Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 11

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 11
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 11 HEILSA Lág fæðingarþyngd spáir fyrir um hækkun á blóðþrýstingi í 9 og 10 ára gömlum íslenskum börnum. Þetta var meðal þess sem nýverið var kynnt á rann- sóknarráðstefnu deildarlækna Lyflækninga sviðs LSH. Alls tóku 39 grunnskólar á höfuð borgarsvæðinu þátt í rann- sókninni og niðurstöður fengust fyrir tæplega þúsund börn. Fjórar blóðþrýstingsmælingar voru gerðar á hverju barni. Börn sem mældust með háþrýsting eftir þriðju mælingu, fóru í sólarhrings- blóðþrýstingsmælingu. Einnig var kyn, hæð, þyngd og fæðingar- þyngd skráð og líkamsþyngdar- stuðull reiknaður út. Niðurstöður rannsóknarinn- ar leiddu í ljós að tíðni háþrýst- ings 9 og 10 ára barna er svipuð og hjá bandarískum börnum á áttunda áratugnum. Tíðnin er þó lægri en í nýlegum bandarískum og evrópskum rannsóknum. Sam- band fæðingarþyngdar og há- þrýstings var sterkara hjá stúlk- um en strákum en svipuð tengsl fundust fyrir fæðingarlengd og höfuðmál við fæðingu, en engin fylgni var við meðgöngulengd. - sþ Þrjátíu og níu grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókn: Þyngri börn fá síður háþrýsting KORNABARN Rannsókn á tengslum háþrýstings og fæðingarþyngdar var kynnt á ráðstefnu LSH. NORDICPHOTOS/AFP IÐNAÐUR Landsnet hefur búið við óvissu um tekjumörk nánast frá stofnun fyrirtækisins, að sögn Geirs A. Gunn- laugsson- ar, stjórnar- formanns fyrirtækis- ins. Landsnet annast raf- orkuflutninga landsins sam- kvæmt sérleyfi og lýtur eftirliti Orkustofnunar. „Hjá því verður ekki komist að láta í ljós það álit að allsendis óásættanleg stjórnsýsla sé að verið sé í dag, árið 2012, að kveða upp úrskurði um tekjumörk ársins 2006,“ sagði Geir í ræðu sinni á upplýsingafundi Landsnets í gær. Óvissa í rekstri og uppgjöri tekju- marka segir hann óvið unandi, jafnt fyrir Landsnet og viðskipta- vini, sem eigi rétt á því að vita hvað þeir þurfi að borga fyrir þjónustuna. - óká GEIR A. GUNNLAUGSSON Gagnrýnir Orkustofnun: Rekstraróvissan er óviðunandi EFNAHAGSMÁL Íslendingar voru heldur svartsýnni á horfur í efna- hags- og atvinnumálum í mars en mánuðina á undan. Þetta má ráða af Væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var í vikunni. Vísitalan lækkaði um 11 stig frá því í febrúar og mældist nú 65,7 stig. Þegar væntingavísi talan er undir 100 stigum eru fleiri neikvæðir á horfur en jákvæðir. Vísitalan hefur mælst undir 100 stigum frá því í febrúar 2008. Væntingar landsmanna til aðstæðna í efnahags- og atvinnu- málum eftir sex mánuði lækkuðu mest eða alls um 17 stig. Sú vísi- tala fór fyrir vikið niður fyrir 100 stig í fyrsta sinn síðan í desember síðastliðnum. - mþl Capacent mælir væntingar: Væntingavísi- talan lækkaði BÍLASALA Capacent birti í gær einnig vísitölu yfir fyrirhuguð stórkaup. Jókst hún lítillega frá síðustu mælingu sem var í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HJÁLPARSTARF Hjálparstarf kirkjunnar hefur hrundið af stað söfnun fyrir innanlandsaðstoð undir yfirskriftinni Hjálpum heima nú fyrir páskana. Í til- kynningu frá Hjálparstarfinu segir að mataraðstoð ein dugi skammt, taka verði á öðrum þáttum til að raunverulegur árangur náist. Fram kemur að gefist hafi vel sú nýjung sem tekin var upp í fyrra að gefa inneignarkort í matvöruverslunum í stað þess að úthluta matarpokum. - áas Páskasöfnunin er hafin: Meira þarf en mataraðstoð PÁSKAGUSA Í ungverska þorpinu Holloko er gömul hefð fyrir því að ungt fólk klæði sig í þjóðbúninga og vatni sé gusað á kvenfólkið. NORDICPHOTOS/AFP Hraðabrot mynduð Brot þriggja ökumanna voru mynduð í Háholti í Hafnarfirði í gær, að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru ellefu ökutæki þarna um. Lögregla bendir á að samkvæmt því hafi rúmur fjórðungur ökumanna, eða 27 prósent ekið of hratt. Hinir brotlegu mældust allir á 39 kílómetra hraða en 30 kílómetra hámarkshraði í Háholti. LÖGREGLUMÁL KJÓSUM BETRI HVERFI kjosa.betrireykjavik.is Kjósa Rafrænar kosningar um framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur. 29. mars – 3. apríl betrireykjavik.is SVONA EINFALT ER AÐ KJÓSA 2 1 3 4 5 Ágæti Reykvíkingur Nú gefst öllum Reykvíkingum, sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót, tækifæri til þess að kjósa um framkvæmdir í hverfinu sínu. Kosningarnar eru rafrænar og afar einfalt að greiða atkvæði. Verkefnin sem fá mest fylgi verða framkvæmd á næstu mánuðum. Ef þú hefur ekki aðgang að tölvu er hægt að kjósa á næstu þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. Rafrænar kosningar um framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur 29. MARS – 3. APRÍL Smelltu á KJÓSA. Staðfesting birtist um að atkvæði þitt hafi verið móttekið. Auðkenning Ísland.is er notuð. Þú notar kenni- tölu og veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki á debetkorti. Þú ferð inn á síðuna kjosa.betrireykjavik.is Veldu verkefni af báðum listunum. Veldu hverfið sem þú vilt kjósa í.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.