Fréttablaðið - 07.01.2012, Síða 32

Fréttablaðið - 07.01.2012, Síða 32
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR32 V iktor Orban hefur verið líkt við Vladimír Pútín, sem hefur notið mikilla vinsælda í Rússlandi, en um leið gætt þess að hafa „taumhald á lýð­ ræðinu“ til að geta haldið í völdin sem lengst. Orban hefur verið stórtækur í breyt­ ingum á bæði stjórnarskrá og öðrum mikilvægum lögum landsins, að því er virðist með það markmið helst að tryggja sjálfum sér völdin til frambúðar. Mannréttindasamtök gagnrýna breyt­ ingarnar harðlega, segja alþjóðasamninga brotna og lýðræðið laskað. Leiðtogar Evrópu sambandsins og annarra aðildar­ ríkja þess fylgjast með í forundran en hafa hikað við aðgerðir. Evrópusambandið Nú í vikunni, eftir að ný stjórnarskrá tók gildi um áramót, hafa þó þrír þingflokkar á Evrópuþinginu krafist aðgerða: Þing­ hópar frjálslyndra demókrata, sósíalista og græningja hvetja yfirstjórn Evrópu­ sambandsins til þess að samþykkja refsi­ aðgerðir gegn Ungverjalandi. Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætis­ ráðherra Belgíu, segir fulla ástæðu til að beita nú refsiaðgerðum sambærilegum þeim sem beitt var gegn þjóðernis­ sinnanum Jörg Haider í Austurríki árið 2000 þegar Frelsisflokkur hans tók þátt í samsteypustjórn landsins og hætta þótti á mannréttindabrotum af þeim sökum. Mótmæli Á mánudaginn komu tugir þúsunda Ung­ verja saman í miðborg Búdapest þegar forsætisráðherrann og fleiri ráðamenn landsins fögnuðu gildistöku nýju stjórnarskrárinnar í Ríkislistasafninu. Mótmælendur sögðu stjórnvöld full af hræsni, stjórnarskráin grafi undan lýðræði og mannréttindum og stjórnmálamenn taki sér æ meiri völd, meðal annars yfir fjöl­ miðlum, trúfélögum, dómstólum landsins og seðlabankanum. Þeir kölluðu forsætisráðherrann Viktator, þar sem steypt er saman nafni hans, Viktor, og orðinu diktator eða einræðis herra. Þeir sögðu hann hafa keyrt landið niður í „ruslflokk“, með tilvísan í sífellt lægra lánshæfismat ríkisins. Umdeilt Meðal umdeildra ákvæða í nýju stjórnar­ skránni eru meðal annars beinar tilvísanir til þjóðernisstolts, kristinnar trúar og hinnar „heilögu krúnu“ ríkisins. Þá er hjónaband skilgreint sem samband karls og konu og kveðið á um að vernda beri líf í móðurkviði allt frá getnaði. Auk stjór na rsk rá r i n na r h a fa fjölmiðlalög, sem sett voru á síðasta ári, verið harðlega gagnrýnd fyrir það að þrengja of mikið að fjölmiðlafrelsi. Meðal annars var sett á stofn sérstök eftirlitsstofnun með fjölmiðlum, sem hefur vald til að leggja háar fjársektir á fjölmiðla ef umfjöllun þeirra telst – að mati nýja fjölmiðla eftirlitsins – annaðhvort vera óhlutdræg eða ósiðleg. Síðastliðið sumar samþykkti ungverska þingið einnig með yfirgnæfandi meirihluta ný kirkjulög sem veita einungis 14 af þeim 358 trúfélögum sem til eru í landinu formlega viðurkenningu sem opinber trúfélög. Þetta hefur verið gagnrýnt fyrir að þrengja um of að starfsemi annarra trúfélaga en þeirra, sem fengið hafa opinbera viðurkenningu, og þar með brot á trúfrelsisákvæðum alþjóðlegra mannréttindasamninga. Dómstóll Stjórnarskrárdómstóll landsins komst reyndar í desember að þeirri niðurstöðu að nokkur ákvæði í fjölmiðla lögunum og kirkju lögunum standist ekki stjórnar­ skrá. Hins vegar er óljóst hvaða gildi úrskurður dómstólsins hefur í reynd nú þegar breytt stjórnarskrá hefur tekið gildi aðeins fáeinum vikum síðar. Stjórnlagadómstólnum hafa nú verið settar skorður og fari málið þrátt fyrir það aftur fyrir dómstólinn gæti niðurstaðan orðið þveröfug, enda eru í nýju stjórnarskránni ákvæði sem beinlínis kalla á breytt lög um fjölmiðla, trúfélög og aðrar helstu stofnanir ungversks samfélags. Fall kommúnismans Fidesz er íhaldsflokkur, stærsti flokkur landsins og var upphaflega stofnaður árið 1988 af ungum og frjálslyndum stjórnar­ andstæðingum. Liðsmenn voru framan af einkum námsmenn sem höfðu sætt ofsóknum af hálfu kommúnistastjórnar landsins vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þessi öflugi hópur námsmanna stóð framarlega í lýðræðisbaráttu almenn­ ings í Ungverjalandi sem efldist hratt með þeim árangri að kommúnistastjórnin féll haustið 1989 á svipuðum tíma og stjórnvöld annarra Austantjaldsríkja. Núverandi leiðtogi flokksins, Viktor Orban, stóð framarlega í þeirri baráttu, þá 25 ára gamall nýútskrifaður lögfræðingur. Þann 16. júní árið 1989 flutti hann fræga ræðu á Hetjutorginu í Búdapest þar sem hann krafðist frjálsra kosninga og brotthvarf sovéska hersins. Íhaldsstefna Í fyrstu náði Fidesz samt ekki miklu flugi í kosningum og hlaut innan við tíu prósenta fylgi í fyrstu tvennum kosningum eftir fall kommúnismans. Það var ekki fyrr en Viktor Orban hafði tekið við forystu flokksins sem fylgið tók að vaxa verulega. Undir forystu Orbans breytti flokkurinn um áherslu, lagði af frjálslyndið og tók upp íhaldssama hægristefnu. Við nafn flokksins, Fidesz, sem er skammstöfun og stendur fyrir Bandalag ungra lýðræðissinna. var bætt orðunum; Borgarabandalag Ungverjalands. Þetta skilaði flokknum 28 prósentum atkvæða árið 1998 og sama ár varð Orban forsætisráðherra í samsteypustjórn með öðrum forystuöflum úr lýðræðis­ byltingunni árið 1989. Árin 2002 til 2010 var Orban í stjórnar­ andstöðu, þrátt fyrir ríflega 40 prósent fylgi í kosningunum 2002 og 2006. Árið 2010 vann Fidesz síðan stórsigur og fékk samtals 53 prósent atkvæða í kosninga­ bandalagi með Kristilegum demókrötum, litlum flokki sem lengi hefur átt í nánu sam starfi við Fidesz. Efnahagskreppa Það var ekki síst bágborið efnahagsástand sem varð til þess að kjósendur flykktust að Fidesz, íhaldsflokki Orbans, sem hafði verið í stjórnarandstöðu í tvö kjörtímabil. Vinstristjórn landsins hafði keyrt efna­ hagslífið í kaf með lántökum og spillingu. Einstaklingar og fyrirtæki höfðu einnig tekið allt of mikið af lánum í erlendri mynt. Alþjóðakreppan kom á versta tíma fyrir Ungverja, svo vart er annað í stöðunni en að fá aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðræður stjórnvalda við sjóðinn um aðstoð hafa reyndar gengið brösuglega en eiga að fara aftur í gang á næstunni. Lýðræðinu reistar skorður Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur verið stórtækur í breytingum á stjórnarskrá og öðrum mikilvægum lögum. Allt til að tryggja sjálfum sér og flokki sínum lítt takmörkuð völd til frambúðar, segja gagnrýnendur. Guðsteinn Bjarnason skoðar afrek Orbans, sem fyrir tuttugu árum var í fararbroddi lýðræðisbyltingar gegn þáverandi kommúnistastjórn landsins. MótMæli Meðan Orban flutti ræðu sína í listasafn- inu höfðu tugir þúsunda Ungverja safnast saman fyrir utan listasafnið til að mótmæla nýju stjórnar- skránni, sem tók gildi um áramótin. nOrdicphOtOs/AFp Nýrri stjórNarskrá FagNað Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, flytur ræðu í ríkislistasafninu í Búdapest, þar sem gildistöku nýju stjórnarskrárinnar var fagnað með viðhöfn mánudaginn 2. janúar. nOrdicphOtOs/AFp Úr aðfaraorðum n Við erum stolt af því að heilagur stefán konungur reisti ungverska ríkið á traustum grunni og gerði land okkar að hluta af kristilegri Evrópu fyrir þúsund árum. n Við erum stolt af framúrskar- andi vitsmunalegum afrekum ungversku þjóðarinnar. n Við viðurkennum hlutverk kristninnar í varðveislu þjóðernis. n Við heiðrum árangur sögulegrar stjórnskipunar okkar og við heiðrum hina heilögu krúnu sem er holdgun stjórnskipunarlegrar samfellu ungverska ríkisins og einingar þjóðarinnar. Úr fyrsta kaflanum, sem nefnist grundvöllur: n Með það í huga að til er ein ungversk þjóð, skal Ungverjaland bera ábyrgð á örlögum þeirra Ungverja sem búa utan landa- mæra þess og skal létta undir með afkomu og þróun samfélaga þeirra. n Ungverjaland skal vernda hjóna- bandið sem samband karls og konu, stofnað af frjálsri ákvörðun, og fjölskylduna sem grundvöll framtíðartilveru þjóðarinnar. n Líf fósturvísa og fósturs skal njóta verndar frá getnaði. UmDeiLD ákvæði í nýjU stjóRnARskRánni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.