Fréttablaðið - 07.01.2012, Síða 20

Fréttablaðið - 07.01.2012, Síða 20
Staðgreiðsla Staðgreiðsla skatta 2012 er reiknuð í þremur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur er sem hér segir: Af fyrstu 230.000 kr. 37,34% Af næstu 474.367 kr. 40,24% Af fjárhæð umfram 704.367 kr. 46,24% Frá reiknuðum skatti dregst persónuafsláttur, sem er 46.532 kr. á mánuði. Sjómannaafsláttur er 493 kr. á dag. Frádráttur vegna iðgjalda í séreignarsjóð Heimill frádráttur vegna greiðslu launþega í séreignar- sjóð lífeyrisréttinda breytist úr 4% í 2% frá og með 1. janúar 2012. Laun frá fleiri en einum launagreiðanda Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að passa að rétt hlutfall sé notað við útreikning á staðgreiðslu. Fari laun yfir 230.000 kr. hjá einum launa- greiðanda þarf að reikna 40,24% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum, eða eftir atvikum 46,24%. Tryggingagjald Tryggingagjald er 7,79% og lækkar frá fyrra ári. Fjármagnstekjuskattur Skattur á fjármagnstekjur er 20%. Framtal og álagning Barnabætur Barnabætur með fyrsta barni hjóna eru 152.331 kr. og með hverju barni umfram eitt 181.323 kr. Bætur með fyrsta barni einstæðra foreldra eru 253.716 kr. og með hverju barni umfram eitt 260.262 kr. Skerðingarmörk vegna tekna eru 3.600.000 kr. hjá hjónum og 1.800.000 kr. hjá einstæðum foreldrum. Bæturnar skerðast um 3% af tekjum umfram þessi mörk fyrir eitt barn, 5% fyrir tvö börn og 7% ef börnin eru þrjú eða fleiri. Viðbótargreiðsla með hverju barni yngra en 7 ára er 61.191 kr. og skerðist um 3% af tekjum umfram ofan- greind mörk. Vaxtabætur Hámark vaxtabóta er 400.000 kr. fyrir einhleyping, 500.000 kr. fyrir einstætt foreldri og 600.000 kr. fyrir hjón/sambúðarfólk. Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta geta ekki orðið hærri en 7% af eftirstöðvum skulda vegna íbúðarkaupa og að hámarki 800.000 kr. hjá einhleypingi, 1.000.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 1.200.000 kr. hjá hjónum og sam- búðarfólki. Skerðing vegna tekna er 8% af tekjustofni. Vaxtabætur einhleypinga og einstæðra foreldra byrja að skerðast við nettóeign 4.000.000 kr. og falla niður þegar hún nær 6.400.000 kr. Vaxtabætur hjóna og sambúðarfólks byrja að skerðast við nettóeign 6.500.000 kr. og falla niður þegar hún nær 10.400.000 kr. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla Til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur kemur sérstök niðurgreiðsla vaxta. Vaxtaniðurgreiðslan er 0,6% af skuldum vegna íbúðar- húsnæðis til eigin nota, þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. fyrir hjón, sambúðarfólk og einstæða foreldra. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd, en eignatengd og byrjar að skerðast þegar nettóeign einstaklings fer yfir 10.000.000 kr. eða nettóeign hjóna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra fer yfir 15.000.000 kr. og fellur niður við tvöfalt hærri fjárhæð. Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi, 1. maí og 1. ágúst. Auðlegðarskattur Á nettóeign einhleypings umfram 75 milljónir kr. og að 150 milljónum kr. og nettóeign hjóna umfram 100 milljónir kr. og að 200 milljónum kr. er lagður 1,5% auðlegðarskattur. Á nettóeign umfram þessar fjárhæðir er lagður 2% auðlegðarskattur. Auðlegðarskattur er ekki lagður á félög. Fjármagnstekjuskattur Frítekjumark vegna vaxtatekna er 100.000 kr. á mann. Frítekjumark vegna leigutekna manna af íbúðarhúsnæði er 30% af leigutekjum. Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigu- tekjur af öðru en íbúðarhúsnæði. Skattlagning lögaðila Tekjuskattur hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- félaga verður 20% við álagningu 2012. Tekjuskattur annarra lögaðila verður 36% og gildir það m.a. um sameignar- og samlagsfélög, þrotabú og dánarbú. Allir vinna Í framtali 2012 er veitt lækkun á tekjuskattsstofni manna vegna vinnu við endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði til eigin nota. Frádrátturinn er 50% af vinnu, án vsk., þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og einstæðu foreldri og 300.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Skilyrði er að sótt hafi verið um frádráttinn, með umsókn um endurgreiðslu á virðisaukaskatti, fyrir 1. febrúar 2012 (sjá eyðublaðið RSK 10.18). Nýir skattar og gjöld Gistináttaskattur Frá 1. janúar 2012 ber þeim sem selja gistingu og eru á virðisaukaskattsskrá að innheimta og skila í ríkissjóð gistináttaskatti að fjárhæð 100 kr. á hverja selda gistinátta einingu. Skattskyldum aðilum ber að tilkynna sig inn á stofnskrá gistináttaskatts á þjónustusíðu ríkisskattstjóra www.skattur.is. Fjársýsluskattur Fjársýsluskattur er 5,45% og er lagður á allar tegundir launa og þóknana hjá fjármálafyrirtækjum, verðbréfa- fyrirtækjum og tryggingafélögum auk Íbúðalánasjóðs. Skatturinn er greiddur mánaðarlega í staðgreiðslu, í fyrsta skipti 1. apríl 2012 (vegna jan., febr. og mars). Sérstakur fjársýsluskattur Við álagningu 2013 verður lagður á sérstakur 6% fjársýsluskattur á tekjuskattsstofn umfram 1.000.000.000 kr. hjá aðilum sem greiða fjársýsluskatt. Greiða skal fyrirfram upp í skattinn mánaðarlega á árinu 2012, í fyrsta skipti 1. apríl 2012 (vegna jan., febr. og mars). Viðbót við sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki Við álagningu opinberra gjalda 2012 og 2013 leggst til viðbótar við sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki 0,0875% skattur. Gjaldstofninn er heildarskuldir samkvæmt skattframtali. Gjalddagi er 1. nóvember á gjaldári og fyrirframgreiðsla 1. nóvember á tekjuári. Sérstakt gjald á lífeyrissjóði Við álagningu opinberra gjalda 2012 og 2013 skal 0,0814% gjald lagt á lífeyrissjóði. Skattstofninn er hrein eign til greiðslu lífeyris. Gjalddagi er 1. nóvember. (Lífeyrissjóðir bera ekki fjársýsluskatta.) Fyrirframgreiðsla vegna 2012 var 31. desember 2011 og fyrirframgreiðsla vegna 2013 er 1. nóvember 2012. Nánari upplýsingar á www.rsk.is Skattar, gjöld og bætur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.