Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 112

Fréttablaðið - 07.01.2012, Page 112
7. janúar 2012 LAUGARDAGUR68 Það þýðir ekkert annað en að halda áfram að æfa vel og vera tilbúinn þegar kallið kemur. róbert gunnarsson landsliðsmaður í handbolta HAnDboLti Róbert Gunnarsson hefur undanfarin ár gegnt algjöru lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í handbolta. Það mun hann sjálfsagt gera áfram en hann hefur þó fengið lítið að spila með félagsliði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í Þýskalandi að undanförnu. „Ég er auðvitað ekkert sáttur við sjálfan mig og mína stöðu. Maður vill helst spila 60 mínútur í hverjum einasta leik,“ segir Róbert. „En ég vissi að ég myndi þurfa að deila mínútunum með öðrum þegar ég gekk til liðs við félagið á sínum tíma. Svo hefur þeim bara fækkað,“ segir hann og brosir. „Maður verður bara að taka því og læra af mót lætinu. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram að æfa vel og vera til búinn þegar kallið kemur.“ Öðruvísi á þýsku Róbert er í þeirri óvenjulegu stöðu að þjálfari hans hjá félagsliðinu er einnig landsliðsþjálfari hans. Hann segir að það skipti þó litlu sem engu máli. „Ég kynntist þessu þegar ég var með Alfreð [Gíslason] á báðum stöðum líka. Þetta er vissulega skrýtið því félags liðs þjálfarinn Guðmundur og landsl iðs - þjálfarinn Guðmundur er ekki sami maðurinn. Hann er öðruvísi á íslensku heldur en á þýsku og þetta tvennt er í raun alveg að skilið.“ Róbert segist þó ekki óttast að hann sé ekki í nógu góðu leik- formi fyrir landsliðið en viðtalið var tekið áður en landsliðið hélt utan til Danmerkur þar sem það spilar á æfingamóti um helgina. „Ég skil vel að það skuli vera ein- hverjar efasemdir um það en það verður þá bara að koma í ljós. Nú fáum við þrjá leiki í Danmörku til að fínpússa okkar leik og þá munu allir leikmenn sjá hvar þeir eru staddir. En það hjálpar mér eins og öðrum hversu lengi flestir okkar í landsliðinu hafa spilað saman. Ef maður ætti að passa inn í eitthvað lið þá væri það þetta. Ég mun ein- beita mér að því jákvæða.“ Sjálfur hefur Guðmundur ekki áhyggjur af því að Róbert sé ekki í nægi lega góðu standi fyrir lands- liðið. Hann sagði við Fréttablaðið í desember síðastliðnum að þrátt fyrir allt hafi Róbert fengið sínar mínútur. „Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við [Bjarte Myrhol] er að spila mjög vel,“ sagði Guðmundur. sama spurningamerkið Róbert segir erfitt að meta stöðu liðsins þar til að EM hefst í Serbíu. „Þegar janúar hefst finnst mér alltaf vera þetta sama spurninga- merki yfir liðinu,“ segir Róbert. „Æfingarnar ganga vel og menn leggja sig fram. Svo þegar út í alvöruna er komið sjá menn fyrst hvernig þeir standa.“ Þess má svo geta að samningur Róberts við Rhein-Neckar Löwen rennur út í sumar. Hvað tekur við er óvíst en Róbert hefur ekki átt í viðræðum við önnur lið að undan- förnu. „Það er ekkert í gangi eins og er og þannig verður það þangað til að mótinu lýkur í Serbíu. Menn vilja sem minnst hugsa um svona mál í miðju stórmóti í handbolta,“ segir Róbert. eirikur@frettabladid.is Ég er ekki sáttur við mína stöðu Róbert Gunnarsson hefur lítið fengið að spila með Rhein-Neckar Löwen en gegnir stóru hlutverki í landsliði Íslands. Sami þjálfarinn er á báðum stöðum. fúlskeggjaður róbert Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins nú á dögunum. fréttablaðið/stefán HAnDboLti H reiða r L ev ý Guðmunds son hefur fundið sig vel á æfingum íslenska landsliðsins síðan það hóf undirbúninginn sinn fyrir EM í Serbíu. Mótið hefst eftir rúma viku en Hreiðar er í góðu formi eftir að hafa spilað mikið með liði sínu í Noregi. „Mér líður vel. Ég er búinn að æfa vel og það hefur verið mikið um styrktar æfingar hjá liðinu mínu í Noregi. Það er ekkert nema gott um það að segja,“ segir Hreiðar sem hefur ásamt Björgvini Páli Gústavssyni varið mark íslenska landsliðsins með miklum myndar skap undanfarin ár. Fyrir tímabilið gekk hann til liðs við Nøtterøy sem situr nú í níunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Honum líður vel þar en þar áður lék hann með Emsdetten í þýsku B-deildinni. „Mér leið svo sem ekkert illa hjá Emsdetten en mér hefur gengið mjög vel síðan ég kom til Noregs. Ég óttaðist ekki að þetta væri skref niður á við enda mæti ég í hvert verkefni með því hugarfari að standa mig eins vel og ég mögulega get.“ Hreiðar spilar nánast hverja einustu mínútu með Nøtterøy og segir að sér hafi gengið vel. „Með því fær maður aukið sjálfstraust sem skiptir vitanlega miklu máli. Ég er líka með öfluga vörn fyrir framan mig en það er fyrst og fremst sóknarleikurinn sem hefur verið okkar vandamál.“ Þess má svo geta að Björgvin Páll skipti einnig um lið í sumar en hann leikur nú með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Samstarf þeirra í landsliðinu hefur verið gott og það breytist ekki. „Við reynum ávallt að hjálpa hvorum öðrum og skila sem mestu til liðsins. Það er alltaf gaman að hefja þessa janúartörn og nú getur maður leyft sér að hugsa um ekkert annað en handbolta næsta mánuðinn.“ - esá Hreiðar Levý Guðmundsson er í góðu formi fyrir Evrópumeistaramótið í Serbíu sem hefst eftir rúma viku: Hef fengið aukið sjálfstraust með Nøtterøy hreiðar levý mun væntanlega verja mark íslenska landsliðsins á em í serbíu ásamt björgvini Páli Gústavssyni. hér eru þeir félagar saman eftir stórsigur íslands á austurríki í undankeppni em í vor. fréttablaðið/Pjetur Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 49 83 4 frá kr. 75.900 með gistingu í 7 nætur. Einstakt tækifæri! 31. janúarKanarí Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 31. janúar í 7 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábær sértilboð á hinum vinsælu íbúðarhótelum Parque Sol og Jardin del Atlantico. Einnig Barcelo Margaritas **** hótelinu með öllu inniföldu ásamt öðrum hótelum. Ekki missa af þessu einstaka tilboði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! Kr. 75.900 – Parque Sol Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 2 svefnherbergjum á Parque Sol í 7 nætur. Verð m.v. 4 fullorðna í íbúð með 2 svefnherbergjum kr. 82.800 á mann. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð með 2 svefnherbergjum kr. 99.900 á mann. Kr. 109.900 – Jardin del Atlantico með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð í 7 nætur. Kr. 105.500 – Barcelo Margaritas með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi í 7 nætur. Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi 124.900. Komdu að æfa sund Sund er holl og góð alhliða íþrótt sem sameinar líkamsrækt, leik, aga og slökun í góðum félagsskap SUNDDEILD ÁRMANNS Býr yfir áralangri reynslu í sundkennslu og þjálfun. Þjálfun er miðuð út frá aldri og getu hvers og eins. Allir velkomnir að koma á æfingar og prufa! Sundæfingar og kennsla eru í boði á eftirtöldum stöðum: Sundhöll Reykjavíkur—byrjendur frá 6 ára aldri Laugardalslaug—frá 6 ára byrjendum upp í afrekshópa Árbær—Ungbarnasund, Sundskóli fyrir 2-6 ára, æfingar fyrir 6 ára og eldri Allar nánari upplýsingar á www.armenningar.is Upplýsingar um sundþjálfun—Þuríður yfirþjálfari, sími 691-7959 og thurye@internet.is Ungbarnasund og sundskóli—Stella sími 557-6618 e.kl. 17 og stella.gunnars@gmail.com
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.