Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 111

Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 111
LAUGARDAGUR 7. janúar 2012 67 Leikir helgarinnar Laugardagur: Houston - Cincinnati New Orleans - Detroit Sunnudagur: NY Giants - Atlanta Denver - Pittsburgh Liðin sem sitja hjá: Green Bay Packers New England Patroits Baltimore Ravens San Francisco 49ers nfL Deildarkeppnin er búin og alvaran byrjar í kvöld. Þá hefst fyrsta umferð úrslitakeppninnar, svokölluð „Wild Card“ helgi. Átta lið spila um helgina en fjögur sitja hjá í fyrstu umferð. Einn áhugaverðasti leikurinn er viðureign Denver og Pittsburgh í Denver. Bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort leikstjórnandi Denver, hinn heittrúaði Tim Tebow, eigi inni eitt kraftaverk í viðbót. Það vinnur með Denver að aðalhlaupari Pittsburgh spilar ekki og svo er leikstjórnandinn, Ben Roethlisberger, meiddur á ökkla en mun samt spila. Heitasta lið deildarinnar um þessar mundir, New Orleans, mætir Detroit sem koma einna mest liða á óvart í vetur. New Orleans hefur verið að skora afar mikið síðustu vikur og leik­ stjórnandi þeirra, Drew Brees, sló í vetur metið fyrir flesta kast­ metra á einu tímabili. Spá því margir að New Orleans fari alla leið að þessu sinni. Úrslitakeppnin og Super Bowl­ leikurinn eru sýnd á ESPN America sem má nálgast á fjöl­ varpi Digital Ísland. - hbg NFL-deildin: Úrslitakeppnin að hefjast tim tebow Fær heimaleik gegn Pittsburgh annað kvöld. nordic Photos/getty HAnDboLti Ísland mætir í dag Slóveníu á æfinga mótinu í Dan­ mörku en þessi lið eru reyndar einnig saman í riðli á EM í Serbíu sem hefst eftir rúma viku. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, segir það ekki endilega vera slæmt. „Þessi mót eru skipulögð áður en dregið er í riðla og því er einfaldlega ekki hægt að forðast svona lagað,“ segir hann. „Ég tel það þess utan ekki vera slæmt að mæta þeim nú – það gæti þess vegna reynst okkur vel.“ Hann segir að þjálfarateym­ ið muni fylgjast vel með öllum leikjum Slóvena á mótinu. „Við höfum líka verið að viða að okkur efni með Noregi og Króatíu [sem eru einnig með Íslandi í riðli] til þess að greina leik þeirra.“ Ísland mætir Slóveníu í loka­ umferð riðlakeppninnar 20. janúar næstkomandi. - esá Ísland mætir Slóveníu í dag: Gæti reynst okkur vel guðmundur stýrir Íslandi gegn slóveníu í dag, verðandi andstæðingum Íslands á eM í serbíu. Fréttablaðið/steFán Á MORGUN KL. 19:35VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 MAN.CITY MAN.UTD. BIKARSLAGUR AF BESTU GERÐ Á SUNNUDAG KL 12:45 Englandsmeistarnir eiga harma að hefna eftir 1–6 tapið fyrir toppliði City í haust LAUGARDAGUR 12:20 BIRMINGHAM - WOLVES 14:45 MACCLESFIELD - BOLTON 17:15 BRISTOL ROVERS - ASTON VILLA 3. UMFERÐ Í ENSKA BIKARNUM SUNNUDAG 12:45 MAN. CITY - MAN. UTD. 15:50 PETERBOROUGH - SUNDERLAND MÁNUDAGUR 19:35 ARSENAL - LEEDS FÍ TO N / S ÍA HAnDboLti Íslenska karlalandsliðið komst yfir brösuga byrjun og slakan fyrri hálfleik og náði að tryggja sér 31­31 jafntefli á móti Pólverjum í fyrsta undirbúningsleiknum sínum fyrir EM í Serbíu. Þetta var fyrsti leikur landsliðsins á fjögurra þjóða æfingamóti, Total Kredit Cup, sem fram fer í Danmörku um helgina. Pólverjar voru 17­11 yfir í hálfleik og með 29­26 forystu þegar fimm mínútur voru eftir. Íslenska liðið vann lokakaflann 5­2 og línumaðurinn Kári Kristjánsson skoraði jöfnunarmarkið af miklu harðfylgni. Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum í leiknum og skoraði 13 mörk. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk og þeir Kári og Alexander Petersson voru með fjögur mörk hvor. „Þetta var mjög kaflaskipt. Þetta var s l a k u r f y r r i hálf leikur hjá okkur eiginlega á öllum sviðum en mjög góður síðari hálfleikur og það má jafnvel segja að hann hafi verið frábær,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. „Þetta byrjaði illa en strákarnir komu aldeilis með réttu svörin í hálfleik og leystu þetta mjög vel bæði varnar­ og sóknarlega. Það var jákvætt að enda þetta á þennan hátt.” „Þetta va r ek k i okkur samboðið í fyrri hálfleik. Við gerðum alltof mikið af tæknimistökum og afhentum þeim boltann ítrekað. Ég hef sjaldan upplifað annað eins því menn voru bara á hælunum. Sem betur fer vöknuðu menn í hálfleik og komu mjög grimmir til leiks í síðari hálfleik. Það var allt annað að sjá til liðsins og þannig þarf það að vera. Það tekur tíma að spila liðið í gang og það er ágætt að fá æfingaleikina til þess. Þegar upp var staðið þá var þetta mjög jákvætt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. - óój Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk í 31-31 jafntefli handboltalandsliðsins við Pólverja í gær: Sem betur fer vöknuðu menn í hálfleik guðjón VaLur 13 mörk í gær.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.