Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 12

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 12
31. mars 2012 LAUGARDAGUR12 Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Nýtt! ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi um veiðigjald á Alþingi í gær. Líkt og fram hefur komið verður gjaldtaka í sjávarútvegi tvíþætt. Í fyrsta lagi fast veiðigjald, svipað að upphæð og nú er við lýði, en að öðru lagi auðlindarentu, skatt- l a g n i n g u á umframhagnað. Rentan tekur mið af arðsemi fyrirtækjanna hverju sinni. Steingrímur sagði auðlinda- rentuna ganga út frá sömu grundvallar- sjónarmiðum og a l men nt væru höfð að leiðarljósi við auð- lindaskattlagningu. Skatt lagning í sjávarútvegi þyrfti að vera sveigjanleg og aðlagast sjálfkrafa aðstæðum eins og þær eru á hverjum tíma. Sjávarútvegurinn þyrfti að standa undir þeim kostnaði sem lagður er af mörkum til að vernda fiskveiðiauðlindina og gjald takan miðist við að skila sem stærstum hluta auðlindarentu sem eftir stendur í ríkissjóð. Bjarni Benediktsson, for maður Sjálfstæðisflokksins, telur gjaldið allt of hátt. Hann benti á að í efna- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar, sem efnahags- og viðskiptaráð- herra lagði fram í haust, hefði verið gert ráð fyrir um 10 milljarða gjaldi af sjávarútvegi. Sú tala væri nú tuttugu milljörðum hærri. „Það er með ólíkindum að ríkis- stjórnin hafi fundið matarholu upp á 20 milljarða í einni atvinnugrein á nokkrum mánuðum.“ Þá sagði Bjarni að heildarskuld- setning útgerðarinnar næmi um 400 milljörðum króna. Væri gert ráð fyrir 5% vöxtum, næmi sú upp- hæð 20 milljörðum króna, eða sömu upphæð og auðlindarentan ætti að skila. „Það þýðir að þessar hug myndir jafnast á við 400 milljarða viðbótar- skuldsetningu greinarinnar.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins, sagði vanta upp á mat á áhrifum gjaldtökunnar á einstök fyrirtæki og svæði. Þá vantaði einnig mat á áhrifin á sjávarklasann í heild, en við hann störfuðu 25 til 30 þúsund manns. Þetta þyrfti frekari skoðunar við. kolbeinn@frettabladid.is Tekist á um upphæðina á veiðigjaldinu Ráðherra segir skattlagningu á sjávarútveg þurfa að vera sveigjanlega. Hún þurfi að standa undir kostn- aði við verndun. Deilt er á upphæð veiðigjaldsins. BJARNI BENEDIKTSSON Steingrímur sagði virðisauka í sjávarútvegi á fyrsta áratug aldarinnar hafa numið 115 milljörðum króna, á verðlagi ársins 2010. Hlutur vinnunnar hafi numið 67%, fjármagns um 17% og hlutur auðlindar, þegar veiðigjald er talið með, um 24% virðisaukans. Annað blasti við þegar litið væri á hvernig virðisaukinn skiptist á milli handhafa framleiðslu þáttanna. Launþegar hafi fengið 59%, en eigendur fjármagns afganginn, að frátöldu veiði gjaldinu, eða alls 40% virðisaukans. „Fulltrúi eiganda auðlindarinnar, ríkið, fékk í sinn hlut um 1% eða lítið eitt meir ef talinn er með sá tekjuskattur sem greiddur var af þeirri rentu sem rann til annarra.“ Lítið eftir hjá ríki RÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon sagði mikilvægt að ekki verði komið í veg fyrir eða dregið úr nýtingu auðlinda sem geta skilað auðlindarentu til þjóðarinnar og virðisauka í þjóðarbúið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MANNRÉTTINDI Falun Gong iðkendur styðja þingsályktun Guð mundar Steingrímssonar og tíu annarra þingmanna. Lögð er til form- leg leiðrétting á þeim óheppilegu aðgerðum sem í júní 2002 beindust gegn Falun Gong í tengslum við opinbera heimsókn þáverandi leiðtoga Kína. Í maí í fyrra baðst Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra afsökunar á óréttlátri meðferð sem iðkendur Falun Gong hlutu hér á landi. Iðkendur Falun Gong líta á til- löguna sem dýrmætt tækifæri til þess að „leiðrétta enn frekar þær óréttlátu og ólöglegu aðgerðir“ sem Falun Gong iðkendur voru beittir hér og erlendis. „Meirihluti íslensku þjóðarinnar var afar ósáttur við þá atburði og margir reiðir og hneykslaðir á banninu. Þúsundir Íslendinga gengu um götur til stuðnings þeim rétti iðkenda Falun Gong að minna á mannréttindabrot kínverskra yfirvalda,“ segir í opnu bréfi Falun Gong iðkenda. Ofsóknir á hendur iðkendum Falun Gong eru sagðar hafa haldið áfram og þeir þurfi að þola auknar pyntingar vegna nýrrar marg- milljarða herferðar kínverska Kommúnistaflokksins. Um þessa herferð á hendur iðkendum Falun Gong megi meðal annars lesa í trúnaðarskjölum flokksins sem eru aðgengileg á netinu. - áas Iðkendur Falun Gong fagna tillögu: Tækifæri fyrir Ísland að leiðrétta ofsóknir UPPLÝSINGATÆKNI Íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækið Handpoint er talið með ellefu helstu fyrirtækjum á sínu sviði í nýrri yfirlitsmynd veftímaritsins MobilePaymentsToday.com. Vefritið birtir slíka mynd árlega, en þar eru talin upp fyrir- tæki sem talin eru leika stærst hlutverk í „hreyfanlega og þráð- lausa“ greiðsluheiminum, að því er fram kemur í tilkynningu Handpoint. Fyrirtækið hefur meðal annars þróað tækni til að taka á móti kortagreiðslum með farsíma eða spjaldtölvu. Auk Handpoint eru á yfirlitsmyndinni talin upp fyrirtæki á borð við Pay- Pal, VISA, Square og iZettle. - óká Vefrit fjallar um Handpoint: Á yfirlitsmynd með leiðandi fyrirtækjum IÐNAÐUR Breytingar sem gera þarf á eignarhaldi vegna breytinga á raforkulögum frá því í árs byrjun 2011 gætu haft áhrif á lána- samninga Landsvirkjunar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnar formanns Landsnets, á kynningarfundi í vikulokin. Eins og er eiga orkufram- leiðslufyrirtækin Landsnet. Landsvirkjun er langstærsti eigandinn með 65 prósenta hlut. Með breytingum á raforku- lögunum, í samræmi við Evrópu- tilskipun sem ganga á í gildi á næstu misserum, var hins vegar horfið frá því að flutningsfyrir- tækið geti verið að hluta eða öllu leyti í eigu fyrirtækja í fram- leiðslu eða dreifingu raforku. „Ljóst er að þessi breyting á eign- arhaldi Landsnets er flóknari en svo að hún verði gerð á einni nóttu. Eignir Landsnets eru hluti af sam- stæðureikningi Landsvirkjunar og þar af leiðandi hluti þeirra eigna sem standa á bak við lán Lands- virkjunar. Breytingar á eignar haldi geta því krafist flókinna samninga við lánveitendur Landsvirkjunar,“ sagði Geir. - óká FUNDUR Í GÆR Geir A. Gunnlaugsson stjórnarformaður og Þorgeir J. Kristjáns- son, skrifstofustjóri Landsnets, sem stýrði fundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Breytt eignarhald Landsnets kallar á samninga við lánardrottna Landsvirkjunar: Flóknara en gerist á einni nóttu MÓTMÆLENDUR Í SKÓFLU Í Nantes í Frakklandi voru haldin mótmæli gegn fyrirhuguðum alþjóðaflugvelli. Nokkrir mótmælenda komu sér vel fyrir í gröfuskóflu dráttarvélar. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Umsóknir um styrki til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum á ferða- mannastöðum, sem Ferðamála- stofa auglýsti í fyrrahaust, voru 75 talsins. Umsóknarfrestur rann út 25. nóvember. „Heildarupphæð styrkóska er um 49 milljónir króna en til úthlutunar eru 8 milljónir,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fram kemur að hámarksupphæð hvers styrks verði 800 þúsund krónur og hann sé ætlaður fyrir efnis- kostnaði og/eða hönnun. - óká Átta milljónir eru til skiptanna: 75 vildu fá 49 milljónir króna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.