Fréttablaðið - 07.01.2012, Side 104

Fréttablaðið - 07.01.2012, Side 104
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR60 folk@frettabladid.is 1,5 Milljarða króna kostar glæsivillan sem Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona kylfingsins Tigers Woods, lét eyðileggja til að geta byggt draumahúsið sitt á sama stað á Flórída. Söngkonan Adele var nýlega mynduð með manni sem fjöl­ miðlar ytra telja að sé nýi kærastinn hennar. Adele er 23 ára, en hinn meinti kærasti er 36 ára og heitir Simon Konecki. Útlit hans þykir svipa til leikarans Zach Galifianakis og er ekki leiðum að líkjast. Hann starfar hjá góðgerðarsjóðnum Drop4Drop, sem vinnur að því að gefa fólki aðgang að hreinu vatni. Adele sló í gegn í fyrra með plötunni 21 en uppspretta hennar er sambandsslit Adele og fyrrverandi kærasta hennar. Adele komin á fast Rómantíkin sveif yfir vötn- unum um jólin því hver stjarnan á fætur annarri ákvað að nota hátíðina til að trúlofast elskunni sinni. Jólin eru alltaf jafnvinsæll tími til að biðja elskuna sína um að giftast sér. Fregnir af trúlofun hverrar erlendu stjörnunnar á fætur annarri hafa birst að undanförnu og verður gaman að fylgjast með framvindu mála hjá turtildúfunum á nýju ári. Justin Timberlake skellti sér á skeljarnar á dögunum og bar upp bónorðið við leikkonuna Jessicu Biel. Þetta staðfesti amma popparans og leikarans, Sadie Bomar, fyrir skömmu. Önnur leikkona er á leiðinni upp að altarinu, eða Drew Barrymore, og það í þriðja sinn. Núna er það listræni ráðgjafinn Will Kopelman sem ætlar að kvænast henni. Gerði hann sér lítið fyrir og smeygði fjögurra karata demantshring á fingur hennar eftir að hún játaðist honum. Barrymore giftist leikaranum Tom Green árið 1999 og Jeremy Thomas árið 1994. Bæði hjónaböndin urðu skammlíf. Leikkonan Halle Berry er sögð hafa trúlofast Frakkanum Olivier Martinez eftir að sást til hennar með gylltan glæsihring á baugfingri sínum á veitingastað í Los Angeles. Berry hefur áður verið gift hafnaboltakappanum David Justice og söngvaranum Eric Benét. Matthew McConaughey bar upp sitt bónorð á jóladag við barnsmóður sína Camilu Alves. Leikarinn var ekki lengi að greina frá tíðindunum á vefsíðu sinni, enda yfir sig hamingjusamur. S á l a rs öngkon a n A ret h a Franklin, sem verður sjötug á árinu, trú lofaðist kærasta sínum til langs tíma, William „Willie“ Wilkerson, og reikna þau með að ganga upp að altarinu í sumar. Önnur aðeins yngri stjarna úr tónlistar heiminum, hinn 63 ára Steven Tyler úr Aerosmith, trúlofaðist einnig um jólin. Hin heppna heitir Erin Brady og verður þetta þriðja hjónaband rokkarans. Annar tónlistarmaður, John Legend, var upp bónorð sitt við fyrirsætuna Crissy Teigen og svarið var sem betur fer jákvætt. Tveir af bestu körfubolta­ mönnum sögunnar voru einnig í róman tíska gírnum um jólin. Goðsögnin Michael Jordan trúlofaðist kúb versku fyrir­ sætunni Yvette Prieto eftir þriggja ára samband. Þetta verður annað hjónaband kappans, sem á þrjú börn með fyrri konu sinni. Arftaki hans, Lebron James, vildi ekki vera minni maður og notaði gamlárskvöld til að biðja æskuástina sína, Savönnuh Brinson, um að giftast sér en þau eiga tvö börn saman. Spurningin var borin upp í næturklúbbi í Miami á Flórída. Trúlofuðust á jólahátíðinni róMantík uM jólin Justin Timberlake og Jessica Biel trúlofuðust um jólin, rétt eins og stjörnur á borð við Drew Barrymore, Halle Berry, Matthew McConaughey, Aretha Franklin, Steven Tyler og Michael Jordan. norDiCpHoToS/geTTy S á l a rsöng va r i n n M ich ael Kiwanuke hefur verið kjörinn bjartasta von ársins 2012 af breska ríkisútvarpinu, BBC. Honum hefur verið líkt við Bill Withers sem er þekktur fyrir lög á borð við Ain´t No Sunshine og Just the Two of Us. Þrír af helstu áhrifavöldum Kiwanuke eru Otis Redding, Bob Dylan og Miles Davis. „Þetta kom mér mjög á óvart. Vonandi mun tónlistin mín ná til fleira fólks og það eru mikil forréttindi fyrir tónlistarmann eins og mig,“ sagði Kiwanuke. Í öðru sæti á listanum lenti Frank Ocean sem hefur unnið bæði með Kanye West og Jay­Z og í því þriðja varð rapparinn Azelia Banks frá New York. Kiwanuke hefur hitað upp bæði fyrir Adele og Lauru Marling á tónleika ferðum og þykir hafa ýmis­ legt til brunns að bera. „Ég valdi Michael vegna þess að tón listin hans hreif mig þegar ég heyrði fyrst í honum í sumar,“ sagði gagn­ rýnandi London Evening Standard í við tali við BBC. Alls tóku 184 tónlistar­ gagnrýnendur, útvarp smenn og bloggarar sem eru bú settir í Bret­ landi þátt í valinu, sem fór nú fram í tíunda sinn. Á meðal fyrri sigur­ vegara eru Jessie J, Adele, Mika, Ellie Goulding, Corrinne Bailey Rae, Keane og 50 Cent. Margir þekktir flytjendur hafa komist á topp fimm á listanum, eða The Vaccines, Hurts, Florence and the Machine, Bloc Party og Franz Ferdinand. Kiwanuke er bjartasta von BBC sigurvegari Michael Kiwanuke hefur verið kjörinn bjartasta von ársins af BBC. norDiCpHoToS/geTTy Ferðatilboð fyrir kennara 2012 Orlofssjóður Kennarasambands Íslands óskar eftir ferðatilboðum fyrir kennara árið 2012. Tilboðin geta verið margvísleg svo sem í skipulagðar utanlandsferðir, gönguferðir, hestaferðir, veiðiferðir, golfferðir og fleira bæði innanlands og erlendis Ferðirnar skulu vera með afslætti frá ferðaþjónustuaðila og verða einnig niðurgreiddar af Orlofssjóði KÍ. Upplýsingar um ferðir og tilboð skilist til skrifstofu Orlofssjóðs KÍ Laufásvegi 81 og á netfangið orlof@ki.is fyrir 20. janúar n.k. Orlofssjóður Kennarasambands Íslands Laufásvegi 81 101 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Þórisdóttir í síma 595-1122, netfang: orlof@ki.is fax: 595-1112. Fjallavinir.is kynna þar starfið fyrir árið. Heitt súkkulaði og kleinur í boði! Kynningarfundur 10. janúar 2012 Fjöllin okkar! Eru sérvalin, skemmtileg og spennandi 36 fjöll fyrir alla. Fylgjumst með á facebook fjallavinir.is í Framheimilinu Safamýri kl. 19:00 Nánari upplýsingar á www.fjallavinir.is Fjöllin flottu! Hér er á ferðinni frábært verkefni fyrir fólk á öllum aldri sem vill upplifa tignarleg fjöll og vera í góðum félagsskap þar sem fólk stendur þétt saman.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.