Fréttablaðið - 07.01.2012, Side 38

Fréttablaðið - 07.01.2012, Side 38
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR38 F yrir réttu ári tilkynnti banda- ríska sjónvarpsstöðin History Channel að hún hefði hætt við að sýna sjónvarpsþáttaröðina The Kennedys – átta þátta röð sem fjallaði um fjölskylduna frá því að John F. Kennedy varð forseti Bandaríkj- anna og þangað til Robert bróðir hans var myrtur. Bandaríkjamenn hafa löngum verið heillaðir af Kennedy-fjölskyldunni og því ekki að undra að ný þáttaröð um fjölskyld- una vekti athygli og eftirvæntingu. Það vakti hins vegar strax blendnar til- finningar á meðal aðdáenda fjölskyldunnar að framleiðandi þeirra og meðhöfundur var kunnur repúblikani, Joel Surnow, en hann er þekktastur fyrir að eiga heiðurinn af fyrstu þáttaröðum 24-sjónvarpsþáttanna. Hvers vegna kunnur íhaldsmaður var að vasast í að fjalla um erkidemókrata var spurning sem margir veltu fyrir sér. Sumir brugðust harð- ar við en aðrir. Ted Sorensen, ræðuskrifari John F. Kennedy, gagnrýndi þættina harð- lega eftir að hafa lesið handrit að þeim og sagði þá draga upp ranga mynd af atburðum og fólki. Leikstjórinn og samfélagsrýnirinn Robert Greenwald tók viðtöl við fræðimenn sem hafa sökkt sér ofan í sögu Kennedy-fjöl- skyldunnar og skeytti saman í mynd sem hann setti á netið. Fræðimennirnir áttu það sameiginlegt að gagnrýna meðferð höfunda þáttanna á sögunni. „Það var öllu breytt í ómerki- lega sápu af verstu gerð,“ sagði Greenwald í viðtali við New York Times á síðasta ári. Viðtalið var tekið áður en tökur á þáttunum hófust og Stephen Kronish, hand- ritshöfundur þáttanna, sagði við blaðið í sömu grein að honum þætti gagnrýnin heldur ótíma- bær, gagnrýnendurnir hefðu ófrágengið handrit í höndunum. Arfleifðin mikilvæg Deilurnar áður en þættirnir voru settar á laggirnir sýna að arfleifð Kennedy-fjölskyldunn- ar skiptir enn máli. „Deilur um [sjónvarpsþætti byggða á sögulegu efni] snúast yfirleitt frekar um áhuga stuðnings- manna á að varðveita ímynd hetjanna sinna en um áhrif þáttanna á söguna,“ sagði í gagnrýni vikuritsins Time um þættina og fleiri tóku í sama streng. Þess má geta að þættirnir um Kennedy-fjölskylduna eru ekki fyrstu þættir um bandaríska stjórn- málamenn sem sjónvarpsstöð hættir við að sýna. Árið 2003 höfðu áhrifamiklir íhalds- menn erindi sem erfiði þegar þeir lögðust gegn því að CBS-stöðin sýndi sjónvarps- þætti um Ronald Reagan og fjölskyldu, The Reagans. Kennedy-fjölskyldan hefur sannarlega talist til bandarískra hetja og stundum haft á orði að hún sé ígildi konungsfjölskyldu Bandaríkjamanna. Aðdáun á fjölskyldunni og endalaus áhugi á sér margvíslegar skýr- ingar. Barátta fyrir mannréttindum og vel- ferð er hluti af pólitískri arfleifð fjölskyld- unnar en John F. Kennedy þótti líka afar glæsilegur forseti og hann og eiginkona hans Jackie voru stöðugt umfjöllunarefni fjölmiðla. JFK hafði mikinn sjarma og ein skýring á naumum sigri hans í forsetakosn- ingunum 1960 var hversu miklu betur hann stóð sig í sjónvarpskappræðum en andstæð- ingurinn Richard Nixon. Rétt eins og sigur- inn var efniviður í samsæriskenningar – en sagt var að mafían hefði tryggt Kennedy sigurinn – var sviplegt andlát hans upp- spretta fjölmargra kenninga sem hafa getið af sér bækur og myndir og ýtt undir áhuga á fjölskyldunni. Nokkrum árum síðar féll Robert Kennedy einnig fyrir hendi morðingja en hann barðist þá fyrir kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Þar endar sagan í sjónvarpsþáttaröðinni The Kennedys en Kennedy-fjölskyldan hefur sem kunn- ugt er verið áhrifamikil og áberandi í Bandaríkjunum til dagsins í dag. Meðal kunnra skyldmenna eru þing- maðurinn margreyndi og einn helsti mátt- ar-stólpi demókrata um langt skeið, Ted Kennedy, en þessi yngri bróðir Johns og Roberts lést haustið 2009. Systurdóttir þeirra Maria Shriver er þekkt, bæði fyrir fréttamennsku en kannski einkum fyrir að hafa verið gift Arnold Schwarzenegger um árabil. Sonur JFK, John F. Kennedy yngri, haslaði sér völl í útgáfu en hann lést í flug- slysi 1999. Nú í vikunni rataði framboð Josephs P. Kennedy III, sonarsonar Roberts, í fréttir um allan heim. Það þykir sæta tíð- indum að Kennedy-fjölskyldan muni mögulega eiga fulltrúa á þinginu eftir nokkurra ára hlé. Bölvun fjölskyldunnar Dramatíkin í sögu Kennedy- fjölskyldunnar er stór þáttur í því hversu saga fjölskyldunnar hefur heillað marga. Ættfaðir- inn Joseph Kennedy var afkom- andi fátækra írskra innflytjenda en sjálfur var hann vellauðugur. Hann og eiginkona hans Rose voru metnaðargjörn fyrir hönd barna sinna, og mesta traustið var sett á elsta soninn, Joseph Jr. Hann féll hins vegar í heims- styrjöldinni síðari, sem var eitt fyrsta áfallið sem dundi yfir fjölskylduna en alls ekki það síðasta, stundum hefur verið sagt að bölvun hljóti að hvíla á henni. Eftir að History Channel hætti við að sýna þættina í janúar síðastliðnum þá tók ReelzC- hannel-sjónvarpsstöðin við keflinu og sýndi þættina í apríl. Skýring History Channel á því hvers vegna hætt var við að sýna þættina var sú að þeir féllu ekki að dagskrárstefnu stöðvarinnar. Sú skýring var léttvæg fundin af mörgum sem töldu líklegra að áhrifamenn og aðdáendur fjölskyldunnar hefðu haft þar hönd í bagga, áðurnefnd Maria Shriver hefði til að mynda beitt áhrifum sínum. Gagnrýnendur hafa sumir gert lítið úr þeirri skýringu, sagt líklegra að þáttaröð- in hafi einfaldlega ekki þótt nægilega góð. Þrátt fyrir þekkta leikara, Tom Wilkinson leikur ættföðurinn Joseph Kennedy, Greg Kinnear JFK, Katie Holmes Jackie Ken- nedy og Barry Pepper leikur Robert Ken- nedy, og reynda höfunda og framleiðendur hafa dómar um þættina verið upp og ofan. Sýning þáttanna hefst á Stöð 2 á sunnudags- kvöldið. Fjölmargir þættir hafa verið gerðir um Kennedy-fjöl- skylduna og einnig kvikmyndir. Óvísindaleg rannsókn á Kennedy-myndum sýnir að áhugafólk um fjölskylduna gæti gert margt vitlausara en að horfa á þessar myndir: n Primary (1960). Heimildarmynd um baráttu John F. Kennedy og Hubert Humphrey í forkosningunum árið 1960. Kvikmyndagerðarmenn fylgdu keppinautunum eftir sólarhringum saman og áhorfendur komast í návígi við Kennedy, áður en hann varð forseti. n Kennedy (1983). Sjónvarpsþættir frá árinu 1983 þar sem Martin Sheen þykir fara á kostum sem John F. Kennedy. n JFK (1991). Leikstjórinn Oliver Stone var ekki feiminn við að sækja í brunn samsæriskenninga í mynd sinni um morðið á John F. Kennedy og rannsókn þess. n Thirteen Days (2000). Mynd um Kúbudeiluna sem átti sér stað árið 1962. Bruce Greenwood leikur John F. Kennedy. n Bobby (2003). Emilio Estevez leikstýrði þessari mynd sem segir frá áhrifum dauða Roberts Kennedy á líf nokk- urra einstaklinga. Deilt um Kennedy-fjölskylduna Nýlegir sjónvarpsþættir um Kennedy-fjölskylduna voru umdeildir áður en fyrsti tökudagur rann upp. Sigríður Björg Tómas- dóttir kynnti sér deilurnar og áhugann á fjölskyldunni sem stundum hefur verið kölluð bandaríska konungsfjölskyldan. í hlutverki forsetAhjónAnnA Katie Holmes í hlutverki Jackie Kennedty og Greg Kinnear í hlutverki Johns F. Kennedy. Holmes er sögð hafa verið eyðilögð þegar sýningu þáttanna var frestað. óþrjótaNdi uppspretta kvikmyNda og þátta aðdáun á fjölskyldunni og endalaus áhugi á sér margvíslegar skýringar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.