endilega um vörn gegn vantrausti. Þar á meðal eru mál sem Hreyfingin hefur bar- ist fyrir, svo sem lýðræðisumbætur og stjórnarskrármál. Deilt var um tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar í síðustu viku. Hún var þó á endanum samþykkt með 77 atkvæðum gegn 28, meðal annars eftir að Árni Páll Árnason hvatti til að hún yrði samþykkt. Óljós sýn Staða Árna Páls eftir breyting- arnar er óljós. Heimildir Frétta- blaðsins herma að ein hugmynd væri að hann tæki við sem þing- flokksformaður, nú þegar Oddný G. Harðardóttir er orðin ráðherra. Það hvernig hann tekur á breyttri stöðu sinni ræður miklu þar um. Einnig kemur til greina að vara- formaður þingflokksins, Magnús Orri Schram, taki við stöðunni og því verði ekki kosið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þótti mörgu Samfylking- arfólki skorta sýn með breyting- unum. Vinstri græn væru að fá risastórt ráðuneyti atvinnuvega gegn því að Samfylking fengi fjár- málaráðuneytið. Haft var á orði að Steingrímur hefði greinilega ljósa sýn með sínum hugmyndum; fjár- málaráðuneytið væri gefið eftir en í staðinn fengist stórt ráðuneyti atvinnuveganna. Fjármálaráðuneytið færist yfir til Samfylkingarinnar, en það að því ætti að stýra umrædd Oddný í sjö mánuði og svo annar taka við þótti sumum hins vegar draga úr mikilvæginu. Ekki að Oddný stýrði því, heldur að um það væri þetta hringl. Ef fjármálaráðuneytið væri svo mikils virði að samstarfs- flokkurinn fengi yfirráð yfir öllum atvinnuvegum landsins gegn þessu eina ráðuneyti, þá þyrfti að vera skörp sýn á það hvernig fjármála- ráðuneytinu yrði stýrt. kvótanum breytt Innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ríkir meiri ánægja með breytingarnar. Flokk- urinn hefur fengið öflugt ráðuneyti og betri möguleika á að koma mál- efnum sínum á framfæri. Þar ber hæst breytingar á kvóta- kerfinu, en fullur hugur ríkir á að koma fram með frumvarp þess efnis á vorþinginu. Óánægja með hvernig Jón Bjarnason hélt á þeim málum var kornið sem fyllti mæl- inn varðandi kröfuna um brott- hvarf hans. Ætli ríkisstjórnin að breyta kerfinu verður hún að koma fram með frumvarp í vor. Næsta fiskveiðiár hefst 1. september og kosningar verða vorið 2013. Tæp- lega væri það þægilegt að fara í kosningar án þess að breytingarn- ar væru komnar til framkvæmda, að einhverju leyti í það minnsta. Vissulega á Jón Bjarnason sína stuðningsmenn og óánægja er um brotthvarf hans víðs vegar í flokknum. Sú óánægja hefur hing- að til verið bundin við einstaklinga og ekki síst menn sem þekktir eru af harðri gagnrýni á flokkinn. Það eru ekki síst andstæðingar Evrópu- sambandsins sem hafa gagnrýnt brotthvarfið og tengt það þjónkun Vinstri grænna við Samfylkinguna í þeim málum, líkt og áður er sagt. Flokkurinn hélt landsfund í haust og þar var andstaðan við Evrópusambandsaðild ítrekuð. Ekki var þó samþykkt að slíta viðræðunum og því hefur foryst- an umboð til þess að halda þeim áfram. Flokkurinn verður því sem fyrr í þeirri stöðu að vera í við- ræðum um aðild að bandalagi sem hann vill ekki vera í. alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur Semja um stuðning í einstökum málum ný ríkisstjÓrn Alþingi kemur saman á ný 16. janúar. Fljótlega eftir það má búast við að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði lög fram. FréttAblAðið/dAníel Klínísk lyfjarannsókn Leitað er að þátttakendum í rannsókn á nýjum augnd- ropum. Rannsóknin heitir: „Dorzolamíð augndropar einu sinni á dag“. Í rannsókninni er skoðuð verkun og öryggi nýrra dorzolamíð augndropa og borið saman við hefðbundna dorzolamíð augndropa. Tilgangur meðferðar er að lækka augnþrýsting. Leitað er eftir þátttakendum á aldrinum 18 – 80 ára, sem hafa hækkaðan augnþrýsting eða grun um hækk- aðan augnþrýsting og eru ekki á glákumeðferð. Tuttugu einstaklingar munu taka þátt í rannsókninni og varir þátttaka í um 4 vikur (með hléum). Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er próf. Einar Stefáns- son augnlæknir, augndeild Landspítala. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og Lyfjastofnunar. Þeir sem telja sig vera með hækkaðan augnþrýsting og hafa áhuga á þátttöku í þessari rannsókn geta fengið frekari upplýsingar hjá gudrun@ocul.is. Ekki er greitt fyrir þátttöku í rannsókninni en komið er til móts við þátttakendur hvað varðar óþægindi og ferðakostnað. Tekið skal fram að þeir sem hafa samband eru með því aðeins að lýsa yfir áhuga sínum á því að fá frekari upplýsingar, ekki að skuldbinda sig til þátttöku. Þeir sem taka þátt í rannsókninni geta hvenær sem er dregið sig út úr rannsókninni án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.