Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 23

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 23
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 23 Umræða um siðfræði hefur ekki verið greininni of hagstæð undanfarin misseri. Annars vegar hefur fréttaflutningur af sérkenni- legum bréfaskiptum milli forsætis- ráðherra og forseta embættisins um hvort embættinu beri að setja sér siðareglur fremur ruglað lands- menn í ríminu en upplýst þá um gildi og möguleika slíkra reglna. Hins vegar hefur erfið og upp- hrópanakennd umræða um störf siðanefndar Háskóla Íslands í til- teknu máli gert það að verkum að traust til slíkra nefnda hefur sjaldan verið minna. Ég minnist þess ekki að í fyrra málinu hafi verið dregið fram hvað gæti falist í siðareglum fyrir for- setaembættið; í hugum fólks gætu þær falist hvort sem er í reglum um borðhald á Bessastöðum eða nákvæmum lista yfir leyfilega gesti á forsetaskrif stofuna. Og í seinna málinu gleymdist alveg að ræða hvernig siðanefndir ættu að bera sig að. Í ályktun fjölda háskólakennara mátti til dæmis helst skilja að í nafni frelsis ættu siðanefndir ekkert erindi innan háskóla. Það var óvænt siðferði- leg krafa. Þetta er einkennilegt þegar höfð er í huga umræðan um aukna áherslu á siðfræði fyrir megin- stoðir íslensks samfélags sem hefur verið flaggað á undan- förnum árum. Líklega hefðu slík fréttamál átt að vera kærkomið tækifæri til þess að koma mál- efnalegri umræðu um siðfræði og kynningu á hlutverki hennar að í fjölmiðlum. Til dæmis hefði mátt greina frá því hvers vegna reglur og almennt siðferði ná ekki alltaf yfir sama svið og siðareglur. Heimspekingar hefðu getað svarað því hvers vegna siðfræði er sjálfstæð fræðigrein sem getur komist að gildum niðurstöðum sem þó þurfa ekki alltaf að falla að viðurkenndum trúar setningum, kunnum hagfræðikenningum eða nýlegum lögfræðiálitum. Helst hefði þó mátt nota tækifærið til þess að kveða niður þá goðsögn að siðfræðilegir dómar séu hreinir smekksdómar sem byggist á ein- hverju sem kallað er „hreint hug- lægt mat“. Nú er kominn tími til að háskóla- samfélagið taki nauðsynlega forystu þegar kemur að því að efla bæði vitund þjóðarinnar og hæfni hennar til að rökræða um þau sið- ferðismál sem virðast vera brýnni en oft áður. Siðferðileg álitamál eru staðreynd í öllum sam félögum. Þau koma upp á vinnustöðum, í skólum og á öllum sviðum opin- bers lífs. Þau vakna einnig innan veggja heimila og þegar við erum ein með sjálfum okkur. Siðfræði býður ekki upp á lista af lausnum slíkra álitamála. Siðanefndir færa okkur ekki óvefengjan legar niðurstöður. Enn síður kenna siðareglur okkur í eitt skipti fyrir öll hvað ber að varast. Hins vegar gerir þekking á frum- forsendum og út listunum sið- fræðinnar, sem og leikni í beitingu þeirra, okkur kleift að standa ekki máttvana andspænis siðferði- legum spurningum. Það hafa reyndar ekki allir tekið undir kröfuna um að gagn- rýninni hugsun og siðfræði verði gert hærra undir höfði í íslensku samfélagi á næstunni. Enn heyrast raddir sem láta eins og aukinn sið- ferðilegur skilningur sé einhvers konar munaður sem hægt er að snúa sér að þegar leyst hefur verið úr brýnum efnahagsmálum. En þar er hlutum snúið á haus. Vandamálin geta átt sér aðrar orsakir en efna- hagslegar þótt tímabundin lausn sé þess eðlis. Enn mikil vægara er þó einmitt að hafa í huga að siðferði- legur veruleiki er jafn mikill veru- leiki og hver annar. Hann hverfur ekki þegar við snúum okkur að öðrum málum. Röng og illa ígrunduð breytni skánar ekkert við að aðeins fáir gefi því gaum hvers vegna hún er óásættanleg. Réttindi svífa ekki um í lausu lofti þangað til huglægt mat einhvers dregur þau til jarðar. Og eftirsóknar verðir eiginleikar einstaklinga krefjast ekki smekks annarra til þess að færa þeim farsæld. Siðfræði er heillandi fag sem tengist lífi okkar og væntingum engu síður en aðrar greinar sem við teljum þó oft hafa forgang þegar við leitum svara við því hvað fór úrskeiðis og hvert skuli stefna. Líkt og hagfræðin getur útskýrt hvers vegna vasar okkar eru tómir á ákveðnum tímapunkti getur sið- fræðin útskýrt eymd tilveru sem einkennist af ósamkvæmni og óheilindum. Á vef mennta- og menningar- málaráðuneytisins má lesa í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla að „siðfræði ásamt heimspeki“ verði brátt hluti af skólagöngu íslenskra barna. Það er mikið fagnaðarefni. En maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort virkilega þurfi að bíða eftir þeim kynslóðum sem nú eru að vaxa úr grasi til þess að vitund um hvers siðfræði er megnug verði almenn og byggist fremur á rökum en útúrsnúningum. Hvenær tökum við siðfræði alvarlega? Siðfræði Henry Alexander Henrysson heimspekingur og verkefnisstjóri hjá Heimspekistofnun HÍ AF NETINU Endurskoðun er bara bull Mér er fyrirmunað að skilja hvernig endurskoðendur beita „alþjóðlegum reikningsskilareglum“ til að hvítþvo bókhald banka, sem brjóta allan skala laganna. Vörn PriceWaterhouseCooper í málum Glitnis og Landsbankans felst í, að farið hafi verið eftir lögum og reglum. Reglurnar geri PWC kleift að skrifa upp á taumlaust rugl. Til hvers eru þá endurskoðendur, ef þetta er rétt hjá Stefáni Geir Þórissyni? http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Skertur kvóti Það hefur ekki farið hátt í umræðunni um hin nýju fiskveiðistjórnarfrum- vörp, að ætlunin er að skerða mjög verulega og jafnvel afleggja með öllu þær fiskveiðiheimildir sem nýttar hafa verið til byggðalegra, félagslegra og atvinnulegra úrræða á landsbyggðinni. Þær hafa sannarlega verið um deildar, en skila vitaskuld tekjum, störfum og umsvifum í þeim byggða lögum sem hafa notið þeirra. Engin tilraun er gerð til þess að meta afleiðingar þessa í þeim frumvörpum sem nú hafa verið lögð fram. http://www.ekg.is/ Einar K. Guðfi nnsson landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur sjálfstæður líf- eyrissjóður sem tekur bæði við lögbundnum lífeyrissparn- aði og viðbótarlífeyrissparnaði almennings. Íslenski lífeyris- sjóðurinn býður sveigjanlegar leiðir til útgreiðslu lögbundins lífeyrissparnaðar og ölbreytt- ar ávöxtunarleiðir. Innlánsreikningur fyrir líf- eyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn á einfaldan og gagnsæjan hátt. Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi þitt til enda á landsbankinn.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Meðalávöxtun þriggja ára* Meðalávöxtun þriggja ára*Lífeyrisbók Landsbankans 1Líf Hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eir af söfnunartíma. Verðtryggð Lífeyrisbók Óverðtryggð Lífeyrisbók 13,0% 2Líf Hentar þeim sem eiga meira en 5 ár eir af starfsævi. 12,3% 3Líf Hentar þeim sem eiga skamman tíma eir af söfnunartíma. 11,9% 4Líf Fyrir þá sem nálgast töku lífeyris eða eru þegar að taka hann út. 11,6% 9,7% Sameign Verðtryggt Óverðtryggt Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi- langa sameign og séreignasparnað. 8,7% 6,7% Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is. * Meðaltal nafnávöxtunar á ári 01.01.2009 – 01.01.2012 Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2012 Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilit að senda inn tilnefningar. Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 15. apríl 2012 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík eða á netfangið margret.gudmundsdottir@hrafnista.is Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.