Fréttablaðið - 07.01.2012, Side 88

Fréttablaðið - 07.01.2012, Side 88
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR44 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Kristján Hreinsson skáld er fimmtíu og fimm ára. „Hjálpsemi er huglægt fljót sem heimsins fegurð geymir.“55 Merkisatburðir 1906 Fyrsta ungmennafélag á Íslandi, Ungmenna­ félag Akureyrar, er stofnað. 1927 Fyrsta símhringingin yfir Atlantshafið fer fram frá New York til London. 1944 Helgi Hjörvar útvarps­ maður byrjar lestur sögunnar Bör Börsson eftir Johan Falkberget sem laðar landsmenn að viðtækjum sínum. 1953 Harry Truman, forseti Bandaríkjanna, til kynnir að vetnissprengja hafi verið þróuð í Banda­ ríkjunum. „Þetta er klassískur áhugamannakór með fólki úr öllum áttum,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, sem syngur tenór í Hinsegin kórnum og heldur líka utan um buddu hans. Fyrstu sjálfstæðu tónleikar kórsins er í dag í Norræna húsinu og hefjast þeir klukkan 16. Allur ágóði fer í ferðasjóð. Kórinn ætlar nefnilega til Færeyja næsta sumar á hinsegin daga þar, þá fyrstu sem skipulagðir eru af nýstofnuðu félagi homma og lesbía í Færeyjum og þeim fyrstu sem haldnir eru síðan árið 2007. Þegar Gunnlaugur Bragi er minntur á að ekki hafi verið vel tekið á móti forsætisráðherranum okkar þar í landi, svarar hann: „Nei, það er ákveðinn hópur í Færeyjum sem er ekki mjög opinn fyrir þessum félagsskap. En það er mikill áhugi hjá kórnum á því að fara út og taka þátt í gleðigöngunni með frændum okkar og við höfum fengið jákvæð viðbrögð að utan, meðal annars ábendingar um færeysk lög í kórútsetningum.“ Hinsegin kórinn byrjaði að æfa í lok júlí á nýliðnu ári. Gunnlaugur Bragi rekur stofnun hans til formannsins, Ástu Óskar Hlöðversdóttur sem var þá nýflutt frá Þýskalandi þar sem hún hafði verið í sambærilegum kór. Í október var svo ráðinn stjórnandi, Helga Margrét Marzellíusardóttir sem er að læra söng og kórstjórn í Lista­ háskólanum. „Þegar Helga var komin fór allt á fullt,“ segir Gunnlaugur Bragi. En er öðru vísi raðað upp í raddir í hinsegin kórum en öðrum? „Við erum ekki föst í að vissar raddir séu kvennaraddir og aðrar karlaraddir. Stelpur geta sungið tenór og strákar alt ef því er að skipta. Fólk fer í raddpróf þegar það kemur í kórinn og er raðað upp eftir því,“ upplýsir hann. Um tónleikana í dag segir Gunnlaugur Bragi: „Við leggjum upp úr því að vera með fjölbreytt og skemmtilegt lagaval. Erum með allt frá klassískum íslenskum kór verkum til nýrra dægur­ og popplaga. Það er lagavals­ og nótna­ nefnd í kórnum þannig að þeir félagar sem hafa áhuga á að leita að nótum geta lagt sitt af mörkum og þeir sem hafa þekkingu og áhuga á að útsetja lög hafa þann mög uleika. Kórstjórinn okkar er líka duglegur að breyta og bæta eftir því sem hentar.“ Margir innan kórsins eru annað hvort í öðrum kórum eða í tónlist á öðrum vettvangi að sögn Gunnlaugs Braga, aðrir eru að feta sín fyrstu spor í svona starfi. Skyldi hann hafa verið í söng áður? „Ég hef verið í kórum áður og um tíma í Nýja söngskólanum. Þó ég þekkti engan í þessum hópi þá ákvað ég að prófa og sé ekki eftir því. Þetta er rosalega skemmtilegur hópur. Mikið hlegið og sungið og gleðin alltaf við völd,“ segir Gunnlaugur Bragi. Hann tekur fram að kórinn sé opinn öllum og hvetur áhugasama til að mæta á æfingu næsta mánudagskvöld kl. 20 í húsnæði Samtakanna 78, á Laugavegi 3. gun@frettabladid.is HiNsegiN kóriNN: Heldur sína fyrstu sjálfstæðu tónleika Stelpur geta sungið tenór og strákar alt ef því er að skipta Hinsegin Kórinn „Þetta er rosalega skemmtilegur hópur. Mikið hlegið og sungið og gleðin alltaf við völd,“ segir gunnlaugur Bragi sem er rauðhærði gaurinn á miðri mynd. FréTTABLAðið/sTeFáN Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem veittu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns Haukssonar Skarðshlíð 23b, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Sigríður Hermanns Friðrik Jóhannsson Eygló Björnsdóttir Sólveig Margrét Jóhannsdóttir Sushant Sinha Ásta Jóhannsdóttir Guðrún Birna Jóhannsdóttir Guðmundur Örn Njálsson afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, Kristján Sigurðsson Fannborg 3, Kópavogi, lést mánudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, mánudaginn 9. janúar kl. 13.00. Oddný Helgadóttir Okkar ástkæri Jón Arndal Stefánsson Óðinsgötu 16, Reykjavík, lést mánudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. En þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Auður Kristjánsdóttir Agnes Aðalgeirsdóttir Hersteinn Brynjúlfsson Ellert Friðrik Berndsen Eydís Mikaelsdóttir Birgir Stefán Berndsen Björgvin Ragnar Berndsen Davíð Berndsen Viðar Berndsen Kári Hersteinsson Við þökkum innilega þann hlýhug og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars Valdimarssonar frá Teigi í Vopnafirði og heiðruðu minningu hans á margvíslegan hátt. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Sólveig Einarsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Árþóra Ágústsdóttir Erla Gunnarsdóttir Helga Gunnarsdóttir Rolf Eliassen Einar Gunnarsson Dóra Lúðvíksdóttir barnabörn og langafabörn Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is Kæru vinir og vandamenn um land allt, innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu vegna fráfalls okkar elsku hjartans eiginmanns, pabba, tengda- pabba, afa og langafa, Alfreðs Sigurlaugs Konráðssonar frá Hrísey, Kirkjuvegi 14 Dalvík. Guð gefi ykkur öllum gleðilegt nýtt ár. Valdís Þorsteinsdóttir Þórdís Alfreðsdóttir Steingrímur Sigurðsson Konráð Alfreðsson Agnes Guðnadóttir Sigurður Alfreðsson Sólborg Friðbjörnsdóttir Sigurjón Alfreðsson Margrét Kristmannsdóttir Blængur Alfreðsson Þórdís Þorvaldsdóttir Kristín Alfreðsdóttir Ásgeir Stefánsson afabörn og langafabörn Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 551 3485/896 8284 (24 tíma vakt) Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri - S. 892 8947 Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug, veittu okkur styrk á erfiðum tímum í gegnum veikindi og andlát okkar áskæra Erlings Ingvasonar byggingatæknifræðings, Stóragerði 11, Reykjavík. Alúðar þakkir færum við starfsfólki krabbameins- deilda Landspítalans, Ljósinu, stuðningsaðilum í Bandaríkjunum, Heimahlynningu Landspítalans og starfsfólki Líknardeildar í Kópavogi fyrir kærleiksríka umönnun í veikindum hans í gegnum árin og fram á síðasta dag. Megi fjársjóður guðs, kærleikur, hamingja og friður verða gjöf til ykkar allra inn á nýtt ár. Birna Róbertsdóttir Sveinn Erlingsson Christian Krebs Soffía Erlingsdóttir Hildur Erlingsdóttir Ástþór Helgason Adam Freyr, Þóranna Vala, Kristófer Helgi Helga Clara Magnúsdóttir Gísli Jónsson Sandra Karen Magnúsdóttir Alexander Róbert Magnússon
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.