Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 2

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 2
31. mars 2012 LAUGARDAGUR2 MALLORCAsólareyjan sem hefur allt! Aparthotel Mara caibo 75.900 kr.*á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbe rgi. verð frá 89.9 00 kr á mann m.v. 2 fu llorðna. Brottför: 22. maí - 7 nætur. Verð frá: Flug + gisting í 7 nætur tilbo ð Bókaðu núna á plúsferðir.is! SPURNING DAGSINS FÓLK „Ég er gríðarlega þakklát rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi, útfararstofunni, heiðurs- konsúl Letta hér á landi og öllum öðrum sem gerðu mér kleift að koma hingað til að kveðja son minn.“ Þetta segir Tamara Aldoh- ina frá Lettlandi, en hún er stödd hér á landi til að fylgja syni sínum, Aleksandzs Aldohins, til grafar. Aleksandzs lést í febrúar, en hann hafði búið hér og starfað síð- ustu sex árin. Dánarbú hans stóð ekki undir kostnaði við útför og Tamara hafði engin ráð til að safna fé fyrir athöfninni. Hún segir að gott fólk hér á landi hafi þá komið til sögunnar. Jón Snorrason heið- urskonsúll hafi aðstoðað við alla skipulagsvinnu og rétttrúnaðar- kirkjan séð henni fyrir flugmiða og uppihaldi á meðan hún kveð- ur son sinn. Þá hafi Útfararstofa kirkjugarðanna sýnt drengskap. „Ég átti ekki fyrir útförinni og þetta var búið að dragast lengi. Hann lést 25. febrúar þannig að það var ekki hægt að bíða lengur. Útfararstofa kirkjugarðanna sam- þykkti að sjá um athöfnina án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að fá hana nokkurn tímann greidda. Fyrir það er ég mjög þakklát.“ Arnór L. Pálsson, framkvæmda- stjóri útfararstofunnar, segir að ekki hafi verið hægt annað en að hlaupa undir bagga þegar syrgj- andi móðir væri komin til lands- ins til að kveðja son sinn. Ekki hafi verið hægt að láta Tamöru fara erindisleysu og það verði bara að koma í ljós hvort stofan fái kostn- aðinn nokkurn tímann greiddan. „Þetta er bara eitt af þessum tilvikum þar sem engir peningar voru til. Þetta kemur sárasjaldan fyrir og er eiginlega alveg sérstakt tilvik. En auðvitað verður að leysa svona mál og þegar enginn er til að leysa þau þá gerum við það bara.“ Jón Snorrason, heiðurskonsúll Letta, segir Útfararstofuna og rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna hafa gert kveðjustundina að veru- leika. Hann hafi aðeins að stoðað við að koma málinu í kring, til dæmis við að fara í gegnum búið. „Mér finnst þetta stórkostlegt og átti ekki von á því að þetta væri hægt. Upphaflega var það útfarar- stofan sem var svo lipur að tryggja að útförin gæti átt sér stað. Síðan kemur réttrúnaðarkirkjan til sögunnar og sér um ferðalag henn- ar og uppihald. Ég tek undir það með Tamöru að þessum aðilum ber að þakka.“ Aleksandzs hafði verið í stéttar- félagi og greitt í lífeyrissjóði. Það dugði hins vegar ekki til að fá framlag í útförina, en hann var einhleypur og barnlaus. Jarðarför hans fór fram í gær. kolbeinn@frettabladid.is Þakklát þeim sem aðstoðuðu við útför Móðir lettnesks manns sem lést á Íslandi er þakklát þeim sem gerðu henni kleift að fylgja syni sínum til grafar. Útfararstofa kirkjugarðanna leggur út fyrir útförinni og rússneska rétttrúnaðarkirkjan borgar flug og uppihald konunnar. ÞAKKLÁT MÓÐIR Tamara er öllum þeim sem gerðu henni kleift að kveðja son sinn þakklát. Hún er hér fyrir miðri mynd ásamt vinkonu sonar hennar, Renate Romans Kolinka og séra Timur Zolotuskiy, presti rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég átti ekki fyrir útförinni og þetta var búið að dragast lengi. Hann lést 25. febrúar þannig að það var ekki hægt að bíða lengur. TAMARA ALDOHINA VIRKJANIR Þingsályktunartillaga um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða leit loksins dagsins ljós í gær. Nokkuð hafði verið beðið eftir henni, en hún hafði verið boðuð í lok janúar. Oddný G. Harð- ardóttir iðnaðarráðherra lagði til- löguna fram í samráði við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Tillagan er að mestu samhljóða drögum sem lögð voru fram til umsagnar í haust, en þar voru 69 virkjanakostir metnir. Tvö svæði eru þó færð úr nýtingarflokki í biðflokk, að sögn vegna nýrra upplýsinga sem fram hafi komið í samráðsferlinu. Það eru virkjanir í neðrihluta Þjórsár og virkjanir á hálendinu; Skrokkölduvirkjun og Hágönguvirkjanir I og II. Hvað Þjórsá varðar er sagt skyn- samlegt að afla frekari upplýsinga varðandi laxagengd. Hinar fyrir- huguðu hálendisvirkjanir eru skammt frá Vatnajökulsþjóðgarði og í umsagnarferlinu kom fram að áhrif virkjana á verndarsvæði þjóðgarðsins hafi ekki verið metin samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum. Þá er hert á atriðum er snúa að brennisteinsmengun og niður- dælingu í tillögunni og tveir virkjana kostir, Eyjadalsárvirkjun og Hveravellir, felldir út þar sem í ljós kom að þeir féllu utan gildis- sviðs laga sem tillagan vísar til.- kóp Þingsályktunartillaga um rammaáætlun var lögð fram á Alþingi í gær: Lagt til að Þjórsá fari í biðflokk SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR Þór, verðið þið þá með hlægilegt verð? „Já, þau verða sprenghlægileg og góð.“ Þór Bæring Ólafsson hefur stofnað ferða- skrifstofuna Gamanferðir ásamt félaga sínum. KOSNINGAR Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lögum, býður sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í Listasafni Reykjavíkur í gær. Herdís sagði framboð sitt vera lýðræðistilraun, að láta á það reyna hvort fólkið í landinu væri máttugra en fjármálaöflin, sem hafi skert grund- völl lýðræðisins. Hún ætli í framboði sínu að leggja áherslu á virkara lýðræði og aukin mannréttindi. Þeir sem hafi skorað á hana að bjóða sig fram deili þessari skoðun með henni. „Framboð mitt byggir á því að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda er eigi verði af honum tekin og það er und- irstaða réttlætis og lýðræðis. Völdin eiga að koma frá okkur, fólkinu, og þau ber að nota í okkar þágu,“ sagði Herdís á fundinum. Herdís sagði málskotsrétt forseta bera að beita af varkárni, „en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.“ Framboð Herdísar verður rekið með lágmarkstilkostnaði að hennar sögn. Opnaður verður reikningur þar sem fólk getur lagt sitt af mörkum ef það vill. - þeb Herdís Þorgeirsdóttir leggur áherslu á virkara lýðræði og aukin mannréttindi: Herdís ætlar í forsetaframboð Í LISTASAFNINU Herdís ásamt Önnu Laufeyju Sigurðardóttur, kosningastjóra sínum, að loknum blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Fimmmenningarnir sem sæta ákæru fyrir hrotta- fengna árás á konu í Hafnarfirði rétt fyrir jól neituðu allir sök við þingfestingu málsins í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Meðal hinna ákærðu er Einar Marteinsson, þáverandi for- sprakki Hells Angels, sem er gefið að sök að hafa skipulagt árásina. Þrír karlar og ein kona, með tengsl við Hells Angels, eru ákærð fyrir að hafa ruðst inn til konunnar og gengið í skrokk á henni. Konan slasaðist alvarlega í árásinni, hlaut heilahristing og mikla áverka. Fólkið, auk sjötta mannsins, er jafnframt ákært fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. - sh Ákæra þingfest í gær: Neita öll sök í hrottalegu árásarmáli KVEÐST SAKLAUS Einar Marteinsson, sem segist skilinn við Hells Angels, hefur staðfastlega neitað sök í málinu. DANMÖRK Danska lögreglan lagði á miðvikudagskvöld hald á 20,5 kíló af heróíni sem fannst í tösku á flugvellinum í Kastrup. Taskan kom frá Pakistan að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Danska lögreglan sem naut aðstoðar lögregluyfirvalda á Spáni hafði rannsakað málið um margra mánaða skeið. Af fjórum mönnum sem nú sitja í gæslu- varðhaldi eru tveir starfsmenn á Kastrupflugvelli. Götuverðmæti heróínsins er talið nema um 575 milljónum íslenskra króna. - gar Heróín frá Pakistan á Kastrup: Tuttugu kíló af heróíni í tösku Opið lengur um páskana Bæjarráð Ísafjarðar hefur samþykkt að veita undanþágu svo hægt verði að hafa opið til klukkan fjögur að nóttu á skemmti- og veitingastöðunum í Edinborgarhúsi og í Alþýðuhúsinu um páskahelgina. ÍSAFJÖRÐUR NÁTTÚRA Rannsóknarflugvél frá Nasa lendir hér á landi í dag og dvelur í mánuð. Verkefnið mun styðja við rannsóknir á lofts- lagsbreytingum með þróun betri aðferða við að mæla bráðnun heimskautaíss. Flugvélin er sérhönnuð til að fljúga í mikilli hæð og útbúin full- komnum mælitækjum. Hún á að sinna rannsóknum yfir Græn- landi, en markmiðið er að mæla nákvæmni nýlega þróaðs mæli- tækis. Mælingarnar eru hluti af þróun sambærilegs mælitækis sem verður í gervihnetti sem á að fylgjast með umhverfis- og lofts- lagsbreytingum. Gervihnettinum að koma á loft árið 2016. - þeb Sinnir rannsóknum í mánuð: Flugvél frá Nasa á Íslandi SPÁNN Niðurskurður í nýju fjárlagafrumvarpi spænsku ríkisstjórnarinnar nemur 27 milljörðum evra, eða rúmlega 4.500 milljörðum króna. Skattar á stór fyrirtæki verða hækkaðir, rafmagn og gas hækkað í verði og tekjuskattur hækkar um tæp tvö prósent. Þá þurfa ráðu- neyti að skera mikið niður, þar á meðal utanríkisráðuneytið um helming. Hagfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um áætlunina og segja ólíklegt að niður skurðurinn dugi til þess að mæta kröfum Evrópu sambandsins. Líklega þurfi enn meiri niðurskurð. - þeb Fjárlög kynnt á Spáni: 4.500 milljarða niðurskurður DANMÖRK, AP Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær að efla stöðugleikasjóðinn, sem notaður er til að hjálpa ríkjum að komast út úr alvarlegum fjár- hagsvanda. Til reiðu í björgunarsjóðnum verða nú 800 milljarðar evra, eða nærri 136 þúsund milljarðar króna. Áður hafði verið gert ráð fyrir 500 milljörðum evra. - gb Evrufundur í Danmörku: Neyðarsjóður stækkaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.