Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 11
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 11
HEILSA Lág fæðingarþyngd spáir
fyrir um hækkun á blóðþrýstingi
í 9 og 10 ára gömlum íslenskum
börnum. Þetta var meðal þess
sem nýverið var kynnt á rann-
sóknarráðstefnu deildarlækna
Lyflækninga sviðs LSH.
Alls tóku 39 grunnskólar á
höfuð borgarsvæðinu þátt í rann-
sókninni og niðurstöður fengust
fyrir tæplega þúsund börn. Fjórar
blóðþrýstingsmælingar voru
gerðar á hverju barni. Börn sem
mældust með háþrýsting eftir
þriðju mælingu, fóru í sólarhrings-
blóðþrýstingsmælingu. Einnig
var kyn, hæð, þyngd og fæðingar-
þyngd skráð og líkamsþyngdar-
stuðull reiknaður út.
Niðurstöður rannsóknarinn-
ar leiddu í ljós að tíðni háþrýst-
ings 9 og 10 ára barna er svipuð
og hjá bandarískum börnum á
áttunda áratugnum. Tíðnin er þó
lægri en í nýlegum bandarískum
og evrópskum rannsóknum. Sam-
band fæðingarþyngdar og há-
þrýstings var sterkara hjá stúlk-
um en strákum en svipuð tengsl
fundust fyrir fæðingarlengd og
höfuðmál við fæðingu, en engin
fylgni var við meðgöngulengd. - sþ
Þrjátíu og níu grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókn:
Þyngri börn fá síður háþrýsting
KORNABARN Rannsókn á tengslum
háþrýstings og fæðingarþyngdar var
kynnt á ráðstefnu LSH. NORDICPHOTOS/AFP
IÐNAÐUR Landsnet hefur búið við
óvissu um tekjumörk nánast frá
stofnun fyrirtækisins, að sögn
Geirs A. Gunn-
laugsson-
ar, stjórnar-
formanns
fyrirtækis-
ins. Landsnet
annast raf-
orkuflutninga
landsins sam-
kvæmt sérleyfi
og lýtur eftirliti
Orkustofnunar.
„Hjá því verður ekki komist
að láta í ljós það álit að allsendis
óásættanleg stjórnsýsla sé að
verið sé í dag, árið 2012, að kveða
upp úrskurði um tekjumörk ársins
2006,“ sagði Geir í ræðu sinni á
upplýsingafundi Landsnets í gær.
Óvissa í rekstri og uppgjöri tekju-
marka segir hann óvið unandi,
jafnt fyrir Landsnet og viðskipta-
vini, sem eigi rétt á því að vita
hvað þeir þurfi að borga fyrir
þjónustuna. - óká
GEIR A.
GUNNLAUGSSON
Gagnrýnir Orkustofnun:
Rekstraróvissan
er óviðunandi
EFNAHAGSMÁL Íslendingar voru
heldur svartsýnni á horfur í efna-
hags- og atvinnumálum í mars en
mánuðina á undan. Þetta má ráða
af Væntingavísitölu Capacent
Gallup sem birt var í vikunni.
Vísitalan lækkaði um 11 stig
frá því í febrúar og mældist nú
65,7 stig. Þegar væntingavísi talan
er undir 100 stigum eru fleiri
neikvæðir á horfur en jákvæðir.
Vísitalan hefur mælst undir 100
stigum frá því í febrúar 2008.
Væntingar landsmanna til
aðstæðna í efnahags- og atvinnu-
málum eftir sex mánuði lækkuðu
mest eða alls um 17 stig. Sú vísi-
tala fór fyrir vikið niður fyrir
100 stig í fyrsta sinn síðan í
desember síðastliðnum. - mþl
Capacent mælir væntingar:
Væntingavísi-
talan lækkaði
BÍLASALA Capacent birti í gær einnig
vísitölu yfir fyrirhuguð stórkaup. Jókst
hún lítillega frá síðustu mælingu sem
var í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HJÁLPARSTARF Hjálparstarf
kirkjunnar hefur hrundið af stað
söfnun fyrir innanlandsaðstoð
undir yfirskriftinni Hjálpum
heima nú fyrir páskana. Í til-
kynningu frá Hjálparstarfinu
segir að mataraðstoð ein dugi
skammt, taka verði á öðrum
þáttum til að raunverulegur
árangur náist.
Fram kemur að gefist hafi vel
sú nýjung sem tekin var upp í
fyrra að gefa inneignarkort í
matvöruverslunum í stað þess að
úthluta matarpokum. - áas
Páskasöfnunin er hafin:
Meira þarf en
mataraðstoð
PÁSKAGUSA Í ungverska þorpinu
Holloko er gömul hefð fyrir því að
ungt fólk klæði sig í þjóðbúninga og
vatni sé gusað á kvenfólkið.
NORDICPHOTOS/AFP
Hraðabrot mynduð
Brot þriggja ökumanna voru mynduð
í Háholti í Hafnarfirði í gær, að því
er fram kemur á vef lögreglunnar. Á
einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru
ellefu ökutæki þarna um. Lögregla
bendir á að samkvæmt því hafi
rúmur fjórðungur ökumanna, eða 27
prósent ekið of hratt. Hinir brotlegu
mældust allir á 39 kílómetra hraða en
30 kílómetra hámarkshraði í Háholti.
LÖGREGLUMÁL
KJÓSUM
BETRI HVERFI
kjosa.betrireykjavik.is
Kjósa
Rafrænar kosningar um framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur. 29. mars – 3. apríl
betrireykjavik.is
SVONA EINFALT ER AÐ KJÓSA
2
1
3
4
5
Ágæti Reykvíkingur
Nú gefst öllum Reykvíkingum, sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót,
tækifæri til þess að kjósa um framkvæmdir í hverfinu sínu.
Kosningarnar eru rafrænar og afar einfalt að greiða atkvæði.
Verkefnin sem fá mest fylgi verða framkvæmd á næstu mánuðum.
Ef þú hefur ekki aðgang að tölvu er hægt að kjósa á næstu
þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar.
Rafrænar kosningar
um framkvæmdir í hverfum
Reykjavíkur
29. MARS – 3. APRÍL
Smelltu á KJÓSA.
Staðfesting birtist
um að atkvæði þitt
hafi verið
móttekið.
Auðkenning
Ísland.is er notuð.
Þú notar kenni-
tölu og veflykil
ríkisskattstjóra eða
rafræn skilríki á
debetkorti.
Þú ferð inn á síðuna
kjosa.betrireykjavik.is
Veldu verkefni af
báðum listunum.
Veldu hverfið sem þú
vilt kjósa í.