Fréttablaðið - 07.01.2012, Síða 11

Fréttablaðið - 07.01.2012, Síða 11
LAUGARDAGUR 7. janúar 2012 11 sveitARstjóRniR Bæjarráð Hveragerðis segist harma hugmyndir starfshóps sjávarútvegs- ráðherra um ráðstöfun veiðileyfagjalds vegna fiskveiða við Ísland. Samkvæmt hugmynd starfshópsins, sem skipaður var af Jóni Bjarnasyni, þáver- andi sjávarútvegsráðherra, á 50 prósent af veiðileyfa gjaldinu að renna í ríkissjóð, 40 prósent til sjávarbyggða og 10 prósent til þróunar- og markaðssmála í sjávarútvegi. „Það er álit bæjarráðs að allar auðlindir Íslands eigi að vera sameign landsmanna. Því er með öllu óskiljanlegt hvers vegna starfs- hópurinn gerir ráð fyrir skiptingu auðlinda- gjalds með það að markmiði að einungis hluti þjóðarinnar njóti. Slíkt munu íbúar þeirra sveitarfélaga sem skarðan hlut bera frá borði ekki sætta sig við,“ segja Hvergerðingar sem veittu málinu athygli í síðasta mánuði er þeim barst ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar. Ólíkt Hvergerðingum fagna Skagfirðingar tillögum starfshópsins. Þær séu viðurkenning „á þeirri miklu tilfærslu fjármagns sem við lýði er frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og styður þá viðleitni sem í tillögunum er að finna til að tekjurnar komi til baka, að minnsta kosti að hluta til.“ - gar Tillaga starfshóps sjávaraútvegsráðherra um skiptingu veiðileyfagjalds fellur í grýttan jarðveg í Hveragerði: Sættast ekki á skertan hlut af auðlindum Hveragerði Veiðileyfagjald á að renna til ríkisisins, sjávarbyggða og markaðsmála í sjávarútvegi. Hvergerðingar telja sig hlunnfarna. Fréttablaðið/rósa efnAhAGsmáL Vöruskipti við útlönd voru jákvæð um 112 milljarða króna á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þetta er heldur lakari vöruskiptajöfnuður en á síðasta ári, þegar hann nam ríflega 120 milljörðum króna. Á síðasta ári voru fluttar inn vörur fyrir 513,6 milljarða en út fyrir 625,6 milljarða króna sam- kvæmt upp lýsingum frá Hag- stofunni. Á árinu 2010 voru fluttar inn vörur fyrir 440,8 milljarða en út fyrir 561 milljarð króna. - bj Vöruskipti við útlönd jákvæð: Jöfnuður minni en á síðasta ári oRkUmáL Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK ohf., hafa gert samning um lagningu hitaveitu til Skagastrandar. Samningurinn felur í sér framlag sveitarfélagsins til RARIK sem mun leggja stofnæð og dreifiveitu um byggðina á Skagaströnd og tengingu við hitaveitu Blönduóss. Með framlagi sveitarfélags og sérstöku framlagi á fjár- lögum ríkisins hefur arðsemi af veitunni verið tryggð, kemur fram í frétt frá RARIK. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús munu tengjast haustið 2013 og að öll hús hafi möguleika á tengingu haustið 2014. - shá Hitaveita til Skagastrandar: Tengja fyrstu hús árið 2013 frá skagaströnd bylting verður í sveitarfélaginu með nýrri hitaveitu. Fréttablaðið/steFán hoLLAnD, AP Fjögur þorp í norðan- verðu Hollandi, samtals með um 800 íbúa, voru rýmd í gær af ótta við að flóðvarnargarðar myndu bresta. Miklar rigningar síðustu daga og hvassviðri hafa orðið til þess að mikla vinnu hefur þurft að leggja í að styrkja garðana með sandpokum og öðrum ráðum. Litlar líkur eru reyndar sagðar á því að varnargarðarnir bresti, en fari svo myndi allt að 1,5 metra djúpt vatn flæða yfir hundruð hektara lands. Fjórðungur Hollands er neðan sjávarmáls og talið er að 55 prósent landsins séu í flóðahættu. Flóðvarnargarðarnir, sem halda vatninu í skefjum, eru þúsundir kílómetra að lengd samtals. - gb Flóðahætta í Hollandi: Rýma þurfti átta þorp flóðvarnargarðar styrktir tugir manna unnu að því að styrkja garðana með sandpokum. nordicpHotos/aFp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.